Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 18
18 sport Helgarblað 16. júní 2017 Sviss 4-4 Ísland (Undankeppni HM 2014) Það er ógleymanlegt kvöldið í Bern í Sviss þar sem allt stefndi í að Ísland yrði í raun niðurlægt en það átti eftir að breytast. Margir tala um þennan leik sem upphafið að því magnaða gengi sem hefur verið hjá íslenska landsliðinu síðustu fjögur ár. Svisslendingar komust í 4-1 snemma í fyrri hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson hafði komið Íslandi yfir í upphafi leiks en síðan tóku heimamenn öll völd og skor- uðu fjögur. Þarna voru allir Íslendingar búnir að tapa trúnni fyrir utan 11 stríðsmenn innan vallar. Kolbeinn Sigþórsson lagaði stöðuna á 56. mínútu leiksins og síðan tók Jóhann Berg yfir sviðið. Hann minnkaði muninn í 4-3 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Í uppbótatíma fullkomnaði svo Jóhann Berg þrennu sína í leiknum og jafnaði leikinn. Úr varð kvöld sem er í raun ógleymanlegt í huga Íslendinga. Ísland 2-0 Holland (Undankeppni EM 2016) Það var troðfullur Laugardalsvöllur haustið 2014 þegar Hollendingar komu í heimsókn, flestir áttu von á sigri gestanna sem höfðu nokkrum mánuðum áður endað í þriðja sæti á HM í Brasilíu. Það stoppaði þó Ísland ekki í því að sýna magn- aða frammistöðu í leik sem gaf fólki von um að Ísland væri mögulega að fara á sitt fyrsta stórmót í karlafótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn sem stjórnaði umferðinni í þessum leik, hann skoraði bæði mörk liðsins. Það fyrra kom úr vítaspyrnu en það síðara kom með mögnuðu skoti. Sigurinn var magnaður og frammistaða Íslands ein sú besta í sögunni. 6 Ísland 1-0 Króatía (Undankeppni HM 2018) Þessi leikur er enn í fersku minni allra en á sunnudaginn síðasta vann Ísland sigur á einu besta landsliði í heimi á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið spilaði af aga með gríðarlegri baráttu sem skilaði ótrúlegum sigri. Allt stefndi í jafntefli eftir að Jóhann Berg Guðmundsson hafði klikkað á dauðafæri seint í leiknum en nokkrum sekúndum síðar skoraði Hörður Björgvin Magnússon með öxlinni. Markið var ótrúlegt og sigurinn kom Íslandi í frábæra stöðu til að koma sér á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil stemming og á Laugardalsvellinum í þessum eftirminnilega leik. 5 3 Ísland 1-1 Portúgal (EM 2016) Fyrsti leikur Íslands á stórmóti er leikur sem er enn í fersku minni, í iðnaðarborginni St-Etienne var fjöldi Íslendinga mættur með gleðina að vopni til að styðja íslenska landsliðið. Flestir fengu í magann þegar Nani, fyrrverandi kantmaður, kom Portúgölum yfir eftir hálftíma. Íslenska liðið gafst hins vegar aldrei upp og á 50. mínútu leiksins átti Jóhann Berg frábæra fyr- irgjöf sem endaði hjá Birki Bjarnasyni sem kom boltanum í netið og skoraði þar með fyrsta mark íslenska karlalands- liðsins á stórmóti í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem reyndust frábær úrslit. 4 Íslands 2-1 Austurríki (EM 2016) Liðið spilaði ekki vel í þessum leik á EM þegar allt var undir en ótrúleg samstaða og baráttuhugur hjá strákunum skilaði mögnuðum úrslitum. Leikar stóðu 1-1 og allt stefndi í að Ísland myndi spila við Króatíu aðeins nokkrum dögum síðar, ef Ísland hefði fengið á sig mark og tapað leiknum hefði liðið verið úr leik. Þess í stað skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, Stade de France í París fór yfir um. Eldri menn fóru að gráta úr gleði því allir vissu að sigurinn tryggði Íslandi leik á móti Englandi, draumur allra knattspyrnuáhugamanna rættist á þessum sólríka degi í París. Ísland 2-1 England (EM 2016) Í Nice fór fram leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður á Íslandi mun gleyma og líklega ekki á Englandi heldur. Í 16 liða úrslitum EM á fyrsta stórmóti Íslands voru væntingarnar til íslenska liðsins ekki miklar, liðið fór pressulaust inn í leikinn og hafðu engu að tapa. Englendingar byrjuðu vel og Wayne Rooney skoraði mark úr vítaspyrnu snemma leiks. Adam var þó ekki lengi í Paradís en Ragnar Sigurðsson jafnaði skömmu síðar og þá fóru Englendingar á taugum. Ís- lenska liðið skoraði svo sigurmark leiksins á 18. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórs- son skoraði og tryggði Íslandi miða í 8 liða úrslitin. Magnað kvöld í Hreiðrinu í Nice þar sem mikill fjöldi Íslendinga var á svæðinu, kvöld sem aldrei gleymist. 2 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.