Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 28
Vikublað 10.–12. janúar 201724 Menning Útópíur FÁKASEL - FYRIR ALLA Ingolfshvoll, 816 Ölfus | fakasel@fakasel.is | símI: 483 5050 matur, drykkur og skemmtun Kjöreign ehf - Ármúla 21 - 108 Reykjavík Sími: 533-4040 - www.kjoreign.is Dan Wiium Hdl, lögg. fasteignasali, Sími 896-4013 Ólafur Guðmundsson Sölustjóri, sími 896-4090 Þórarinn Friðriksson Lögg. fasteignasali, sími 844-6353 Rakel Salóme Eydal Skjalagerð Sigurbjörn Skarphéðinsson Lögg. fasteignasali, skjalagerð Kjöreign fasteignasala – traust og örugg þjónusta í 40 ár Ásta María Benónýsdóttir Lögg. fasteignasali, Sími 897-8061 V onin um betra líf og full- komið samfélag hefur verið einn af drifkröftunum í sögu mannsins. Í mörgum trúarbrögðum eru til sögur um fyrirmyndarsamfélög í óræðri fortíð eða fullkominn stað sem fólk hverfur til eftir dauð- ann: Eden, Ódáinsvellir, Valhöll og svo framvegis. Hugtakið útópía hefur hins vegar fest við þær hugmyndir um fyrir- myndarsamfélag og -stjórn- skipulag sem er (að minnsta kosti fræðilega) mögulegt að ná fram. Framan af voru útópískar bók- menntir fyrst og fremst notaðar sem hliðstæður til að deila á samtímann, en með vaxandi trú á að mannkynið gæti í raun og veru haft áhrif á hlut- skipti sitt í heiminum fóru margir að líta á þær sem gagnlegar hugmynd- ir um hverju væri hægt að hrinda í framkvæmd. Þremur og hálfri öld eftir að hug- takið útópía náði útbreiðslu vegna samnefndrar skáldsögu Thomas More varð svo til andstæðan, dystópía, en orðið er notað um ímyndaða heima sem eru verri en okkar eigin. Hvort sem ástæðan er aukin bölsýni eða að slíkar sögur séu einfald- lega dýnamískari hafa slæmar staðleysur orðið mun meira áberandi en hinar góðu í sagnagerð á undanförnum ára- tugum. Hér eru hins vegar nokkur dæmi frá síðustu 2.400 árum um jákvæðar stað- leysur, eða útópíubækur, sem vert er að kynna sér. n Draumur um fullkomið samfélag n Fimm klassísk fyrirmyndarsamfélög í bókmenntasögunni n Útópíur í 2.400 ár Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Konur byggja hið fullkomna samfé- lag Christine de Pizan, sem stundum hefur verið nefnd fyrsti femínistinn, skrifaði bók um samfélag án karla – til að sýna fram á mikilvægi kvenna í samfélaginu. Ríkið eftir Platón (um 380 f.Kr) Samræðan Ríkið, eða Politeia, eftir Platón er ein fyrsta og þekktasta bókin þar sem settar eru fram kenningar um full- komið stjórnskipulag. Í samræðunni ræðir heimspekingurinn Sókrates um réttlæti og skipulag réttláts ríkis. Hann talar um útópíska borgríkið Kallipolis (sem þýðir falleg borg) þar sem kynjajafnrétti ríkir, sameignarfyrirkomulag, ríkisstýrður getnaður og skýr verkaskipting þar sem heimspekikóngar halda um stjórn völinn og ljóðskáld eru gerð útlæg. Þrátt fyrir að vera eitt af merkustu ritum vestrænnar heim- speki hafa hugmyndir Platóns um hið fullkomna þjóðfélag ekki notið mikillar hylli sem praktískt plan um uppbyggingu samfélagsins. Bókin um kvennaborgina eftir Christine de Pizan (1405) Le Livre de la Cité des Dames eftir feneysk-frönsku skáldkonuna Christine de Pizan er oft talið eitt allra fyrsta femíníska bókmenntaverkið. Í bókinni, sem er andsvar við vinsælu ljóði sem Christine fannst gera lítið úr konum, ímyndar hún sér „kvennaborg“ þar sem hún hefur safnað saman merkilegum konum úr mannkynssögunni og sýnir þannig fram á hversu mikilvægir borgarar konur er í raun og veru. Fleiri bækur um fullkomið ríki, einungis skipað konum, hafa verið skrifaðar í seinni tíð og má þar til dæmis nefna Herland eftir Charlotte Perkins Gilman frá 1915. Nýja Atlantis eftir Sir Francis Bacon (1627) Í hinni ókláruðu skáldsögu New Atlantis ímyndar Francis Bacon sér eyju sem hann nefnir Bensalem og staðsetur úti fyrir Suður-Ameríku. Þetta er fyrirmyndarsamfélag þar sem vísindi og þekking eru kjarni samfélagsins. Menn eru siðsamir, taka almannahag fram yfir eiginhagsmuni og eru umburðarlyndir gagnvart ólíkum trúarbrögðum. Bacon lék stórt hlutverk í stofnun nokkurra breskra nýlenda í Ameríku, en í mörgum slíkum nýlend- um var meðvitað gerð tilraun til að smíða raunverulega útópíu. Fréttir frá engum stað eftir William Morris (1890) Í skáldsögunni News from nowhere ímyndar breski hönnuðurinn og altmúlig- maðurinn William Morris sér fyrirmyndarsamfélag framtíðarinnar. Bókin fjall- ar um mann sem vaknar einn daginn eftir fund hjá sósíalistaflokknum í fram- tíðarsamfélagi sem byggir á lögmálum sameignar og lýðræðislegrar eignar á framleiðslutækjum. Í samfélaginu er ekkert peningakerfi, ekkert yfirvald, engir dómstólar eða fangelsi, engar borgir eða einkaeign. Fólk lifir í sátt við náttúruna og vinnan býður upp á sköpun og ánægju. Þessi stjórnleysisútópía var andsvar við útópíubókinni Looking Backward: 2000–1887 eftir Edward Bellamy sem hampaði ríkissósíalisma sem Morris hafði ímugust á. Nútímaútópía eftir H.G. Wells (1905) Einn af feðrum vísindaskáldsögunnar, H.G. Wells, skrifaði nokkrar útópískar skáldsög- ur en sú fyrsta A Modern Utopia fjallar um fyrirmyndarsamfélag sem hefur þróast á annarri jörð í einhvers konar hliðarvídd. Aðalsstétt sjálfboðaliða, svokallaðra Samúræja, stjórnar alheimsríki. Á plánetunni er sameign á öllum auðlindum og vélvæðing hefur nánast útrýmt þörfinni fyrir vinnuafli. Það er viðeigandi að leturgerðin í megin- málstexta þessarar greinar nefnist Utopia, en letrið hefur verið notað í DV um nokkurra ára skeið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.