Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Side 51
Helgarblað 16. júní 2017 KYNNING Hlíðarsmára 6, 201 Kópavogi – Sími 564 6464 – fasthof.is að farsælum viðskiptum Guðmundur Hoffmann Steinþórsson Löggiltur fasteignasali Jón Guðmundsson Löggiltur fasteignasali Elsa Alexandersdóttir Aðstoðarmaður fasteignasala Evert Guðmundsson Aðstoðarmaður fasteignasala Við vorum að flytja okkur hérna í hinn endann í Mjóddinni, í göngugötunni. Þetta er margfalt stærra pláss enda var hitt húsnæðið sprungið utan af okkur,“ segir Grétar Karls- son, eigandi verslunarinnar Módjó, en þar er gífurlegt úrval af alls konar töskum og veskjum. „Við erum í rauninni bara með allt sem heitir taska eða veski. Við reynum að ná yfir þetta allt; skóla- töskur, ferðatöskur, dömuveski, seðlaveski og hvað eina. Við seljum líka mikið af þessum svokölluðu mittisveskjum sem fólk notar á ferðalögum til að forðast þjófnað. Okkar megin- einkenni er fjölbreytnin, bæði í töskugerðum en líka í verði. Hér er hægt að fá mjög ódýrar vörur en líka vandaðar leður- vörur í dýrari kantinum. Langmesta salan er hins vegar í leðurvörum á meðalverði.“ Af öllu því mikla úrvali sem í boði er selur Módjó mest af ferðatöskum, að sögn Grétars: „Lang- mesta salan undanfarið hefur verið í þessum svokölluðu „Wow air“- töskum. Wow air setti nýjar reglur um stærð handfarangurstaska, en það er stærð sem ferðatöskufram- leiðendur eru almennt ekki að framleiða. Hins vegar þarf að borga undir handfarangurstösk- una í þeirri stærð sem við þekkjum hana. Við höfum hins vegar töskur í þess- um nýju stærðum en þetta eru töskur sem við flytjum inn frá Hollandi.“ Allar ferðatöskur sem eru til sölu í Módjó eru á fjórum hjólum og mikil áhersla er lögð á léttar töskur þannig að þunginn liggi að mestu í farangrinum sjálfum. Ferðatöskurnar eru í alls konar litum, rauðum, bláum, svörtum, appelsínugulum og ótal mörgum öðrum. Enn fremur selur Módjó strekkibönd, vigt- ar og merkispjöld, en þetta eru allt hlutir sem koma sér vel fyrir ferðalanginn. Það er upplifun að koma í versl- unina í Mjóddinni og sjá allt úrvalið af alls konar töskum og veskjum. En einnig má benda á heimasíðuna modjo.is og Módjó á Facebook. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 16. Módjó FLutt í HINN ENdA MjóddArINNAr Magnað úrval af töskum og veskjum á nýjum og stærri stað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.