Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 24
Vikublað 10.–12. janúar 201720 Lífsstíll » Loftsíur » Smurolíusíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur » Glussasíur Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum. Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Verkstæði og viðgerðarþjónusta Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og viðgerðarþjónustan. Á verkstæði okkar erum við með öll tæki til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla vélum. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík E instaklingar sem búa nálægt fjölförnum umferðaræð- um eiga frekar á hættu en aðrir að þjást af elliglöpum þegar á efri ár er komið. Þetta leiða niðurstöður umfangsmikill- ar rannsóknar kanadískra vísinda- manna í ljós, en rannsóknin náði til 6,5 milljóna einstaklinga á aldrinum 20 til 85 ára í Ontario, fjölmennasta fylki Kanada. Rannsóknin var fram- kvæmd á árunum 2001 til 2015. Skýrar niðurstöður Af þeim 6,5 milljónum einstaklinga sem rannsóknin náði til þjáðust 243.611 einstaklingar af elliglöpum, til dæmis Alzheimers, á einhverj- um tímapunkti meðan rannsóknin stóð yfir, 31.577 þjáðust af Parkin- sons-sjúkdómnum og 9.247 þjáðust af MS-sjúkdómnum á einhverjum tímapunkti. Vísindamenn skoðuðu því næst hvort búseta þessara einstaklinga hefði áhrif á niðurstöð- urnar. Sú skoðun leiddi í ljós að þeir sem bjuggu nálægt fjölförnum um- ferðaræðum áttu frekar á hættu en aðrir að þjást af elliglöpum, en sam- kvæmt niðurstöðunum hafði búseta engin áhrif á hina tvo sjúkdómanna. Þörf á frekari rannsóknum Niðurstöðurnar voru birtar í hinu virta læknariti The Lancet á dögun- um og segja aðstandendur rann- sóknarinnar að þótt niðurstöðurnar gefi ýmislegt til kynna sé þörf á frek- ari rannsóknum. Samkvæmt niður- stöðunum var þeim sem bjuggu í innan við 50 metra fjarlægð frá fjöl- förnum umferðargötum hættara við en öðrum að þjást af elliglöpum. Ekki liggur fyrir hvað það er í umhverfinu sem hefur þessi áhrif, hvort ástæð- an sé hávaði eða útblástur þótt færa megi rök fyrir því að hið síðarnefnda eigi frekar við. Mengun vegna út- blásturs bíla og annarra farartækja er vaxandi vandamál í mörgum stór- borgum heimsins. Tengsl við aðra sjúkdóma „Rannsókn okkar er sú fyrsta í Kanada sem gefur til kynna að mengun vegna umferðar tengist hættunni á að þróa með sér elli- glöp. Við búum yfir þeirri þekkingu úr fyrri rannsóknum að hættuleg útblástursefni eiga greiða leið inn í mannslíkamann,“ segir dr. Ray Copes einn þeirra sem stóðu fyrir rannsókninni í samtali við Medical Daily. Þannig hafi rannsóknir bent til þess að tengsl séu á milli meng- unar og sjúkdóma eins og sykursýki auk hjartatengdra sjúkdóma. „Það sem þessi rannsókn gefur til kynna er að hættuleg efni berast með blóð- inu upp í heila þar sem þau geta valdið sjúkdómum í taugakerfi.“ Gætu gagnast við skipulag Copes segir að niðurstöðurnar gætu gagnast yfirvöldum borga um allan heim þegar kemur að skipulagi byggðar og nálægð hennar við fjöl- farnar umferðaræðar. Þannig geti borgaryfirvöld tekið með í reikn- inginn að það byggð sé í öruggri fjarlægð frá mengandi umferð. Það voru vísindamenn við University of Toronto, Carleton University, Dal- housie University, Oregon State University og heilbrigðisyfirvalda í Kanada sem stóðu fyrir rannsókn- inni. n einar@dv.is Íbúar við fjölfarnar götur eru líklegri til að fá elliglöp n Athyglisverðar niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar Niðurstöður n Skoðuð var sjúkdómssaga 6,5 milljóna íbúa Ontario á aldrinum 20 til 85 ára. Skoðuð var búseta þessara einstaklinga fimm ár aftur í tímann áður en rannsóknin hófst. n Á árunum 2001 til 2012 þjáðust 243.611 af elliglöpum, 31.577 af Parkinsons og 9.247 af MS á einhverjum tímapunkti rannsóknarinnar. n Einstaklingar sem bjuggu í innan við 50 metra fjarlægð frá fjölförnum umferðaræð- um voru sjö prósentum líklegri til að þjást af elliglöpum en þeir sem bjuggu í 300 metra fjar- lægð eða meira frá fjölförnum umferðaræðum. n Líkurnar stiglækkuðu eftir því sem fólk bjó lengra frá; engin tengsl voru milli elliglapa og þeirra sem bjuggu í 200 metra fjarlægð eða meira frá fjölförnum umferðaræðum. Umferð Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að tengsl eru á milli elliglapa og nálægðar búsetu við fjölfarnar umferðargötur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.