Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 16
16 sport Helgarblað 16. júní 2017
Í
slenska karlalandsliðið í fótbolta
hefur í rúm fjögur ár unnið hug
og hjörtu íslensku þjóðarinn-
ar með magnaðri frammistöðu
reglulega. Ekki eru svo mörg ár
síðan íslenska karlalandsliðið var lítt
vinsælt og aðeins neikvæðar fréttir
voru skrifaðar um liðið.
Eftir að sænski þjálfarinn, Lars
Lagerbäck tók við liðinu seint árið
2011 hefur leiðin legið upp á við og
úrslitin mörg verið frábær. Heimir
Hallgrímsson var fyrst um sinn að-
stoðarmaður hans en síðar tóku
þeir saman við liðinu og í dag stýrir
Heimir liðinu einn.
Merkilegasta afrek þeirra fé-
laga var að koma íslenska karla-
landsliðinu í fyrsta sinn á stórmót
í fyrrasumar þegar liðið gerði frá-
bæra hluti á Evrópumótinu í Frakk-
landi. Landsleikirnir undir þeirra
stjórn eru margir og margir hverjir
ógleymanlegir. Hér má lesa um 10
eftirminnilegustu leiki Íslands undir
stjórn Lars og Heimis að mati álits-
gjafa DV.
10 eftirminnilegustu
leikir Íslands undir
stjórn Heimis og Lars
n Úr djúpum dal upp í hæstu hæðir n Leið landsliðsins hefur oft verið ærið grýtt
Hörður Snævar Jónsson
hoddi@433.is
10
Ísland 0-0 Kasakastan (Undankeppni EM 2016)
Leikurinn sem tryggði Íslandi miða á Evrópumótið í Frakklandi var ekki merkilegur fyrir
þær sakir hvernig hann var spilaður. Ljóst var eftir sigur Íslands í Hollandi nokkrum
dögum áður að jafntefli myndi duga íslenska liðinu til að tryggja sig inn á Evrópumótið.
Ljóst var að gríðarlegt stress var í íslensku strákunum enda liðið á barmi þess að stíga
stórt skref í íþróttasögu Íslands. Jafnteflið kom í hús og fögnuðurinn á Laugardalsvelli
er ógleymanlegur, stemmingin hélt svo áfram langt fram á nótt þar sem Íslendingar
fjölmenntu niður í miðbæ til að fagna með strákunum okkar, partíið hélt svo áfram
langt fram eftir nóttu eða þangað til að lögreglan skellti í lás á skemmtistaðnum B5
þar sem landsliðsmenn og stuðningsmenn fögnuðu saman.
Ísland 2-1 Tékkland (Undankeppni EM 2016)
Sumarið 2015 var íslenska landsliðinu gott, mikilvægur leikur við Tékkland á heimavelli í
undankeppni Evrópumótsins í Frakklandi. Útlitið var ekki gott þegar öflugt lið Tékklands
komst yfir en baráttuhugur íslensku strákanna með fyrirliðann, Aron Einar Gunnarsson,
fremstan í flokki skilaði íslenska liðinu sigri. Aron Einar jafnaði leikinn þegar klukkutími
var búinn af honum og það var svo markamaskínan Kolbeinn Sigþórsson sem fíflaði Petr
Cech, markvörð Tékklands, til að skora sigurmarkið á 76. mínútu leiksins. Sigurinn varð til
þess að Ísland var komið í frábæra stöðu til að koma sér til Frakklands og liðið leit aldrei
til baka eftir föstudagskvöldið 12. júní árið 2015 á Laugardalsvelli.
Ísland 3-2 Finnland
(Undankeppni HM 2018)
Ótrúlegir leikir eftir EM héldu áfram haustið
2016 þegar Finnland kom í heimsókn, leikur
Íslands var ekki góður þetta kvöldið en
sigurinn kom þótt hann hafi vissulega ekki
verið sanngjarn. Kári Árnason skoraði mark
Íslands í fyrri hálfleik en Finnland komst svo
yfir og allt stefndi í sigur gestanna þegar í
uppbótatíma var komið. Alfreð Finnboga-
son jafnaði leikinn fyrir Ísland á 91. mínútu
hans og fimm mínútum síðar eða á 96.
mínútu leiksins kom sigurmarkið frá Ragnari
Sigurðssyni. Ótrúlegur sigur í leik þar sem
Ísland spilaði ekki vel, flestir líta á það sem
styrkleikamerki þegar sigur vinnst í leik sem
er illa spilaður.
9
8
Holland 0-1 Ísland
(Undankeppni EM 2016)
Það voru margir Íslendingar sem lögðu
leið sína til Amsterdam til að styðja
strákana okkar haustið 2015, þeir sem
lögðu út fyrir ferðinni yfir til Hollands
fengu allt fyrir peninginn. Heimamenn
misstu mann af velli í fyrri hálfleik og í
þeim síðari steig Gylfi Þór Sigurðsson
upp og var hetja liðsins. Ísland fékk víta-
spyrnu sem Gylfi tók og hann gerði ekki
nein mistök þar, líkt og svo oft í þessari
undankeppni, og tryggði Íslandi miðann
á sitt fyrsta stórmót í karlaknattspyrnu.
7