Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 24
24 fólk - viðtal Helgarblað 16. júní 2017
G
uðbjörg hitti blaðamann
DV í morgunkaffi í vikunni.
Ólíkt mörgum viðmælend
um var Guðbjörg mætt á
slaginu enda þéttbókuð
þegar hún hefur aðeins nokkra daga
til umráða með fjölskyldu og vinum
á Íslandi. Tilefni Íslandsferðarinnar
að þessu sinni var æfingarleikur ís
lenska A–landsliðsins í fótbolta
gegn Brasilíu sem fram fór á Laugar
dalsvelli þann 13. júní síðastliðinn.
Þó svo að úrslitin hafi ekki verið
eins og landsliðskonurnar lögðu
upp með var bjart yfir Guðbjörgu
sem er orðin gríðarlega spennt
fyrir lokakeppni EM kvenna í fót
bolta. Keppnin fer fram í Hollandi
í júlí. Þá er Guðbjörg einstaklega
þakklát fyrir þær móttökur og með
byr sem íslenska kvennalandsliðið
hefur fengið frá þjóðinni síðustu
ár. „ Ekkert toppar það að spila á
Laugardalsvelli frammi fyrir þús
undum Íslendinga. Stemningin er
svo stórkostleg að ég get eiginlega
ekki lýst því með orðum.“
Fylgdi vinkonunum í boltann
Knattspyrnuferill Guðbjargar
hófst þegar hún byrjaði að æfa
knattspyrnu með FH árið 1993, þá
átta ára gömul. „Allar stelpurnar
fóru í fótbolta hjá FH og strákarnir
æfðu flestir handbolta með Hauk
um. Ég fylgdi mínum vinkonum.
Þannig byrjaði þetta.“
Guðbjörg kveðst hafa verið
með mjög góðan þjálfara hjá FH. Á
milli æfinga kallaði hann oft í Guð
björgu og bað hana um að hitta sig í
íþróttasal í skólanum þar sem hann
starfaði einnig, svo hann gæti skot
ið á hana. „Án þess að átta mig á
því þá voru þetta dýrmætar auka
æfingar. Þarna hef ég verið svona
9–10 ára.“ Flestum kvöldum eyddi
Guðbjörg svo í Kaplakrika í fótbolta
með krökkunum í hverfinu. „ Maður
var öll kvöld uppi á Kaplakrika að
spila fótbolta bæði með stelpum og
strákum.“
Á þessum tíma var Guðbjörg far
in að finna að hún væri orðin mjög
góð í marki. „Þegar fólk áttar sig
á því að maður skarar fram úr þá
fær maður svo mikla hvatningu. Ég
byrjaði snemma að spila með eldri
stelpum og komst fyrst í meistara
flokk þegar ég var 14 ára. Sama ár
var ég líka fyrst valin í U17 lands
liðið. Um þetta leyti byrjaði ég líka
að hafa alvöru metnað. Fótboltinn
hætti að vera leikur í mínum huga
og ég fór bæði meðvitað og ómeð
vitað setja mér markmið.“
Árið 2003 hætti Guðbjörg í FH
og gekk til liðs við Val. „Við unnum
marga titla og þar komst ég fyrst al
mennilega á kortið.“ Boltinn var far
inn að rúlla hratt hjá Guðbjörgu
sem íhugaði einnig um tíma að
fara í nám í Bandaríkjunum. „Ég
var búin að skoða alls konar skóla
og var lengi að ákveða mig.“ Að lok
um stoppuðu þjálfarar Guðbjargar
hana þó af. „Sumir skólar eru alveg
geggjaðir og ég skil vel krakka sem
fara til Bandaríkjanna. Að fá frítt
nám fyrir það eitt að spila fótbolta.
En ég setti boltann í fyrsta sæti. Ég
fékk miklu meiri þjálfun og tæki
færi hérna heima en ég hefði fengið
úti. Að minnsta kosti í þeim skólum
sem ég hafði augastað á. Sem betur
fer töluðu þjálfararnir mínir mig inn
á að hætta við.“
Ekki jafn heppnar og strákarnir
Svo fór að Guðbjörg útskrifaðist með
stúdentspróf frá Verzlunarskóla Ís
lands. Í framhaldinu lærði hún
hagfræði í HÍ. Þaðan útskrifaðist
hún með BSgráðu haustið 2008.
Nokkrum mánuðum síðar flutti
Guðbjörg til Stokkhólms þar sem
sænska úrvalsdeildarliðið Djur
gården bauð henni samning. Liðið,
sem hún er aftur farin að spila fyrir
í dag, kom einnig að máli við hana
árið 2005 eftir að Valur mætti liðinu
í Evrópukeppni, og bauð henni til
Stokkhólms Það hefði ekki gerst ef
hún hefði farið í nám til Bandaríkj
anna. Þá fannst Guðbjörgu hún sjálf
þó enn of ung en þegar Djurgården
hafði aftur samband árið 2009 sló
hún strax til og hefur verið búsett
erlendis síðan, mest í Svíþjóð en
um tíma bjó hún einnig í Noregi og
Þýskalandi.
Guðbjörg lagði mikla áherslu á
að mennta sig svo hún hefði eitt
hvað að grípa til þegar ferlinum
lyki: „Við erum ekki jafn heppnar
og strákarnir. Ég hef lagt eitthvað
„Við erum
ekki jafn
heppnar og
strákarnir“
Margir ættu að kannast við Guðbjörgu Gunnarsdóttur en hún er
markmaður íslenska A-landsliðsins í fótbolta. Guðbjörg, sem er fædd árið 1985,
byrjaði ung í fótbolta, og er nú á hátindi ferilsins. Það er kannski engin furða
hvað hún hefur náð langt. Guðbjörg er mjög metnaðargjörn og leggur mikið á sig
til að halda sér í toppformi. Á milli þess sem Guðbjörg spilar fótbolta nýtur hún
þess að eyða verja tímanum með kærustunni sinni, Miu Jalkerud, elda góðan
mat og ferðast um heiminn. Þá er Guðbjörg, sem er búsett í Stokkhólmi, farin að
leggja drög að lífinu „eftir boltann.“
„Kjaftæði
að fáir hafi
áhuga á kvenna-
knattspyrnu
Kristín Clausen
kristin@dv.is