Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Qupperneq 56
32 Helgarblað 16. júní 2017fréttir fyrir 10 árum n Ferðamönnum fjölgaði n Fermetraverð í hæstu hæðum n Hinu opinbera sagt að gefa gott fordæmi E ftir því var tekið að ferða- mönnum á leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði fimm fyrstu mánuði ársins 2007 miðað við fyrra ár, voru 122.000 talsins og hafði fjölgað sem nemur 43 prósentum frá árinu 2003 og þótti gott. Fyrstu fjóra mánuði 2017 fóru 605.000 ferðamenn í gegnum flugstöðina og ljóst að töl- ur ársins 2007 blikna í samanburði. Hafnarfjarðarbær var bendl- aður við hryðjuverk í kjölfar fram- kvæmda á vegum bæjarins. Ósáttur íbúi taldi hús sitt gjörsamlega ónýtt vegna framkvæmdanna og sagðist ætla að „flýja þennan hryðjuverka- bæ við fyrsta tækifæri.“ Fermetraverð á höfuðborgar- svæðinu og víðar er nú í hæstu hæð- um og hefur vart verið hærra „eins lengi og elstu menn muna“ eins og stundum er sagt. Hátt húsnæð- isverð er engin nýlunda og fyrir tíu árum var fermetraverð í einni íbúð í Skuggahverfinu 735.000 krónur og sagði markaðsstjóri 101 Skugga- hverfis ekkert óeðlilegt við það. Eilíft umræðuefni er laun í op- inbera geiranum og sá Alþjóða gjaldeyris sjóðurinn ástæðu til að hvetja ríkisstjórn Íslands til að sýna sterka forystu í kjaraviðræðum og stilla launahækkunum opinberra starfsmanna í hóf. Einhverjum kann að finnast sem þær ríkis- stjórnir sem hér hafa síðan setið við völd hafi hugsanlega skilið orðin „sterka forystu“ á þann veg að emb- ættismenn ættu að standa almenn- um launþegum framar hvað launa- kjör áhrærir. n varðar rekstur og tilfærslur ríkissjóðs eru laun og aðrir þættir sem ráðast af kjarasamningum og það segir sig sjálft að ef það á að vera aðhald í rík- isfjármálum, þá þarf það að koma fram þar á einhvern hátt.“ Árni telur jafnframt að laun op- inberra starfsmanna þurfi að vera í takt við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu og aðhald á almenna markaðinum sé því ekki síður nauð- synlegt en hjá hinu opinbera. Sem olía á eld Hart var deilt á launahækkun seðlabankastjóra á Alþingi í gær og krafðist Kristinn H. Gunnarsson þing- maður Frjálslynda flokksins, skýringa á því hvað mönnum gengi til með slíkri hækkun. Helgi Hjörvar þing- maður Samfylkingarinnar tók und- ir gagnrýnina og sagði þessar hækk- anir vera sem olíu á eld í viðkvæmu ástandi. Þá sagði Lúðvík Bergvinsson hækkanirnar vera óhóflegar og senda fráleit skilaboð út í samfélagið. Árni Mathiesen kvaðst í samtali við DV ekki hafa sérstaka skoðun á hækkuninni. „Seðlabankinn er sjálf- stæður og hluti af sjálfstæði hans er að ákveða laun sinna starfsmanna og ég hef ekkert með það að gera.“ miðvikudagur 13. júní 20074 Fréttir DV Ætlar að kæra úrskurð Farbann Viggós Þóris Þóris- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra verðbréfasjóðs Spari- sjóðanna, var framlengt um tvo mánuði í gær. Sagðist Viggó ætla að kæra úrskurðinn til Hæsta- réttar. Hjá efnahagsbrotadeild Ríkis- lögreglustjóra fengust þær upp- lýsingar að verið væri að skoða tengsl málsins við önnur lönd og að það væri sérlega þungt í vöfum að þurfa að leita yfir landamæri til að fá upplýsingar. Viggó var vikið fyrirvaralaust úr starfi í apríl vegna meintra bókhaldssvika. Enn í haldi vegna skotárásar Mál karlmanns sem skaut af haglabyssu að eiginkonu sinni í Hnífsdal á föstudagskvöld er enn í rannsókn. Maðurinn var úr- skurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag. Vopnuð sérsveit var kölluð út eftir að tilkynning barst um byssumanninn og ríkti umsátur- sástand um hús hans í nokkrar klukkustundir. Eiginkonan hlaut minniháttar áverka í andliti eftir að hann hleypti af skoti. Viðbúið er að þegar lögreglan hefur lokið rannsókn verði málið sent til saksóknara. Einkavæða ekki Íbúðalánasjóður verður hvorki einkavæddur né lagður niður í nánustu framtíð, segir Árni Mathiesen fjármálaráð- herra. Framtíð sjóðsins er hins vegar í skoðun. Að mati sendinefndar Al- þjóða gjaldeyr- issjóðsins, sem kynnti skýrslu sína í vikunni eru vextir hér á landi of háir og það skrifast að hluta til á Íbúðalána- sjóð. Nefndin hvatti til að sjóðurinn verði lagð- ur niður í núverandi mynd. Árásarmaðurinn er enn ófundinn Árásarmaður sem reyndi að nauðga konu við Þjóðleikhús- ið aðfaranótt laugardags er enn ófundinn. Engin vitni hafa gefið sig fram. Rannsókn er í fullum gangi og lýsir lögregla eftir árásarmann- inum. Hann er talinn vera um þrítugt, 185 til 190 sentímetrar á hæð, grannvaxinn, með stutt mjög dökkt hár og svarta skegg- brodda eða svart skegg. Þeir sem hafa upplýsingar um árásina eru beðnir að hafa sam- band við lögreglu í síma 444 1000 eða 444 1100. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn segir að halda þurfi aftur af hækkun launa hj á hinu opin- bera. Seðlabankinn kynnti ráðleggingarnar viku eftir að laun seðlabankas tjóra hækk- uðu um tvö hundruð þúsund krónur. Ekki sömu lögmál fyrir almenna laun þega og seðlabankastjóra segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Ný ríkisstjórn þarf að sýna sterka forystu í kjaraviðræðum á kjör- tímabilinu og halda aftur af hækk- un launa hjá hinu opinbera. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sendi- nefndar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á hagkerfi Íslands. Þetta þarf ríkis- stjórnin að gera þrátt fyrir skort á vinnuafli. Seðlabankinn kynnti út- tekt sendinefndarinnar viku eft- ir að bankaráð Seðlabanka Íslands samþykkti umdeilda launahækkun til handa seðlabankastjóra um tvö hundruð þúsund krónur. Þar var sú skýring meðal annars gefin að mikil samkeppni væri um hæfustu starfs- menn í fjármálageiranum. Þarf að ná til allra stétta Halldóra Friðjónsdóttir formað- ur Bandalags háskólamanna seg- ir skýrslu sendinefndarinnar vera nokkur vonbrigði. Ennþá séu laun hjá hinu opinbera og á almennum mark- aði ekki sambærileg. „Það er ekki hjá hinum almenna launamanni sem mestar hækkanir hafa orðið á síðasta samningstímabili. Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu hækkanna hjá Seðlabankanum.“ Hún undrast jafnramt rökfærslur fyrir hækkuninni um að samkeppnin um starfsmenn sé hörð. „Það virðast ekki gilda sömu lögmál þegar kemur að heilbrigðis- og umönnunarstéttum. Framboð og eftirspurn virðast ekki hafa nein áhrif þar. Launahækkun seðlabankastjóra er jafn há því sem nemur mánaðar- launum hjá starfsfólki í umönnunar- og hjúkrunarstéttum.“ Aðhald á almenna markaðnum Árni Mathiesen fjármálaráðherra segist ánægður með niðurstöðu Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins um íslenskt efnahagslíf. Skýrslan sé jákvæð, bæði hvað varðar stöðu efnahagsmálanna í heild sem og ríkisfjármálastjórnina. Árni var hins vegar varkár í tali eftir ríkisstjórnarfund í gærmorgun um kröfur sendinefndarinnar um að halda þurfi aftur af launahækkunum opinberra starfsmanna í kjarasamn- ingum. „Tveir þriðju hlutar þess hvað VAlgeir Örn rAgnArSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is FrÁlEit skilaboð út í samFélagið „laun opinberra starfsmanna þurfa að vera í takt við það sem gerist annars staðar í þjóðfélaginu.“ Seðlabanki Íslands Launahækkun seðlabankastjóra nemur mánaðar- launum starfs- manna í umönnun- arstéttum. Óvirk eftirspurn „Það virðast ekki gilda sömu lögmál þegar kemur að heilbrigð- is- og umönnunarstéttum. Framboð og eftirspurn virðast ekki hafa nein áhrif þar,“ segir Halldóra Friðjónsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna. Sjálfstæður Seðlabanki „Seðlabank- inn er sjálfstæður og hluti af sjálfstæði hans er að ákveða laun sinna starfsmana og ég hef ekkert með það að gera,“ segir fjármálaráðherra. Tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um nágrannavörslu gefur góða raun: Fleiri vilja vera með „Verkefnið hjá okkur hefur gefið mjög góða raun og því þótti okkur alveg sjálfsagt að bera út þennan já- kvæða boðskap. Þegar sveitarfélög- in byrjuðu að setja sig í samband við okkur ákváðum við að best væri að afhenda Sambandi íslenskra sveit- arfélaga merkið. Þaðan er hægt að dreifa boðskapnum um allt land,” segir Anna G. Ólafsdóttir, upplýs- ingafulltrúi á skrifstofu borgarstjóra. Í gær afhenti Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson borgarstjóri fram- kvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, Þórði Skúlasyni, merki tilraunaverkefnis borgarinnar í ná- grannavörslu. Fyrir vikið fá öll sveit- arfélög í landinu afnot af verkefni og geta hafið tilraunir innan sinna bæj- armarka. Í samvinnu við hverfamiðstöðv- ar borgarinnar var ákveðið að hleypa verkefninu af stokkunum í ákveðn- um götum í tilraunaskyni. Þær götur eru; Blesugróf, Brekkustígur, Dverg- hamrar, Freyjugata, Malarás, Ritu- hólar, Starrahólar og Trönuhólar. Íbúar þeirra fengu fræðslu um inn- brotavarnir og bundust óformlegu samkomulagi um að líta eftir húsum og eignum nágranna sinna í götunni í tímabundnum fjarvistum. Lág- marks nágrannavarsla felur í sér að íbúi taki að sér að skrá grunsamlega hegðun, bifreiðanúmer og lýsingu á fólki og tilkynni til lögreglu með því að hringja í símanúmerið 112. Aðspurð á Anna von á því að verk- efnið Nágrannavarsla verði stækkað út hjá Reykjavíkurborg og vonandi víðar um land. Hún ítrekar mikil- vægi þess að ekki er ætlast til þess að þátttakendur taki að sér löggæslu- hlutverk með því að grípa inn í at- burðarrás innbrota. „Góður granni er áhrifaríkasta afbrotavörnin. Við erum sérlega ánægð með hvernig til hefur tekist. Bæði hefur þetta aukið öryggi í þeim götum sem þetta hef- ur verið prófað í ásamt því að þjappa íbúum gatnanna saman. Þannig eru möguleikar á áframhaldandi sam- stöðu íbúanna í framtíðinni,” segir Anna. trausti@dv.is Allir saman nú í samstarfi við lögregluembætti landsins stefna sveitarfélög á útbreiðslu nágrannavörslu. fimmtudagur 14. júní 20074 Fréttir DV Siglinganemar strönduðu Björgunarsveit Ársæls var kölluð út þegar lítil seglskúta strandaði rétt utan við Löngusker í fyrrakvöld. Um borð voru fimm manns, nemar í siglingum auk skipstjóra, og sakaði þá ekki. Skútan náðist fljótlega á flot og var hún lítið sem ekkert skemmd. Björgunarbáturinn Gróa Pétursdóttir fór á staðinn auk lögreglubáts en fólkið hafði sjálft óskað eftir aðstoð. Eftir strandið va skútan dregin að ö n í Kópavogi. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Á þriðja þúsund nýnemar Nær fimmtungi fleiri sóttu um að komast í grunnnám í Háskóla Íslands nú en í fyrra. Ef tekið er tillit til þeirra stúdenta sem þreyta inntökupróf í greinum heilbrigðisvísinda og umsókna erlendra stúdenta í grunnnám má ætla að hátt á þriðja þúsund nýnema hefji nám við Háskólann næsta haust. Innan einstakra námsleiða raunvísindadeildar má nefna að rúmlega fjórðungi fleiri sækja um líffræðinám og í hátæknieðl- isfræði hafa fimm stúdentar sótt um skólavist en það er 150 pró- sent aukning. Bíll brann á Hellisheiði Bíll brann til kaldra kola á Hellisheiðinni við Litlu Kaffistof- una í ærmorgun og var Suður- landsvegi lokað í um 20 mín- útur á meðan slökkvistarf stóð yfir. Hvorki ökumann né f þega sakaði. Ökumaður stöðvaði bílinn þegar rjúka fór úr vélinni og kom í ljós að bensín lak á götuna. Skömmu síðar kviknaði í bílnum og er hann gjörónýtur. Ei nig kviknaði í bensíninu og þurfti að nota froðu til að slökkva eldinn. Bílhræið var dregið til Hvera- gerðis. Flestir nemar vilja í Verzló Mikil aðsókn er í nám í framhaldskólum landsins og hafa 4.200 af 4.500 nemend- um 10. bekkjar grunnskóla sótt um nám í dagskóla á haust- önn 2007. Það samsvarar því ð tæp 98 prósen útskrifaðra grunnskólanema stefni á nám í framhaldsskóla. Flestar um- sóknir bárust Verzlunarskóla Íslands, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík og Kvennaskól num. Þessir skólar þurfa að vísa frá rúmlega 400 nemendum sem höfðu v lið þá sem f rsta kost. Þeir eiga þó vísa vist í öðrum skólum þar sem pláss er nægi- legt í framhaldsskólunum. Óá ægðu íbúi í Hafnarfi i sár eftir að bæjarframkvæmdir skemmdu hú sið hans: Flýr hryðjuv rk bæinn Hafnarfjörð „Ég svona rétt hef það,“ segir Ægir Örn Óskarsson, verkamaður og íbúi við Vesturgötu 26 í Hafnarfirði, að- spurður um hvernig hann hafi það. Ægir Örn hefur staðið í deilum við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði vel á annað ár. Hann vill meina að framkvæmdir á vegum bæjarins, er sprengt var fyr- ir lögnum í götunni, hafi valdið það miklum skemmdum á húsi hans að það standi gjörsamlega ónýtt eftir. Fleiri hús urðu fyrir skemmdum vegna sö u framkvæmda og Ægir Örn undr- ast hvers vegna nágranni hans hafi fengið greitt að fullu fyrir sitt hús á meðan hann fái smánarbæt r. Hann býr enn í húsinu ásamt eiginkonu sinni og vonast eftir því að bæjaryfir- völd sjái sóma sinn í því að bæta sér s aðann að f llu. Aðspurður ætlar Ægir Örn ekki að búa lengur í Hafnarfirði en nauð- syn krefur. Hann segist hafa þurft að bjarga persónulegum munum úr hill- um á meðan framkvæmdirnar stóðu yfir. „Ég er fæddur og uppalinn hér og finnst helvíti skítt að það sé traðk- að svona á mér. Bærinn gjöreyðilagði einnig hús hjá nágranna mínum og þeir sáu sóma sinn í því að kaupa hús- ið af honum. Þeir borguðu mér ein- hverjar smánarbætur og fyrir aurinn gæti ég hugsanlega keypt mér í stað- inn ónýtan gám til að búa í,“ segir Ægir Örn. „Ég er mjög ósáttur við þetta mál að öllu leyti og það er bara ekki farið eftir neinum reglum í Hafnarfirði. Það þýðir ekk rt að tala við neinn hjá bæn- um, ég get alveg sleppt því. Ég er bú- inn að gefast algjörlega upp og ætla að flýja þenna hryðjuverkabæ við fyrsta tækifæri.“ trausti@dv.is Ónýtt hús Ægir Örn segir hús sitt gjörsamlega ónýtt eftir bæjarframkvæmdir í götunni. Hann er óánægður með smánarbætur sem honum voru greiddar. rfitt að Hitta iginmanninn „Ég er bara orðin það fullorðin að ég get ekki labbað alla þessa leið niður að næstu strætóstöð,“ segir Ásgerður Ólafsdóttir, sem lendir illa í því eft- ir að strætó hætti að ganga upp að hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum. „Þetta var ekkert mál á meðan strætó gekk hingað. Þá gat ég tekið strætó héðan frá Vífilsstöðum, niður að Ás- garði og ég skipti bara þar og fór það- an heim, það var mjög auðvelt. Ég get bara ekki labbað niður eftir, það er of löng leið,“ segir Ásgerður. Strætó hefur lengi gengið upp að hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum en hefur nú hætt með ferðir þangað. Þarf a ónáða ættingja á vinnutíma „Maðurinn minn Einar Egilsson er búinn að vera hér á Vífilsstöð- um í meira en mánuð. Ég hef alltaf tekið strætó hingað uppeftir,“ seg- ir Ásgerður en að sögn starfsfólks- ins á Vífilsstöðum hefur hún mætt á slaginu þrjú nánast á hverjum degi síðan maðurinn hennar kom inn á hjúkrunarheimilið. Eftir að strætó- inn hætti að ganga að Vífilsstöðum, á hún erfitt með að komast til þess að heimsækja manninn sinn. „Nú þarf ég að ónáða börnin mín og barnabörn og trufla þau í vinn- unni. Auðvitað er það erfitt að taka þau úr vinnu til þess að keyra mig hingað uppeftir,“ segir Ásgerður. Einn sagt upp nú þegar Sigríður Pálsdóttir, deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum, segir að þetta komi illa niður á að- standendum vistmanna á hjúkrun- arheimilinu og starfsfólkinu. „Það er alltaf verið að hvetja fólk til þess að taka strætó og svo leggja þeir nið- ur ferðir svo fólk kemst ekki til að hitta ættingja sína og á erfitt með að komast til og frá vinnu,“ segir Sigríð- ur Pálsdóttir. Einn starfsmaður hef- ur nú þegar sagt upp störfum vegna breytinganna hjá Strætó en sá starfs- maður sá sér ekki fært að komast til og frá vinnu með öðrum hætti en að taka strætó og verður því að hætta. Kemur illa niður á starfsfólkinu Júlíana Guðmundsdóttir hef- ur unnið á Vífilsstöðum í rúmt ár og hefur hingað til treyst á strætó til þess að komast úr vinnu. „Ég hef ekki aðgang að bíl því ð maðurinn minn fer á honum í vinnuna. Ég fæ far í vinnuna og hef vanalega tekið strætó heim,“ segir Júlíana sem býr úti á Álftanesi og þarf að ferðast alla leiðina frá Vífilsstöðum og út á Álfta- nes. Hún þarf nú að ganga út á næstu strætóstoppistöð, sem er Ásgarður en Júlíana segist vera allt upp undir hálftíma að komast þangað. Þá á hún eftir að taka strætóinn upp á Álfta- nes. „Ég skil ekki af hverju þessi ferð er felld niður, sérstaklega á með- an sumarstarfsfólkið er við vinnu hér. Mér hefði fundist eðlilegra að auka þær yfir sumartímann. Það eru margir af starfsfólkinu sem nýta sér strætóferðirnar og sérstaklega inn- flytjendurnir og skólafólkið sem ekki á bíl og hefur ekki efni á því að reka bíl,“ segir Júlíana en þessar breyting- ar hjá Strætó koma illa við hana. Óánægð með Strætó „Mér finnst þetta ekki nógu gott,“ segir Ásgerður sem er ekki ánægð með strætó og finnst að bæta verði úr ástandinu. Vífilsstaðir er hjúkrunarheimili fyrir 50 aldraða hjúkrunarsjúklinga, þar eru 80 starfsmenn í heildina og er starfseminni skipt í tvær deildir. Reksturinn hófst í byrjun árs 2004 eftir að gerðar höfðu verið gagngerð- ar breytingar á húsinu sem byggt var árið 1910. Fyrsta hæðin er rekin sem ein deild með 14 heimilismönnum, en önnur og þriðja hæðin eru reknar sem ein deild með 36 heimilismönn- um. Strætó er hættur að ganga út að hjúkrunarheimilinu að Vífilsstöðum og það gerir að- standendum vistmanna á hjúkrunarheimilinu erfitt fyrir. Þeir komast ja fnvel ekki til þess að hitta aðstandendur sína og hefur einn starfsmaður sagt upp störf um því hann kemst ekki lengur í vinnuna: KriStín hrEfna halldÓrSdÓttir blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is Ásgerður Ólafsdóttir Eiginmaður Ásgerðar er vistmaður á Vífilsstöðum og hún á erfitt með að fara og hitta hann eftir að strætó hætti að ganga að Vífilsstöðum. Júlíana Guðmundsdóttir Það getur tekið júlíönu allt upp í hálftíma að ganga að næstu strætóstoppistöð og þá á hún eftir að ferðast út á Álftanes, með strætó, til þess að komast heim úr vinnu sinni. „Ég er mjög andsnúinn þessari að- ferð og finnst hún að minnsta kosti ósmekkleg,“ segir Hjálmar Jónsson dó kirkjuprestur um bréf sem Ei- ríkur Sigurbjörnsson, sjónvarpsstjóri Omega, sendir fólki en í því er fólk beð- ið um peningastyrk gegn því að fá óskir sínar uppfylltar af Guði. Bréfið hefst á því að Eiríkur segist hafa góðar fréttir ð færa viðtakand- anum: nýjan þátt á sjónvarpsstöðinni sem stjórnað er af erlendum predik- ara og forstöðumanni stærstu kirkju í heimi sem sáð hefur fimm hundr- uð kirkjum eins og segir í bréfinu. „Ég trúi því að Guð muni gefa þér trú til að kalla eftir því sem er þitt; að sjá banka- innistæðuna vaxa úr nokkrum hundr- uðum eða nokkrum þúsundum upp í nokkrar milljónir,“ segir meðal annars í bréfinu. Þarf að vera fús til að meðtaka Eiríkur Sigurbjörnsson, sjónvarps- stjóri Omega, segist vita að viðtakand- inn vi ji blessunina inn í líf sitt og þa sé ýmislegt sem hann hafi þráð en aldrei orðið að r unveruleika eins og nýtt hús, nýjan bíl eð betra a svo itt- hvað sé nefnt. „Þetta eru aðeins nokkr- ar þeirra blessana sem Guð vill þér til handa en hann getur ekki veitt þér þær ef þú ert ekki fús til að sá sáðkorni til að meðtaka blessunina frá Guði.“ Á síðustu blaðsíðu bréfsins, þar sem skrá á niður kortanúmer, er hægt að strika undir níu atriði á tilbúnum óskalista en ef ekkert þeirra á við er líka hægt að skrá niður bænarefni sitt. Efst á blaði er nýtt hús og á eftir kemur nýr bíll; betra starf; aukið fjármagn; góð heilsa; sameining fjölskyldu og fleira. Líta á bænina sem stjórntæki „Þetta er ákaflega dapurlegt og sýnir í hnotskurn af hverju við viljum þjóðkirkju. Þarna eru samtök að selja einhvern að- gang að guði og líta á bænina sem stjórntæki gegn honum. Þarna er látið líta út fyrir að þessi samtök séu í sérstakri aðstöðu til þess að fá Guð til þess að mismuna fólki,“ segir Hjálmar. Hann segir að ekki eigi að nota bænina sem töfraformúlu heldur sé hún til þess fallin að blanda geði við Guð. „Hvað ætti annars að segja við fólk sem bið- ur heitt og innilega fyrir heilsu barna sinna en missir hana samt, er það af því það bað ekki nóg?“ spyr Hjálmar. Hann segir erfiðleika mæta öllum, hvort sem þeir séu trúaðir eða ekki, og það sé eðli Krists að ganga inn í aðstæður með fólki. Mörgum finnist auðveldara að fást við erfiðleikana með hans fólki. Sýnir af hverju við viljum þjóðkirkju Hjámar segir sem betur fer ekki mikið um svona fjármagnanir á Íslandi eða á hinum Norðurlöndunum þar sem eru þjóðkirkjur sem fjármagnað- ar eru með öðrum hætti. Hann bend- ir aftur á móti á að í Bandaríkjunum sé mikið um redika a og fjármögnun til trúarstarfs sé þar umfangsmikil. „Það er eðlilegt að biðj um fjárstyrki eins o félög gera oft en það er ekki hægt að lofa neinu á móti út á sambönd sín við Guð.“ Ekki náðist í Eirík Sigurbjörnsson við vinnslu fréttarinnar. MÁNudagur 18. JÚNÍ 20072 Fréttir DV Nýr dráttarbátur í Fjarðabyggð Nýr bátur var tekinn í notkun og honum gefið nafnið Vöttur, við hátíðlega athöfn í Fjarða- byggð í gær. H lga Jónsdóttir bæjar tjóri gaf nýja dráttarbátn- um nafn og Séra Davíð Baldurs- son blessaði hann. Dráttarbáturinn sem er með stærri dráttarbátum á landinu er af Damen gerð, skrokkurinn var smíðaður í Póllandi en hann var settur saman í höfuðstöðvum Damen í Hollandi. Báturinn er 96 tonn með tveimur 1.000 hest- afla vélum. Vegna komu fleiri og stærri flutningaskipa til Mjóeyr- arhafnar meðal a nars í te gsl- um við álver Alcoa Fjarðaáls var talið nauðsynleg fyrir Fjarða- byggðarhafnir að hafa öflu n drát arbát til umráða. Kennarar vilja betri laun „Samkvæmt tölum frá kjara- rannsóknarnefnd opinberra starfsmanna þá er komið fram launabil á kjörum framhalds- skólakennara og annarra meðlima í Bandalagi háskóla- manna,“ segir Aðalheiður Steingrímsdóttir, o maður Félags framhaldsskólakennara. Samninga efnd félagsins lýsti því yfir á dögunum að verulegt átak þurfi til að leiðrétta laun ken ara í framhaldsskólum. „Ef við lítum aftur til ársins 2001 þá náðu framhaldsskóla- kennarar að leiðrétta hlut sin í samræmi við kjör annarra félaga í Bandalagi háskóla- ma na. Árið 2005 náðust svo nýir samningar en framhalds- skólaken rar hafa ekki notið neins launaskriðs miðað við hefðbundna viðmiðunarhópa í Bandalagi háskólamanna,“ seg- ir Aðalheiður. Löndunarb n u helgar Fiskimenn á dagróðrarbát- um fá ekki að landa óslægðum fiski um helgar fyrr en í s pt- ember næstkomandi. Sjávarútvegs áðuneytið bannar löndun óslægðs fisks frá 1. júní og til lok ágúst. Þetta er gert til að tryggja að gert sé að aflanum samdægurs, eða innan tólf klukkustunda frá því honum er landað. Þett er gert til að tryggja gæði fisksins. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Ferðamön um fjölgar „Aukin áhersla hefur verið lögð á markaðssetningu á vetrar- ferðir undanfarið og verður svo áfram,“ segir Ársæll Harðarson, forstöðumaður markaðssviðs Ferðamálastofu. Ferðamönnum sem fóru um Leifsstöð fjölgaði um tæp 17 pró- sent fyrstu fimm mánuði ársins, sé miðað við sam tímabil í fyrra. Í fyrra voru þeir rúmlega 104 þúsund en 122 þúsund í ár. Flestir ferða- menn sem k mu til Íslands ko u frá Bretlandi og var fjölguni hlutfallslega mest meðal þeirra. Alls hefur erlend- um ferðamö num fjölgað um rúmlega 43 prósent frá 2003. ðstoðarlögregl stjóri segir ð bregðast þurfi við ofsaakstri bifhjólamanna og annarra: Ofsaa stur geti varðað fjögurra ára fangelsi „Við teljum fullt tilefni til þess að bregðast við þessu í ljósi þess að til- fellum glæfr aksturs hefur fjölgað. Hægt er að ákæra ökumenn sem ger- ast up vísir að ofsaakstri fyrir brot á almennum hegingarlögum og getur það varðað allt að fjögurra ára fang- elsi,“ segir Jón H.B. Snorrason, að- stoðarlögreglustjóri á höfuðborgar- svæðinu um viðbrögð embættisins við ofsaakstri bifhjólamanna og ann- arra ð undanförnu. Í almennum hegningarlögum segir að hver sá sem í ábataskyni, af gáska ða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í aug- ljósan háska geti sætt fangelsi allt að fjó um árum. A sög Jóns hefur þessu ákvæði lítið verið beitt heldur sé oft st ákært að ins fyrir brot á um- ferðarlögum. Jón segir glæfraakst- ur á mótorhjólum færast í aukana með vaxandi mótorhjólaeign jafn- framt því að hjólin verði sífellt kraft- meiri. „Því hraðar sem hjólin komast því hættulegri ve ða þau. Það þarf að bregðast ið þessu því ofsaakstur eins ökumanns setur alla í umferð- inni í hættu. Aksturslagið getur líka skapað ótta og viðbrög hjá öðrum ökumönnum sem geta haft alvarleg- ar afleiðingar,“ segir Jón. Eins segir hann hægt að gera ökutæki upptæk í tengslum við refsimál og andviðri þess látið renna í ríkissjóð. Hann segir það vel þekkt í refsimálum að tæki sem b ot eru fram með séu gerð upptæk. Tryggingafélög eiga endurkröfu- rétt á á sem valda tjóni af ásetn- ingi eða stórkostlegu gáleysi og geta þau skotið máli, sé grunur um slíkt, til endurkröfunefndar sem skipuð er af dómsmálaráðherra. Helgi Jó- hannesson, formaður endurkröfu- nefndar, segir fólk sem gerist upp- víst að stórkostlegtu gáleysi geta átt von á kröfu upp á milljónir. Á síðasta ári tók nefndin 103 mál til úrskurð- ar og samþykkti nefndin endurkröfu að öllu leyti eða hluta í 98 málum. Til samans námu kröfurnar 29 millj- ónum króna og var hæsta einstaka krafan upp á þrjár milljónir króna. Fles ar endurkröfurnar eru vegna ölvunaraksturs en einnig vegna akst- urs án réttinda og ofsaaksturs. hrs@dv.is Hraðakstur aðstoðarlögreglustjóri telur brýnt að bregaðst við ofsaakstri. Sjónvarpsstjóri Omega sendir út bréf til fólks þar sem það getur strikað undir það sem það vill og Guð á að veita þeim - hærri bankainnistæðu eða nýjan bíl. Á sömu blaðsíðu eru reitir fyrir kortanúmer viðkomandi. Dómkirkjuprestur segir þetta að minnsta kosti ósmekklegt og að ekki eigi að nota bænina sem stjórntæki á Guð. „Þetta eru að- eins nokkrar þeirra bl ssana sem Guð vill þér til handa en hann getur ekki veitt þér þær ef þú ert ekki fús til að sá sáðkorni til að meðtaka blessunina frá Guði.“ OMEGA SELUR BLESSUN GUÐS Bréfið frá Omega Það eru engin takmörk hvað guð getur gert fyrir þig segir efst á síðunni og aðeins neðar er óskalisti sem hægt er að merkja við. Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur Finnst rangt að telja fólki trú um að þeir geti fengið guð til þess að mismuna fólki. HJördíS rut SigurJónSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Eiríkur Sigurbjörns- son, sjónvarpsstjóri Omega Segist geta beðið guð um nýrri og dýrari bíl handa fólk láti það fé af hendi rakna til Omega. Heimildir Íslands til Bandaríkja- ma na vegna Íraksstríðsins hafa að öllum líkindum ekki verið afturkall- aðar. Þetta kom fram á þingfundi á Alþingi í gær en þá spurði Valgerð- ur Sverrisdóttir, varaformaður Fram- sóknarflokksins, Geir H. Haarde for- sætisráðherra út í heimildir vegna stríðsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan- ríkisráðherra sagði í síðustu viku að stefnubreyting hefði orðið með hinni nýju ríkisstjórn í málefnum tengdum stríðsrekstrinum í Írak. Valgerður og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, kröfðust staðfesting- ar á því að þessi orð Ingibjargar væru rétt. „Ríkisstjórnin h rmar ástandið í Írak og margt hefur farið á annan veg en til var ætlast í upphafi. Við ákváð- um ð styðja innrásina á sínum tíma og það er söguleg staðreynd. Þróun- in hefur ekki orðið á þann veg sem flestar vestrænar þjóðir óskuðu sér,“ var meðal þess sem Geir H. Haarde sagði. Steingrímur sagði að þessi mál yrðu að komast á hreint sem fyrst. „Það er ljóst á orðum forsætisráð- herra að þessi heimild hafi ekki ver- ið formlega afturkölluð. Ég hef eng- ar skýringar fengið á því. Var þessi heimild tímabundin?“ sagði Stein- grímur, g ítrekaði spurningu sína. Lúðvík Bergvinsson, formaður þing- flokks Samfylkingarinnar, sagði að stefnubreyting væri í þessum efn- um hjá hinni nýju ríkisstjórn og sagði Lúðvík að Bandaríkjamenn hefðu tekið eftir þessari breytingu. Það væri klárt. Valgerður sagði að henni þætti nauðsynlegt að þjóðin viti hvernig þessi mál standi. Ég skil það þannig á svari Geirs að hér hafi ekki farið fram nein breyting. Orð utanríkisráðherra í síðustu viku eru því röng og það er alvarlegt,“ sagði Valgerður og bætti því við að það væri engin stefnubreyting að harma þessa innrás. Þrjú hundruð fermetra íbúð í fjölbýl- ishúsi í Skuggahverfi í miðbæ Reykja- víkur er verðlögð á um 230 milljónir. „Ég myndi segja að þetta væri hæsta verð á íbúð í fjölbýlishúsi sem ég hef heyrt um,“ segir Stefán Hrafn Stef- ánsson, héraðsdómslögmaður og löggiltur fasteignasali. Harpa Þorláksdóttir, mark ðs- stjóri 101 Skuggahverfis, segir að vel gangi að selja íbúðirnar. „Það má kalla þessa íbúð einbýlishús á tut- tugustu hæð,“ segir Harpa. Dýrasta íbúðin er 313,2 fermetr- ar en viðmiðunarverðið á þeirri íbúð er 229,5 milljónir en aðeins ein íbúð er af þessari gerð. Íbúðin er á tveim- ur hæðum með tveimur svefnher- bergjum, þakgarði, borðstofu og bókastofu. Borðstofan er 34 fermetr- ar og bókastofan er 45,7 fermetrar. Til samanburðar er nýja bókasafnið í Vallaskóla á Selfossi um 60 fermetrar sem yfir 200 börn þurfa að gera sér að góðu. Ódýrasta íbúðin í áfa ga tvö í Skuggahverfinu er verðlögð á 83 miljónir en hún er um 136 fermetrar. Í þeirri íbúð er meðal annars bóka- stofa og 40 fermetra stofa. 735 þúsund fermetrinn „Þetta er auðvitað eftirsótt svæði, nýjar og glæsilegar byggingar með fallegt útsýni við strandlengjuna,“ segir Stefán Hrafn. „Íbúðin sem um ræðir er væntanlega sérhönnuð þak- íbúð en samkvæmt þessu er verð á fermetranum 735 þúsund. Það er töluvert hærra en við eigum að venj- st enda hef ég ekki séð svona hátt fe metraverð áður. Okkur bregður ekkert sérstaklega við upphæðir eins og 500 þúsund krónur fyrir fermetr- ann á nýjum og glæsilegum íbúð- um í miðbænum þótt algengara sé að verðleggja íbúðir í Lækjargötu eða í Þingholtunum á þrjú til fjögur hundruð þúsund fermetrann.“ Verðið ekkert óeðlilegt Harpa segir verðlagningu íbúð- arinnar ekkert óeðlilega. „Við teljum að verðlagningin sé rétt og eðlileg, sérstaklega ef tekið er tillit til þess að þetta eru glæsilegar íbúðir í mið- borginni,“ segir Harpa. Stefán Hrafn segir að hægt sé að leita skýringar á ve ðinu með því að skoða framboð og eftirspurn. „Markaðurinn er auð- vitað að svara eftirspurninni. Rétt verð hlýtur alltaf að vera það sem einhver er tilbúinn að borga, það er því ekki hægt að segja að þetta séu rangt verð eða vitlaust ef einhver er tilbúinn til þess að borga þessa upp- hæð. En þetta eru vissulega hærri tölur sem við höfum heyrt áður,“ seg- ir Stefán. Hátt fermetraverð Stefán Hrafn segir að hæstu verð á blokkaríbúð sem h nn hafi kynnst séu á bilinu 50 til 100 millj- ónir og hæstu verð á einbýlishús- m sé á bilinu 100 til 250 milljónir. „Hátt verð og hátt verð er hins veg- ar ekki hið sama því fermetraverðið segir auðvitað mest og 735 þúsund á fermetrann er mun hærra en ég hef nokkurn tíma komið að sölu á,“ seg- ir hann. „Rjóminn af íbúðunum“ Að sögn Hörpu, markaðsstjóra 101 Skuggahverfisins, er mikill áhugi fyrir öðrum áfanga hverfis- ins, en tekið er við tilboðum í þenn- an áfanga til 18. júní. Um er að ræða 13 íbúðir og heildarviðmiðunarverð íbúðanna er rúmur einn og hálfur milljarður Stefán Hrafn segir að nú sé ver- ið að selja eftirsóttustu og dýrustu íbúðirnar í Skuggahverfinu. „Þeir eru auðvitað að fara af stað með rjómann af þeim íbúðum sem selja skal í þessum húsum en það eru þessar 13 efstu hæðir. Það eru göm- ul sannindi og ný að eftir því sem maður fer hærra í íbúðirnar eru þær dýrari og efstu hæðirnar í svona glæsihýsum eru í flestum tilfellum dýrast r. Þegar um er að ræða þak- íbúðirnar þá eru þær eftirsóttastar og dýrastar,“ segir hann. DV Fréttir miðvikudagur 13. júní 2007 7 191 milljarðs króna hlut í Kaupþingi, Bakkavör, Exista á Íslandi og Flögu. Að auki hefur Ólafur Ólafsson stofn- að félagið Kjalar Invest BV, sem er metið á 90 til 100 milljarða í heild- ina. BV-endingin í nafni fyrirtækj- anna þýðir einfaldlega hlutafélag í Hollandi. Ekki verið að skjóta unda skatti Með því að fara þessa leið nýta fyrirtækin sér rýmri reglur um skatt- lagninu á gengishagnaði í Hollandi heldur en eru í gildi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum sem DV leitaði hjá greiningardeild Glitnis eru áhrifin af þessum tilfærslum óveruleg fyrir íslenska ríkið. Það verði reynd- ar af skatttekjum því félögin sem um ræðir ná að fresta skattgreiðslu fram í hið óendanlega á meðan þau end- urfjárfesta söluhagnaðinn. Málið snýst m að fyrirtæki sem skipta fyrir milljarða króna á ári leita allra leiða til þess að borga sem minnstan skatt innan þess ramma sem lögin leyf eða fresta skattgreiðslum. Með því að fresta skattgreiðslu losna fjárfest- ar við mikla fjárbindingu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskatt- stjóra kemur hins vegar til skattlagn- ingar á uppsöfnuðum söluhagnaði um leið og fjárfestar útleysa hagnað- inn en fjárfesta ekki aftur. Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri telur áhrifin jafnframt óveruleg og sagði í samtali við DV a hann ger i lítið úr því að mikið tekjutap verði af þessum leiðum. Eðlilegt að samræma reglur Það er mat bankamanna sem DV ræddi við að þessar aðferðir fyrir- t kjanna hefðu ekkert með skatta- undanskot að gera, einhvern tíma komi að því að fyrirtækin greiði skatt af söluhagnaðinum, en þessi leið geri þeim þó kleift að fresta katt- lagningu um óákveði n tíma. Eðli- legt væri þó að samræma skattaregl- ur hér á landi við ríki Vestur-Evrópu til þess að sa ræmast hinu alþjóð- lega viðskiptaumhverfi og koma í veg fyrir að fyrirtækin þurfi að fara þessar krókaleiðir. Í mörgu löndum Evr- ópu sé mikil samkeppni um að lokka stórfyrirtæki til sín, með því að skapa þeim hagstætt starfsumhverfi og Ís- lendingar verði að fara sömu leið. Með því að lækka skatta sjái stór fyr- irtæki sér hag í að færa aðalstöðvar sínar til landsins og skatttekjur ríkis- ins hækki á endanum. S mkvæm upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu eru reglur um skattlagningu á söluhagnaði fyrir- ækja hér á landi í endurskoð n. Hannes Smárason Eigandi Oddaflugs Bv í Hollandi sem á 47 milljarða króna hlut í FL group. Í nýrri blokk í Skuggahverfinu er til sölu íbúð á 230 milljónir. Fermetraverð með því hæsta sem þekkist í fasteignaheiminum, 735 þúsund. Vel gengur að selja íbúðirnar. Borðstofan er 34 fer- metrar og bókastofan er 45,7 fermetrar. Til samanburðar er nýja bókasafnið í Valla- skóla á Selfossi um 60 fermetrar sem yfir 200 börn þurfa að gera sér að góðu. KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD. blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is Hæst ver s m heyrst hefur Stefán Hrafn verðið á þakíbúðinni í áfanga tvö í Skuggahverfinu er hæsta verð sem Stefán hefur heyrt. Harpa Þorláksdóttir að sögn Hörpu hefur gengið vel og mörg tilboð eru komin í íbúðirnar í áfanga tvö í Skuggahverfinu. Blokkin í miðjunni íbúðin sem um ræðir er á efstu hæð í blokkinni í miðið en íbúðin er 313 fermetrar. Útsýnið úr dýru íbúðinni Það er ótrúlegt útsýni úr dýrustu íbúðinni í Skuggahverfinu. Valgerður Sverrisdóttir Fyrrverandi utanríkisráðherra segir að það sé nauðsynlegt að vita hvernig málin standi. Engin breyting á heimildum vegna Íraksstríðsins, segir V lgerður Sverrisdóttir: Hei ldi Bandaríkjahers enn í gildi 13. júní 2007 13. júní 2007 14. júní 2007 18. júní 2007
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.