Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 20
20 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Sigurvin Ólafsson ritstjóri dv.is: Kristjón Kormákur Guðjónsson aðstoðarritstjóri dv.is: Einar Þór Sigurðsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 16. júní 2017 Ham í hættu? Svo sem fjallað er um í DV í dag varð slugs og sofandaháttur til þess að fjöldi mála sem lögð voru fram á Alþingi ekki afgreiddur út úr nefndum þess. Eitt þeirra mála var frumvarp samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra sem sneri að því að afnema lagaskyldu Reykjavíkur- borgar sem snýr að því að fjölga skuli borgarfulltrúum við næstu sveitarstjórnarkosningar. Sam- kvæmt núgildandi lögum er skylt að fjölga borgarfulltrúum, vegna fjölgunar íbúa í Reykjavík, í að minnsta kosti 23. Hefði frumvarp- ið hlotið afgreiðslu hefði það lent á borgarstjórn sjálfri að ákvarða hvort fjölga ætti kjörnum fulltrú- um. Málið sofnaði hins vegar í nefnd, sem fyrr segir, og nú velta menn fyrir sér hvort Jón Gunnars- son ráðherra hyggist leggja frum- varpið fram að nýju í haust. Það er ljóst að fjölgun borgarfulltrúa gæti orðið líflína sumra flokka í borgar- stjórn, í það minnsta Bjartrar fram- tíðar, sem að óbreyttu, miðað við skoðanakannanir, fengi ekki kjör- inn borgarfulltrúa verði þeim ekki fjölgað. S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í borginni, mun því væntanlega kunna félaga sín- um Óttari Proppé litlar þakkir komi sá síðarnefndi ekki í veg fyrir að frumvarp Jóns verði lagt fyrir að nýju og samþykkt. Það er ekki víst að stemn- ingin á hljóm- sveitaræfingum þeirra félaga verði með besta móti ef af því verður. Hvers vegna þetta byssustand? Þ að hlýtur að kalla á um- ræðu ef svo á að haga til hér á landi að lögregla landsins sé alvopnuð á almennings- samkomum. Með þeirri til- högun verður mikil breyting á sam- félagi sem hefur verið svo friðsamt að talið hefur verið sjálfsagt að lög- regla beri ekki vopn nema í undan- tekningartilvikum og alls ekki á al- mannafæri. Vissulega ætti enginn gera athugasemd við það að lögreglan hafi aðgang að vopnum. Það koma því miður upp aðstæður þar sem þörf er á þeim. Það er hins vegar allt annað mál þegar lögreglan mæt- ir alvopnuð á stórhátíðir. Skilaboð- in sem verið er að senda geta ekki verið önnur en þau að hætta sé yfir- vofandi. Hver finnur til öryggis við slíkar aðstæður? Einkennilegt hlýtur svo að teljast að borgaryfirvöld, þar á meðal borgar stjóri, skuli frétta af fyrirhug- uðum vopnaburði lögreglu í gegn- um fjölmiðla. Lögreglan hlýtur að þurfa að rökstyðja það fyrir borgar- yfirvöldum og ríkisstjórn af hverju þessar breytingar hafa orðið og hvaða hugsun liggur þar á baki. Ef raunveruleg hryðjuverkaógn er fyrir hendi á ekki halda upplýsingum frá stjórnvöldum heldur skýra og rök- styðja ítarlega hvers vegna allt þetta byssustand sé. Það er ekki einkamál lögregluyfirvalda. Skýringin á ekki að vera „af því bara“. Of mikil leyndarhyggja hefur hvílt yfir vopnaburði lögreglu og það er stundum eins og mönnum þar á bæ finnist að borgurunum komi hann ekki við. Það er alröng nálgun. Um leið er sjálfsagt að eftirlit sé með störfum lögreglunnar sem á ekki að geta gengið of langt. Því hvar liggja mörkin? Megum við til dæmis búast við því að alvopnuð lögregla mæti á Austurvöll verði þar fjölmennir mótmælafundir og oti vopnum sín- um að hávaðaseggjum og rökstyðji afskiptin með því að þeir hafi þótt ógnandi? Almennum borgurum víða um heim hefur verið sagt að þeir eigi ekki að breyta lífsvenjum sínum vegna ótta við hryðjuverk og svara eigi slíkri ógn með því að viðhalda opnu lýðræðislegu samfélagi þar sem fólk sé frjálst ferða sinna. Þegar kemur að þessu verkefni, sem er ærið, þá er engin uppgjöf í boði. Við getum ekki látið deigan síga þegar kemur að því að viðhalda dýrmæt- um gildum. Við verndum þau ekki með byssueign og byssuskotum. n Aldrei bjóða hættum heim Árni Páll Árnason um vopnaburð lögreglunnar – eyjan.is Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið Hanna Katrín Friðriksson um gagnrýni á vopnaburð lögreglunnar – visir.is Heilbrigð málefnaleg umræða er að hverfa Bubbi Morthens – dv.is M ikil vakning hefur átt sér stað meðal íslenskra neytenda síðustu misseri og eru fyrir því ýmsar ástæður. Innkoma er- lendra verslunarrisa hefur þar áhrif auk þess sem aðgengi að upplýsing- um á netinu og möguleikarnir á að eiga viðskipti þar leika stórt hlutverk. Almenningur hefur verið mjög gagnrýnin á íslenska verslun og ger- ir bæði athugasemdir við verðlag, sem oft á tíðum er sagt líkjast okri, og eins hefur mörgum þótt ganga hægt að skila stöðugri styrkingu krónunn- ar undanfarin misseri til almenn- ings. Birtingarmynd þessa ástands sést í þeim viðtökum sem verslun COSTCO fær og í gríðarlegri aukn- ingu á alls konar verslun í gegnum netið. Það má taka undir það að ákveðn- ar vörur í ákveðnum verslunum séu allt of hátt verðlagðar og að menn gætu verið sneggri til að lækka verð á innfluttum vörum þegar krónan styrkist. Þetta er þó að mínu mati aðeins toppurinn á ísjakanum, því þetta snýst ekki bara um verð, heldur einnig siðferði. Verið að blekkja fólk Það er og hefur verið plagsiður í ís- lenskri verslun að margir kaupmenn verðleggja vörur langtum hærra en þeir reikna með að geta selt þær á. Þessir kaupmenn eru síðan reglu- lega með mjög ríflega afslætti, allt frá vasklausum dögum upp í allt að 50% afslátt og eru þá að rukka það sem gæti talist eðlilegt verð fyrir við- komandi vöru. Margir hafa því mið- ur látið glepjast af þessu og er nú svo komið að mörg fyrirtæki eru að auglýsa sérstaka tilboðsdaga nánast hverja einustu viku ársins – það nægir að lesa helgarblöðin til að fá staðfestingu á því. Fjölmörg dæmi eru síðan um það að kaupmenn hækka vöruverð rétt fyrir útsölu, bara til að geta sýnt fram á enn ríf- legri afslátt í prósentum á útsölunni. Þeir einfeldningar sem keyptu vörur frá þessum fyrirtækjum á fullu verði verða að bíta það súra epli að hafa verið gerðir að fífli. Almenningur á þá eðlilegu kröfu að fyrirtæki verðleggi vöruna á því verði sem hún á að vera á og að verð- lækkanir séu almennt bundnar við útsölur og þá með það að markmiði að losna við gamlar birgðir, til að rýma fyrir nýjum. Það er ekki bara það að verðvitund fólks brenglast við svona æfingar, það er líka verið að blekkja fólk og telja því trú um að það sé að gera verulega góð kaup. Ekki allir við sama borð Annað mál sem einkennir vissa hluta verslunar er sú staðreynd að það sitja ekki allir við sama borð. Ákveðnir að- ilar, oft iðnaðarmenn eða fagaðilar, eru með tug prósenta afslátt, með- an almenningur þarf þá að greiða því meira. Það er í sjálfu sér ekkert óeðli- legt við það að fagaðilar sem eru í miklum viðskiptum njóti þess með ívið betri kjörum en leikmaður, sem er með mjög takmörkuð viðskipti, en að það geti munað allt að 50% á því verði sem innvígðir fá og síðan því verði sem almenningur borgar er að mínu mati fullkomlega óskiljanlegt og óásættanlegt. Þarna er almenn- ingur augljóslega að niðurgreiða þá vöru sem iðnaðarmaðurinn er að kaupa. Oft er það síðan svo að milli- liðurinn heldur ávinningnum fyrir sig í stað þess að endanlegur verk- kaupi fái að njóta viðskiptakjaranna, nema þá að litlum hluta. Þetta þekkja nánast allir á sínu eigin skinni, hvort sem það er viðhald á fasteign, eða viðgerð á bílum og þetta hefur viðgengist um árabil. Þarna eru viðkomandi kaupmenn og fagaðilar í óverjandi samkrulli gegn almenningi, en með aukinni upplýs- ingu þá hefur sem betur fer verið að skapast óþol gagnvart þessu. Í því fyrirtæki sem ég er í forsvari fyrir gerist það mjög reglulega að viðskiptavinir fara fram á að fá afslátt af kaupum og vísa þá til þess að þeir eru að kaupa talsvert magn. Þegar þeim er bent á að það séu engin eða sáralítil viðbótarkjör í boði bregðast sumir hverjir mjög illa við og verða sármóðgaðir, enda vanir því að fá tugi prósenta annars staðar. Stað- reyndin er sú að á endanum þá þarf alltaf einhver að borga. Ef einhver einn aðili fær ríflegan afslátt, þá þarf sá næsti að greiða því meira til að verslunin fái það sem hún þarf. Þetta kemur mjög bersýnilega í ljós í við- skiptamódeli COSTCO, en þar eru engir afslættir í boði, sama hversu stór viðskiptavinur maður er. Hugarfar þarf að breytast Það má segja að íslensk verslun sé að ákveðnu leyti rúin trausti og í til- vistarkreppu. Til að ná vopnum sín- um verða verslunarmenn að breyta því hvernig þeir koma fram við við- skiptavini sína. Hluti verslunar á Íslandi stendur frammi fyrir þeim veruleika að það er hætta á að hún leggist af í núver- andi mynd og flytjist alfarið yfir til erlendra aðila gegnum netið. Það er þróun sem er að mínu mati ekki eftirsóknarverð. Ef verslun á Íslandi ætlar að komast upp úr þeim öldudal sem hún er nú í þá þarf hugarfar hins vegar að breytast. Viðskiptavinir eru ekki einnota og það að beita blekk- ingum eða mismuna viðskiptavinum stórlega er ekki rétta aðferðin. Ég sakna þess að forsvarsmenn verslunar á Íslandi hafi ekki gert sig meira gildandi í umræðunni, gagn- rýnt þá sem stunda vafasama við- skiptahætti og talað fyrir bættu við- skiptasiðferði. Þar til þessir hlutir breytast, þá er hér frjósamur jarð- vegur fyrir Alibaba, COSTCO, Shop- USA og Ebay. Höfundur er framkvæmdastjóri Miklatorgs hf., IKEA Verslun á villigötum Þórarinn Ævarsson skrifar Aðsend „Það má segja að íslensk verslun sé að ákveðnu leyti rúin trausti og í tilvistarkreppu. „Hvar liggja mörkin? Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Skotgrafirnar Umræðan um byssuburð lögreglu á almannafæri hefur tekið á sig af- skaplega sérkennilega mynd síð- ustu daga. Þar hefur mörgu verið snúið á hvolf. Þannig hafa boðber- ar frjálshyggjunnar og afskiptaleys- is ríkisvaldsins rokið upp til handa og fóta og heimtað að lögreglan sé látin í friði með sitt vopnabrölt á meðan talsmenn aukinna afskipta ríkisvalds hafa lýst því yfir að nú taki út yfir allan þjófabálk. Þannig fór Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hamförum á Facebook þar sem hann fullyrti að ákall formanns Vinstri grænna um aukið gagnsæi í viðbúnaði gegn hryðjuverkaógn myndi engum gagnast öðrum en hryðjuverka- mönnum. Á sama tíma segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að setja eigi saman teymi áfallastreitusérfræðinga eða hjálp- arsveitarmanna til að „stíga inn í ófremdarástand og hryðjuverk“. Ljóst er að ekki er raunhæft að treysta á hjálp- arsveitir, skipaðar sjálfboðaliðum, í þeim efnum. Það er líka jafn fjarri raunveruleikanum að borgurunum komi það síðan ekki við hver viðbúnaður yfirvalda gegn hryðjuverkum er. Stjórn- málamenn ættu að koma sér upp úr sínum pólitísku skotgröfum og ræða málin á yfirvegaðan hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.