Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.2017, Blaðsíða 26
Vikublað 10.–12. janúar 201722 Sport Þ að er stórkostlegt að við skulum eiga þessa stráka enn- þá að og að þeir fái nú tækifæri til að miðla af reynslu sinni til þeirra sem eru að fara að taka við.“ Þetta segir Arnar Pétursson, þjálf- ari karlaliðs ÍBV í handknattleik. Ís- land mætir á fimmtudag Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM í handbolta sem hefst í Frakklandi á miðvikudag. Íslendingar mæta til leiks með mikið breytt lið. Þrír reynsluboltar hafa frá síðasta stórmóti lagt lands- liðsskóna á hilluna auk þess sem tví- sýnt er um þátttöku eins besta leik- manns heims, Arons Pálmarssonar. Mikið mun þess vegna mæða á nýjum landsliðsmönnum, leikmönnum sem ekki allir hafa séð á skjánum áður. DV ræddi við tvo íslenska þjálf- ara, sem öllum hnútum eru kunn- ugir, áðurnefndan Arnar og Gunnar Magnússon, þjálfara Hauka, en hann hefur verið viðloðandi landsliðið um langt árabil – þótt hann sé það ekki nú. Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, tók við liðinu á ár- inu og stýrir því á sínu fyrsta stórmóti í Frakklandi. Óskar Bjarni Óskarsson er honum til aðstoðar. Kynslóðaskiptin eru núna Arnar segir að nauðsynlegt sé að hafa raunhæfar væntingar varðandi gengi liðsins á mótinu. Í hans huga er mikil vægt að gefa ungu strák- unum stór hlutverk á mótinu og nota þessa leiki til kynslóðaskipta. „Við erum með Vigni, Guðjón Val, Arnór, Ásgeir Örn og fleiri sem hafa verið frábærir fyrir landsliðið í mjög mörg ár. Við þurfum að nýta þá til að gera þessi kynslóðaskipti eins góð og mögulegt er. Þeir þurfa að miðla reynslu sinni til leikmanna eins og Janusar Daða [Smárasonar], Ómars Inga [Magnússonar] og Arnars Freys [Arnarssonar].“ Ísland spilaði á æfingamóti í Dan- mörku um og fyrir helgi. Liðið vann góðan sigur á Egyptum í fyrsta leik, tapaði svo með litlum mun gegn Ungverjum í kaflaskiptum leik áður en liðið tapaði illa fyrir ríkjandi Ólympíumeisturum, Dönum. Átta mörk skildu liðin að. Stöndum bestu þjóðunum að baki Arnar segir að liðið hafi spilað eins vel á mótinu og hann hafi þorað að vona. „Við unnum góðan sigur á móti Egyptalandi og spiluðum svo við mjög sterkt lið Ungverja. Á sunnu- daginn spiluðum við svo við eina bestu þjóð heims. Eins og landsliðs- þjálfarinn og fleiri hafa bent á stönd- um við bestu þjóðunum nokkuð að baki í dag,“ segir Arnar. Hann var um helgina sérstak- lega ánægður að sjá framlag Janusar Daða og Ómars Inga, sem hafi spil- að mjög vel á köflum. „Þetta var svo- lítið köflótt og það komu bæði vond- ir og góðir kaflar. Mótið bar keim af því að það var verið að velja liðið og það hefur ekki spilað sig saman. „Á heildina litið fannst mér ungu strák- arnir betri en ég hafði búist við.“ Hann segir þó að handboltaáhuga- menn verði að gefa ungu strákunum tíma og svigrúm til að gera sín mis- tök. „Við verðum að vera á jörðinni og draga úr væntingum,“ segir Arnar. Liðið komist í 16-liða úrslit Um möguleika Íslands á mótinu segir Arnar að við eigum að vinna Angóla og Túnis en leikurinn við Makedóníu sé 50/50 leikur. Ísland er líka í riðli með Spánverjum og Slóvenum en þau lið eru hærra skrif- uð en Ísland í dag. Arnar segir að Ís- land eigi að geta komist í 16-liða úrslit, þangað sem fjögur af sex lið- um í riðlinum komast, og þá sé bara spurningin hvaða lið verði and- stæðingur Íslands. Hann hefur ekki áhyggjur af því að það geti slegið liðið út af laginu ef illa fer í fyrsta leik á móti Spánverjum, en Spánverjar unnu þrjá stórsigra gegn sterkum handboltaþjóðum á móti um helgina. „Við getum alveg strítt Spánverjum og jafnvel unnið þá en það sem við förum fram á er að menn leggi sig 100 prósent fram og skili góðu dagsverki.“ Hann segir að liðið þurfi að finna taktinn varnarlega en það hafi hægt og bítandi gerst um helgina. Hann er þeirrar skoðunar að Aron Rafn Eðvarðsson eigi að standa vaktina í markinu. „Mér finnst Aron betri en Bjöggi [Björgvin Gústavsson] í dag og hann er maður framtíðar- innar. Við þurfum að nýta þetta mót til að koma Aroni inn í þetta.“ „Ég er bjartsýnn á þessa keppni“ Gunnar Magnússon tekur í svipaðan streng og Arnar en er þó held- ur bjartsýnni. Möguleikar Íslands á að komast upp úr riðlinum séu góðir. „Við eigum að vinna Túnis, Makedóníu og Angóla. Spánverjarn- ir verða mjög erfiðir og eiga að vinna þennan riðil sannfærandi. Hvað leikinn á móti Slóveníu varðar þá eiga Slóvenarnir að vera betri.“ Hann segir að annað eða þriðja sætið í riðl- inum væri ásættanlegur árangur. Þá komist liðið í 16-liða úrslit og gæti „NauðsyNlegt að hafa rauNhæfar væNtiNgar“ n Arnar Pétursson vill að gamlir kenni ungum á HM n Eigum að komast í 16-liða úrslit Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Þjálfari ÍBV Arnar Pétursson er hóflega bjartsýnn á gott gengi. Segir að nýir leik- menn þurfi tíma. Þjálfari Hauka Gunnar segir að Ísland eigi hvað sem öllu öðru líður að vinna Angóla, Túnis og Makedóníu. Fagnað Strákarnir fagna því að komast á EM. Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða SmurþjónuSta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.