Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 50
26 fólk - viðtal Helgarblað 16. júní 2017
auðvitað skrítið en á sama tíma svo
eðlilegt. Ég var orðin ástfangin af
stelpu. Ég vil taka það skýrt fram að
ég skammaðist mín ekkert. Ég hafði
einfaldlega aldrei séð mig fyrir mér
í þessum sporum. Ég hafði verið
hrifin af þeim strákum sem ég hafði
verið í sambandi með. Það tók smá
tíma að átta sig á þessu.“
Guðbjörg og Mia földu sam-
bandið fyrir öðrum fyrstu mánuðina
eftir að þær byrjuðu saman. „Við
vorum að átta okkur á öllum
þessum tilfinningum og vildum ekki
segja neitt fyrr en við værum 100
prósent vissar um þetta. Það kom
aldrei til greina að fela neitt. Við vor-
um einfaldlega óvissar í byrjun hvað
í ósköpunum var í gangi.“ Þegar
komið var að því að opinbera sam-
bandið viðurkennir Guðbjörg að
hún hafi verið mjög stressuð. Fyrsta
manneskjan sem hún sagði frá sam-
bandinu var Dóra María, æskuvin-
kona hennar og samherji í íslenska
landsliðinu.
„Hún þekkti alla kærastana mína
í Verzló og vissi allt um mig. Þess
vegna var ég alveg að tryllast úr
stressi þegar ég loksins kom þessu
frá mér. Ég sagði Dóru að ég væri
hrifin af stelpu og ég vissi ekkert
hvað ég ætti að gera. Auðvitað var
hún sultuslök yfir þessu og hló að
mér.“
Neyðarlegt símtal
Guðbjörg á gott samband við for-
eldra sína og systkini. Þó svo að
þau búi ekki í sama landinu hefur
hún vanið sig á að tala við foreldra
sína á Facetime á hverju kvöldi. „Ég
var klárlega ekki að fara að segja
þeim þetta í svoleiðis spjalli svo ég
hringdi þegar ég vissi að mamma
væri ein heima. Símtalið, sem tók í
mesta lagi 30 til 40 sekúndur, er það
skrítnasta sem ég hef hringt,“ segir
Guðbjörg hlæjandi og biður blaða-
mann um að taka tillit til þess, þegar
hún segir frá „hrikalegasta símtali
sem hún hefur hringt.“
„Ég sagði einfaldlega: „Hæ
mamma. Þú veist, Mia, sem ég er
alltaf með. Við erum ekki bara vin-
konur. Við erum saman og ég er
mjög hrifin af henni.“
„Svo lauk ég samtalinu með því
að segja, og ég veit enn þann dag í
dag ekkert hvaðan það kom: „Það
er ekki eins og þú fáir ekki barna-
börn. Sénsinn er tvöfaldur núna.“
Svo sagði ég bara bless.“
Um kvöldið hringdi móðir Guð-
bjargar í hana og sagði að það skipti
hana engu máli hvort hún væri í
sambandi með stelpu eða strák. Það
eina sem skipti máli væri að hún
væri hamingjusöm.
„Auðvitað vissi ég að mamma
myndi bregðast vel við þessu, hún
er svo frábær. En að sama skapi
skil ég ekki hvernig mér tókst troða
barnabörnum inn í samtalið á þess-
um tímapunkti. Þetta var algjör
skelfing.“
Nú eru liðin rúm sex ár síðan
Guðbjörg og Mia opinberuðu sam-
band sitt. Miðað við hvernig Guð-
björg ljómar þegar hún talar um
kærustuna sína er augljóst að
þær hafa fundið sálufélaga í hvor
annarri. Fyrstu tvö árin í sam-
bandinu spiluðu þær báðar fyrir
Djurgården í Stokkhólmi. En þar
sem þær eru báðar atvinnumenn,
og þurfa þar af leiðandi að elta sín
tækifæri, voru þær næstu tvö ár á
eftir í fjarbúð. Guðbjörg segir það
hafa tekið mikið á. „Við söknuðum
hvor annarrar svo mikið að þegar
Djurgården bauð okkur að koma
aftur í liðið gerðum við það. Við vor-
um líka búnar að kaupa okkur íbúð
í Stokkhólmi sem við höfðum aldrei
búið í. Þess vegna hentaði þetta full-
komlega.“
Langar í fjölskyldu
Í dag eru Guðbjörg og Mia búnar
að koma sér upp framtíðarheim-
ili á besta stað í Stokkhólmi. Guð-
björg segir það einnig henta þeim
vel að vinna saman. „Það sér enginn
að við séum par. Eini munurinn
er að við förum heim saman. Við
komum ekki einu sinni alltaf á æf-
ingar saman. Ég get alveg öskrað á
hana á æfingum og hún á mig. En
svo förum við heim og gerum okkar
hluti þar. Við höldum þessu mjög
aðskildu.“
Guðbjörg, sem er 32 ára, er
sömuleiðis farin að huga að fram-
tíðinni og hvað hana langi að gera
eftir að ferlinum lýkur. „Ég fékk smá
kvíðakast þegar ég varð þrítug og
áttaði mig á því að ég hafði aldrei
unnið neitt. Ég er auðvitað með hag-
fræðigráðu og fór því og fékk mér
vinnu. Þetta er reyndar bara hluta-
starf en ég er komin með smá sýn á
hvernig lífið verður eftir fótboltann.
Ég er því orðin aðeins rólegri núna.“
Hún segir það heldur ekkert
leyndarmál að þær Miu langi til að
eignast barn. „Það er samt svo erfitt
að skipuleggja barneignir þegar
maður er í atvinnumennsku. Ég er
ekkert að stressa mig, en mig langar
að eignast fjölskyldu. Á meðan það
er svona mikið að gerast í fótboltan-
um þá er það samt í biðstöðu.“
Þó svo að stærstur hluti ársins
hjá Guðbjörgu fari í að æfa og spila
fótbolta þá hefur hún mikinn áhuga
á matargerð og ferðalögum. „Við
fáum ekki frí á sumrin en tökum í
staðinn frí í desember. Þá förum við
eitthvert langt út í heim og slökum
vel á. Í fyrra fórum við til Kambódíu
og árið á undan til Mexíkó. Á þessu
ári langar okkur til Jamaíku, Balí eða
Máritíus. Það er svo stórkostlegt að
uppgötva nýja staði og fá aðra sýn á
heiminn.“
Guðbjörg heldur úti Instagram
-síðunni lanslidsrettirguggu. Þar
setur hún mjög reglulega inn girni-
legar uppskriftir þar sem hollustan
er í fyrirrúmi. „Það sem skiptir
mestu máli þegar maður er kom-
inn svona langt í atvinnumennsku,
og hvað þá þegar maður er orðinn
32 ára, er að halda líkamanum í
samkeppnishæfu standi. Ég hugsa
rosalega vel um sjálfa mig. Bæði
hvað varðar mataræði, hvíld og
svefn. Auðvitað vona ég að ég geti
spilað, á þessu stigi, sem lengst, en
að sama skapi er ég gríðarlega sátt
og stolt af því sem ég hef afrekað.“ n
„Ég veit alveg
hvenær ég á skil-
ið að fá skítkast yfir
mig. Það fylgir því að
vera atvinnumaður en
á sama tíma tekur það
á taugarnar að kíkja á
Twitter eftir tapleik.
Við Angkor Wat í Siem Reap Kærustuparið
fór til Kambódíu í fyrra.
Hefur spilað 51 landsleik
með A-landsliðinu
Guðbjörg hefur unnið ótal
titla með félagsliðum sínum í
gegnum tíðina. Þá hefur hún
verið fyrirliði hjá Djurgården og
Avaldsnes, en það er liðið sem
hún spilaði með í Noregi.
MyNd SigtRygguR ARi