Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 52
28 sakamál Helgarblað 16. júní 2017
n Kokkur gekk berserksgang
n Varð fjórum að fjörtjóni
Morð í
Maine
C
hristian Nielsen, rúmlega þrí-
tugur atvinnulaus kokkur,
hafði daðrað við þá hugmynd
að bera fyrir sig geðveiki
þegar réttað yrði yfir honum í
október 2007.
Einhverra hluta kastaði hann
þeirri hugmynd fyrir róða einum
degi áður en velja átti í kviðdóm
vegna málsins, sem rekja mátti til at-
burða sem átt höfðu sér stað rúm-
lega ári fyrr í Newry, skíðasvæði í
Maine í Bandaríkjunum.
Fyrsta dag septembermánaðar
2006 hafði morðæði gripið Nielsen
og stóð það í fjóra daga. Þann 1. sept-
ember skaut Nielsen fimmtugan
karlmann, James Whitehurst frá
Batesville í Arkansas, til bana.
Fátt um skýringar
Síðar gat Christian Nielsen litlar
skýringar gefið á morðinu aðrar en
þær að James Whitehurst, sem var
alltmúligmaður og bjó á Black Bear
– Bed and Breakfast líkt og Nielsen,
hefði verið fráhrindandi. Eftir að
Nielsen myrti Whitehurst sundur-
limaði hann líkið og brenndi síðan
inni í skógi.
En ekki voru öll kurl komin til
grafar því á næstu þremur dög-
um sendi Nielsen þrjár konur yfir
móðuna miklu. Hann myrti Julie
Bullard, 65 ára eiganda gistiheimil-
isins, þrítuga dóttur hennar, Selby
Bullard, og vinkonu Selby, Cindy
Beatson, 43 ára. Þetta gerði Nielsen
til þess að morðið á Whitehurst upp-
götvaðist ekki.
Keðjusög og fleiri verkfæri
Lík kvennanna fengu svipaða út-
reið og lík Whitehurst því Nielsen
sundurlimaði þau og notaði til
verksins keðjusög, járnsög og ísöxi.
En Adam var ekki lengi í Paradís
því að kvöldi verkalýðsdagsins, sem
bar upp á 4. september, fyrsta mánu-
dag þess mánaðar, uppgötvuðust
ódæði Nielsen.
Nielsen ákvað nefnilega að slá
á þráðinn til föður síns og sagði
honum að hann sæi um rekstur
Black Bear-gistiheimilisins í fjar-
veru Julie Bullard. Það fannst föður
Nielsen ærið tilefni til að líta við hjá
drengnum sínum, sem hann síðan
gerði ásamt konu sinni.
Skömmu eftir að þau komu á
gistiheimilið hringdu þau á lög-
regluna og segir ekki meira af þeim.
Nokkrar greiningar
Skammbyssa Nielsen fannst á gisti-
heimilinu og hann játaði á sig
morðin. Þegar sakhæfi Nielsen var
síðar metið vottuðu nokkrir sál-
fræðingar að hann glímdi við geð-
klofa og jafnvel fleiri andleg mein,
þar á meðal Asperger's-heilkenni.
Við þessi tíðindi reyndu verjendur
Nielsen árangurslaust að fá ógilta
játningu Nielsen og hann úrskurð-
aðan ósakhæfan. En sem fyrr segir
aftók Nielsen á síðustu stundu að
leggja í þá vegferð.
Þann 18. október fékk Christian
Nielsen lífstíðardóm fyrir fjögur
morð. „Mig langar að segja að ég iðr-
ast mjög gjörða minna,“ sagði hann
við það tækifæri. n
„Mig
langar
að segja að ég
iðrast mjög
gjörða minna
Kokkurinn
Christian
Nielsen varð
fjórum að
fjörtjóni.
Vinkonan Cindy Beatson hlaut
sömu örlög og Julie og Selby.
Fyrsta fórnarlambið Nielsen fannst
James Whitehurst „fráhrindandi“.
Dóttirin Selby Bullard var dóttir Julie.
Julie Bullard Varð að deyja, að mati Nielsen.