Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 6
6 Helgarblað 16. júní 2017fréttir Símon Elí hrósar starfsfólki í hástert en segir aðstæður bágbornar L æknarnir gefa mér ekki marga mánuði. Það var auðvitað gríðarlegt áfall fyrir mann sem hefur alltaf verið við hesta- heilsu. Ég hef hins vegar notið ótrú- legrar umönnunar hér á deild 11E og mig langar ekkert frekar en að endur- gjalda þann hlýhug,“ segir Símon Elí Teitsson í samtali við DV. Fyrir tilvilj- un greindist Símon með krabbamein fyrir rúmum tveimur mánuðum eftir að hafa verið einkennalaus fram að því. Hann hyggst setja af stað söfnun fyrir nýjum húsgögnum á krabba- meinsdeild Landspítalans þar sem hann segir ótrúlegt fólk vinna við erfiðar aðstæður. Hann segist vera hugsi yfir þeirri þjónustu sem hann hefur notið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem stenst engan veginn samanburð við það sem hann hefur upplifað á höfuðborgarsvæðinu. Ákvað að berjast Fyrir rúmum tveimur mánuðum bakbrotnaði Símon í slysi og var sendur til höfuðborgarinnar því tæki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands virkuðu ekki. Þar var hann mynd- aður og kom í ljós að hryggjarliður var brotinn og annar samfallinn. „Læknarnir höfðu orð á því að bein- in mín væru einkennileg á litinn og það varð til þess að ég var rannsak- aður nánar,“ segir Símon. Nokkru síðar bárust þær skelfilegu fréttir að Símon væri með illkynja æxli í brisi sem og blóðmergskrabbamein. „Brisið er í laginu eins og skötu- selur og meinið er eins og í sporðin- um. Það er ólæknandi ef það finnst of seint og það var í seinna lagi hjá mér. Ég gat valið um hvort síðustu mánuðirnir yrðu gerðir eins bæri- legir og hægt væri eða að ég myndi berjast af krafti. Ég valdi síðari kost- inn,“ segir Símon sem er aðeins 55 ára gamall. Því miður þekkir hann afleiðingar vágestsins alltof vel því dóttir hans lést úr krabbameini að- eins 32 ára gömul fyrir þremur árum. Hún lét eftir sig þrjú börn. Hrósar starfsfólkinu í hástert Þrátt fyrir að fótunum hafi svo sannarlega verið kippt undan Símoni og hans nánustu á síðustu mánuðum þá er hann léttur í lund og vill leggja sín lóð á vogarskálarnar varðandi aðbúnað starfsfólks, sjúklinga og að- standenda á krabbameinsdeildinni. „Það er stórkostlegt starfsfólk sem starfar hérna og ekki hægt að bera umönnunina saman við það sem er í boði á Heilbrigðis stofnun Suður- lands. Hér leggja sig allir 100 prósent fram og af fullkominni alúð. Mér líður eins vel og hægt er að ætlast til hér,“ segir Símon. Hann segir þó að aðbúnaðurinn á deildinni sé ekki í takt við frá- bært framlag starfsfólksins. „Hér vantar umtalsvert af húsgögnum, venjulega stóla en kannski sérstak- lega þægilega stóla eins og Lazy- boy stóla. Það myndi gera aðstand- endum mun auðveldara með að dvelja á deildinni með ástvinum sínum þegar þeir eru að undirgang- ast erfiðar meðferðir,“ segir Símon. Ástæðan er sú að nýlega þurfti að henda öllum slíkum húsgögnum vegna sýkingarhættu. „Það myndi gleðja mig mjög að geta haft frum- kvæði að slíkri söfnun. Þörfin er mikil,“ segir Símon Elí. Krabbameinslækningadeild Landspítalans 11E er eina bráða- legudeild fyrir krabbameinssjúk- linga á Íslandi. Þetta er 15 rúma deild og er nýtingin 100 prósent allan ársins hring. Á deildina kem- ur fólk á öllum stigum sjúkdómsins en um þriðjungur Íslendinga grein- ist með krabbamein af einhverjum toga á lífsleiðinni. „Það er gífurlega mikilvægt að aðstæður og aðbúnaður þeirra sem dvelja langtímum á sjúkrahúsi sé viðunandi en eins og flestir Ís- lendingar vita þá er það ekki alltaf reyndin. Sjúkrahúsið þiggur oft á tíðum gjafir frá velunnurum sínum til að bæta megi aðstæður, bæði fyrir sjúklinga og fjölskyldur þeirra, sem og starfsfólk. Á 11E eru iðulega fjölskyldur sem dvelja allan sólar- hringinn hjá sínum nánustu og nú er svo komið að við höfum þurft að henda Lazy-boy stólum, vegna sýk- ingarhættu og aðstæður fyrir þá sem sitja yfir sjúklingum eru ekki nægi- lega góðar,“ segir Halldóra Hálf- dánardóttir, deildarstjóri krabba- meinsdeildar 11E, og kveðst afar þakklát fyrir framtak Símonar. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Setur af stað söfnun fyrir deild 11E á sjúkrabeði Símon Elí Teitsson Hann greindist með krabbamein fyrir rúmum tveimur mánuðum og hefur að sögn fengið misjafna þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Hann var síðan fluttur inn á deild 11E á Landsspítalanum og lofar þar þjónustuna í hástert. Hins vegar segir Símon Elí að aðstæður séu bágbornar og því hefur hann sett af stað söfnun fyrir húsgögnum og öðrum nauðsynjum. Mynd SigTryggur Ariw Við erum stolt af útgáfu á íslenskri tónlist StudioNorn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.