Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 60
36 menning Helgarblað 16. júní 2017
Þ
að er misjafnt hvernig forríkt
fólk ráðstafar auði sínum, en
óhætt er að segja að Banda-
ríkjamaðurinn Albert C.
Barnes hafi þar hagað sér vit-
urlega. Hann var ástríðufullur mál-
verkasafnari og þegar hann lést í
bílslysi árið 1951, 79 ára gamall, var í
hans eigu stærsta einkasafn af verkum
impressjónista, póst-impressjónista
og módernista. Þar á meðal voru 69
verk eftir Cézanne, 59 eftir Matisse, 46
eftir Picasso og 181 eftir Renoir. Hann
átti einnig verk eftir Van Gogh, Manet,
Monet, Modigliani, Degas, Rousseau,
Gauguin og Toulouse-Lautrec, svo
einungis örfá nöfn séu nefnd.
Eins og í fjársjóðshelli
Barnes Foundation í Fíladelfíu hýs-
ir þetta mikla og undurfallega einka-
safn en þar eru rúmlega 3.000 munir,
þar af 900 málverk. Listaverkasafnið
er á tveimur hæðum og í mörgum
herbergjum. Að koma inn í hvert og
eitt herbergi er eins og ganga inn í
fjársjóðshelli. Veggir eru þaktir lista-
verkum póst-impressjónistanna, im-
pressjónistanna og módernistanna.
Þarna má þó finna innan um verk
mun eldri meistara eins og Titian,
El Greco og Hals. Barnes safnaði
einnig antíkmunum og listmunum
frá Afríku og Asíu. Listaverkin eru því
ekki einungis á veggjum því á gólfinu
standa voldugar antíkmublur og á
þeim eru forláta vasar, ker og glös. Allt
sem þarna sést er listaverk. Barnes
hafði hugsað út í hvert smáatriði og
þessar uppstillingar eru ekki tilviljun.
Hann sagði sjálfur að þegar listmun-
um, sérstaklega þeim afrísku, væri
stillt upp nálægt myndunum yrðu
þær enn betri.
Mikil nánd við listaverkin
Þeir sem áhuga hafa á listasögu
þekkja handbragðið og eiga ekki í
erfiðleikum með að ráða í það hvaða
heimsþekkti málari hafi málað hverja
mynd. Þarna eru mjög þekkt verk
eins og Pósturinn eftir Van Gogh,
en einnig minna þekkt verk og nær
undantekningarlaust undurgóð. Það
er einmitt stór þáttur í upplifuninni í
Barnes-safninu að sjá verk sem sjást
ekki í stóru listasöfnunum, en eru um
leið gerð af meistara höndum.
Frægustu listasöfn heims eru yfir-
leitt nokkuð yfirþyrmandi vegna stærð-
ar sinnar og þar er auðvelt að villast.
Fjöldi listaverka gerir síðan að verkum
að sá sem á safnið kemur sér yfirleitt
ekki nema brot af því sem þar er til sýn-
is. Þetta á ekki við um Barnes-safnið.
Þar þarf enginn að villast. Hin hæfilega
stærð gerir að verkum að listunnand-
anum finnst hann vera í mikilli nánd
við verkin. Meistari Matisse sagði að
Barnes-safnið væri eitt það áhuga-
verðasta við Ameríku. Þar mætti sjá
verk gamalla meistara við hlið verka
yngri málara og einmitt það veitti þeim
áhugasömu innsýn í fjölmargt sem
kennarar gætu ekki kennt þeim.
Renoir á metið
Barnes, sem var lyfjafræðingur og
viðskiptajöfur, var orðinn forríkur 35
ára gamall. Hann hafði glöggt auga
fyrir góðri list og varð ástríðufullur
safnari. Hann hafði einnig vit á því
að leita álits fagmanna og keypti iðu-
lega verk eftir ráðgjöf. Árið 1912 þegar
hann var í París kynntist hann Ger-
trude og Leo Stein og á heimili þeirra
hitti hann listamenn á borð við Henri
Matisse og Pablo Picasso, en fjöldi
verka þeirra var í eigu hans. Renoir á
þó metið því Barnes átti tæplega 200
verk eftir hann og sagðist ekki geta átt
of margar myndir eftir listamanninn.
Það er mikil upplifun að heim-
sækja Barnes Foundation. Enginn
sem heimsækir Fíladelfíu ætti að fara
þaðan án þess að heimsækja safnið
og gleyma sér innan um hina eilífu
fjársjóði Alberts Barnes. n
Eilífir fjársjóðir
Alberts Barnes
n Í Fíladelfíu er listaverkasafn sem unun er að skoða
n Glæsilegt einkasafn manns sem kunni að ráðstafa auði sínum
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Rosa La Rougue Þetta
kraftmikla olíumálverk Toulouse-
Lautrec af vændiskonunni Rósu
kallar á athygli áhorfandans.
Heillandi Monet Það er ekki annað hægt
að en hrífast af þessari fallegu mynd og
kyrrðinni sem í henni býr.
Jeanne Hébuterne Mynd Modigliani af
ástkonu sinni.
Barnes Foundation Hýsir
stórbrotið listaverkasafn.
Albert
Barnes
Ástríðufullur
myndlistar-
safnari.
Metsölulisti
Eymundsson
8.– 14. júní 2017
Allar bækur
1 Með lífið að veðiYeonmi Park
2 EftirlýsturLee Child
3 Gestir utan úr geimnum Ævar Þór
Benediktsson
4 Litla bakaríið við Strandgötu
Jenny Colgan
5 Talin afSara Blædel
6 Independent PeopleHalldór Laxness
7 Morðið í GróttuStella Blómkvist
8 Sagas Of The Icelanders
Ýmsir höfundar
9 BrestirFredrik Backman
10 HÍF OPP! Gaman-sögur af íslenskum
sjómönnum
Guðjón Ingi Eiríksson
Handbækur / Fræði-
bækur / Ævisögur
1 Með lífið að veðiYeonmi Park
2 HÍF OPP! Gaman-sögur af íslenskum
sjómönnum
Guðjón Ingi Eiríksson
3 Stofuhiti Bergur Ebbi Benediktsson
4 Gæfuspor - Gildin í lífinu
Gunnar Hersveinn
5 171 Ísland: Áfanga-staðir í alfaraleið
Páll Ásgeir Ásgeirsson
6 Býr Íslendingur hérGarðar Sverrisson
7 Volcano SudokuÝmsir höfundar
8 109 Sudoku bók 13
9 Íslensk litadýrð-Colorful Iceland
Elsa Nielsen
10 Náðu tökum á félagskvíða
Sóley Dröfn Davíðsdóttir