Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 18
18 sport Helgarblað 16. júní 2017 Sviss 4-4 Ísland (Undankeppni HM 2014) Það er ógleymanlegt kvöldið í Bern í Sviss þar sem allt stefndi í að Ísland yrði í raun niðurlægt en það átti eftir að breytast. Margir tala um þennan leik sem upphafið að því magnaða gengi sem hefur verið hjá íslenska landsliðinu síðustu fjögur ár. Svisslendingar komust í 4-1 snemma í fyrri hálfleik en Jóhann Berg Guðmundsson hafði komið Íslandi yfir í upphafi leiks en síðan tóku heimamenn öll völd og skor- uðu fjögur. Þarna voru allir Íslendingar búnir að tapa trúnni fyrir utan 11 stríðsmenn innan vallar. Kolbeinn Sigþórsson lagaði stöðuna á 56. mínútu leiksins og síðan tók Jóhann Berg yfir sviðið. Hann minnkaði muninn í 4-3 þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir. Í uppbótatíma fullkomnaði svo Jóhann Berg þrennu sína í leiknum og jafnaði leikinn. Úr varð kvöld sem er í raun ógleymanlegt í huga Íslendinga. Ísland 2-0 Holland (Undankeppni EM 2016) Það var troðfullur Laugardalsvöllur haustið 2014 þegar Hollendingar komu í heimsókn, flestir áttu von á sigri gestanna sem höfðu nokkrum mánuðum áður endað í þriðja sæti á HM í Brasilíu. Það stoppaði þó Ísland ekki í því að sýna magn- aða frammistöðu í leik sem gaf fólki von um að Ísland væri mögulega að fara á sitt fyrsta stórmót í karlafótbolta. Gylfi Þór Sigurðsson var maðurinn sem stjórnaði umferðinni í þessum leik, hann skoraði bæði mörk liðsins. Það fyrra kom úr vítaspyrnu en það síðara kom með mögnuðu skoti. Sigurinn var magnaður og frammistaða Íslands ein sú besta í sögunni. 6 Ísland 1-0 Króatía (Undankeppni HM 2018) Þessi leikur er enn í fersku minni allra en á sunnudaginn síðasta vann Ísland sigur á einu besta landsliði í heimi á Laugardalsvellinum. Íslenska liðið spilaði af aga með gríðarlegri baráttu sem skilaði ótrúlegum sigri. Allt stefndi í jafntefli eftir að Jóhann Berg Guðmundsson hafði klikkað á dauðafæri seint í leiknum en nokkrum sekúndum síðar skoraði Hörður Björgvin Magnússon með öxlinni. Markið var ótrúlegt og sigurinn kom Íslandi í frábæra stöðu til að koma sér á Heimsmeistaramótið í Rússlandi næsta sumar. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil stemming og á Laugardalsvellinum í þessum eftirminnilega leik. 5 3 Ísland 1-1 Portúgal (EM 2016) Fyrsti leikur Íslands á stórmóti er leikur sem er enn í fersku minni, í iðnaðarborginni St-Etienne var fjöldi Íslendinga mættur með gleðina að vopni til að styðja íslenska landsliðið. Flestir fengu í magann þegar Nani, fyrrverandi kantmaður, kom Portúgölum yfir eftir hálftíma. Íslenska liðið gafst hins vegar aldrei upp og á 50. mínútu leiksins átti Jóhann Berg frábæra fyr- irgjöf sem endaði hjá Birki Bjarnasyni sem kom boltanum í netið og skoraði þar með fyrsta mark íslenska karlalands- liðsins á stórmóti í fótbolta. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli sem reyndust frábær úrslit. 4 Íslands 2-1 Austurríki (EM 2016) Liðið spilaði ekki vel í þessum leik á EM þegar allt var undir en ótrúleg samstaða og baráttuhugur hjá strákunum skilaði mögnuðum úrslitum. Leikar stóðu 1-1 og allt stefndi í að Ísland myndi spila við Króatíu aðeins nokkrum dögum síðar, ef Ísland hefði fengið á sig mark og tapað leiknum hefði liðið verið úr leik. Þess í stað skoraði Arnór Ingvi Traustason sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins, Stade de France í París fór yfir um. Eldri menn fóru að gráta úr gleði því allir vissu að sigurinn tryggði Íslandi leik á móti Englandi, draumur allra knattspyrnuáhugamanna rættist á þessum sólríka degi í París. Ísland 2-1 England (EM 2016) Í Nice fór fram leikur sem enginn knattspyrnuáhugamaður á Íslandi mun gleyma og líklega ekki á Englandi heldur. Í 16 liða úrslitum EM á fyrsta stórmóti Íslands voru væntingarnar til íslenska liðsins ekki miklar, liðið fór pressulaust inn í leikinn og hafðu engu að tapa. Englendingar byrjuðu vel og Wayne Rooney skoraði mark úr vítaspyrnu snemma leiks. Adam var þó ekki lengi í Paradís en Ragnar Sigurðsson jafnaði skömmu síðar og þá fóru Englendingar á taugum. Ís- lenska liðið skoraði svo sigurmark leiksins á 18. mínútu þegar Kolbeinn Sigþórs- son skoraði og tryggði Íslandi miða í 8 liða úrslitin. Magnað kvöld í Hreiðrinu í Nice þar sem mikill fjöldi Íslendinga var á svæðinu, kvöld sem aldrei gleymist. 2 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.