Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Síða 64
40 menning Helgarblað 16. júní 2017
Matthew Whelpton og alþjóðlegur hópur vísindamanna reyna að skilja heilann betur með því skoða hvernig Íslendingar panta sér kaffi
Þ
egar þú lest þessi orð fer
heilinn þinn á fullt, rafboð
skjótast milli stöðva í heil
anum til að nema, túlka og
vinna úr upplýsingunum í
textanum fyrir framan þig. Ef þú átt
erfitt með að skilja setninguna prófar
þú að lesa hana aftur en ef það geng
ur ekki stendur þú upp og færð þér
annan kaffi til að vakna almennilega.
Það unga rannsóknarsvið sem
reynir að skilja hvað á sér stað í heil
anum þegar við notum tungumálið
nefnist taugamálfræði. Um þessar
mundir vinnur alþjóðlegur hópur
vísindamanna að þriggja ára rann
sóknarverkefni á sviði taugamál
fræði undir handleiðslu Matthews
Whelpton, dósents í enskum mál
vísindum við Háskóla Íslands. Það
hljómar kannski ótrúlega en mark
miðið er að reyna að skilja heilann
betur með því skoða hvernig Ís
lendingar panta sér kaffi.
Undirliggjandi tungumála-
kunnátta í heilanum
„Í grunninn felst taugamálfræði í því
að reyna að finna út úr því hvern
ig heilinn vinnur úr málvísinda
legu áreiti, hvernig heilinn bregst
við þegar maður heyrir eða les setn
ingar,“ útskýrir Matthew.
„Í gegnum tíðina hafa
málvísinda menn velt mikið fyrir sér
hvað liggi að baki þeim hæfileika
okkar að geta túlkað setningar sem
við höfum aldrei heyrt áður eða tjáð
okkur reiprennandi um fjölbreytta
hluti án þess að hugsa út í það. Fólk
virðist vita ýmislegt um tungumál án
þess þó að gera sér grein fyrir því að
það viti það – það er einhver undir
liggjandi þekking. Fyrir málvísinda
menn er þetta eitthvert abstrakt
þekkingarkerfi en spurningin sem
taugamálfræðin spyr er hvað heil
inn sé að gera og hvernig. Getum
við lært eitthvað um þessa undir
liggjandi tungumálakunnáttu okkar
með því skoða hvernig heilinn vinn
ur úr upplýsingum og getur það sem
við höldum að við vitum um þessa
kunnáttu sagt okkur eitthvað nýtt um
heilann?“ segir hann.
„Til að rannsaka þetta eru nokkr
ir ólíkir þættir skoðaðir. Til dæmis er
skoðað hvernig heilinn vinnur úr til
teknu áreiti, það er hljóði eða skrift.
Svo er skoðað hvernig hann vinnur úr
formgerð tungumálsins. Á íslensku
er til dæmis frekar flókin beyginga
formgerð, orð skipta um form eftir
málfræðilegu samhengi, en auk þess
er ýmislegt í setningafræðinni sem
er mjög flókið þótt það tengist
ekki beygingum. Enn annar
þáttur sem er skoðaður er svo
merkingarfræðin, en fólk hef
ur mestan áhuga á henni –
enda ræðum við saman til að
skilja hvert annað. Það eru því
alls konar þættir sem hægt er
að skoða og skilgreina hvernig
heilinn bregst við. Ein grund
vallarspurningin sem menn
eru að velta fyrir sér er svo
hvort þetta sé algjörlega heild
stætt eða hvort þetta séu nokkr
ir aðgreindir þættir sem heilinn
vinnur á ólíkan hátt úr.“
Mörg sérkenni í íslenskunni
Mennirnir hafa lengi velt fyrir sér
tungumálinu, málvísindum og mál-
fræði en tengslin við taugavísindi
hljóta að vera tiltölulega nýtilkomin,
eða hvað?
„Já, þetta eru vissulega ung fræði
og þess vegna eru ennþá alls konar
getgátur um hvernig hlutirnir virka.
Fólk er til dæmis alls ekki sammála
um hvernig tengslin milli þekkingar
innar og heilans eru og hvort það sé
yfirhöfuð einhver munur. Við erum
því enn að reyna að skilgreina hvað
fræðin eru og það gerir þetta mjög
spennandi og lifandi fræði. Þar að
auki er þetta mjög þverfaglegt svæði
og þarna spila meðal annars saman
málvísindi, sálfræði og taugafræði.“
Hafa þá nokkuð verið unnar ein-
hverjar rannsóknir á íslensku tungu-
máli og heilanum?
„Það hefur verið unnin mjög
mikil væg rannsókn um málstoð.
Sigríður Magnúsdóttir talmeina
fræðingur hefur unnið mikla rann
sókn um meiðsli á heilanum og
hvaða áhrif þau geta haft. En það hef
ur ekki neitt verið rannsakað hvernig
heilinn í heilbrigðum einstaklingum
vinnur úr íslensku. Það er hins vegar
ljóst að íslenskan hefur mörg sér
kenni sem geta nýst við slíkar rann
sóknir.“
Skiptir það þá máli hvaða tungu-
mál er rannsakað? Búa ólík tungu-
mál yfir einhverjum sérstökum þátt-
um sem geta hjálpað okkur að skilja
virkni heilans?
„Við búumst ekki beinlínis við því
að heilinn vinni í einhverjum djúp
stæðum skilningi á ólíkan hátt úr
ólíkum tungumálum, en jú, það er
ýmis legt í íslensku sem er áhugavert.
Verkefnið sem ég er að taka þátt í byrj
aði þannig árið 2013 eftir að Alan Ber
etta, prófessor við Michigan State Uni
versity, las grein eftir Joan Maling sem
fjallaði meðal annars um íslensku. Þar
rakst hann á málfræðiatriði sem hon
um fannst mjög áhugavert en hafði
ekkert verið rannsakað taugamál
fræðilega. Það sem vakti athygli Ber
etta er atriði sem Íslendingum finnst
oftast hljóma mjög hversdagslegt –
það er hvernig við pöntum kaffibolla.“
Annar kaffibolli
Hvernig pantar maður kaffi á annan
hátt á íslensku en fólk gerir á erlend-
um tungumálum?
„Ef maður pantar kaffi á ensku
getur maður sagt „I'll have another
coffee“ – ég ætla að fá enn einn bolla
af kaffi. Ef maður breytir samhenginu
og er staddur í fyrir tæki sem er að
selja kaffibaunir getur maður líka
sagt „I'll have another coffee,“ en þá
þýðir það að maður vilji aðra kaffi
tegund. Í þessum tveimur tilfellum
er því enginn munur á málfræðinni
en merkingin fer einungis
eftir samhenginu.
Þegar maður pantar á
íslensku segir maður hins
vegar „Ég ætla að fá ann
an kaffi.“ Kaffi er í hvorug
kyni en annan er karlkyns
beygingarform. Þetta er
mjög áhugavert því maður
sér sjaldan svona aug
ljóst beygingarmisræmi. Það skilja
hins vegar allir að maður er í raun að
beygja við ílátið sem kaffið er í, kaffi
bollann, án þess að það þurfi að taka
það fram. Í kaffifyrirtækinu getur ís
lenskur maður hins vegar sagt „Ég
ætla að fá annað kaffi.“ Hérna er sam
ræmið styrkt af kaffi og þá þýðir það
aðra tegund af kaffi. Í þessum tveimur
tilvikum er því beygingarmunur sem
maður sér ekki í enskunni. Í seinna
dæminu getur maður hins vegar ekki
sagt „Ég ætla að fá aðra kaffi“ þó að
allir ættu að geta skilið að ég sé að
tala um aðra kaffitegund. Hvað varð
ar tegundir er íslenskan eins og ensk
an en hvað varðar ílátið er íslenskan
alveg sér á báti.
Þetta er mjög spennandi fyrir
taugamálfræðina því þetta gerir
okkur kleift að bera saman hvað
heilinn gerir annars vegar þegar
hann tekur eftir ósamræmi í sam
hengi þar sem það er málfræðilega
leyfilegt, þar sem maður bætir við
setningarfræðilegum upplýsingum
í bakgrunninum – annan kaffi. Og
svo hins vegar hitt að bæta inn
merkingarfræðilega þar sem setn
ingarfræðilega er allt eins og sýn
ist – annað kaffi. Þarna er hægt að
skoða merkingarfræðina á móti
setningarfræðinni og sjá hvernig
heilinn bregst við.“
Bætum bollanum við ómeðvitað
Við rannsóknirnar notast teymið
meðal annars við heilarita (EEG), eins
konar hettu sem skynjar rafvirkni í
heilanum og sýnir hvernig hún breyt
ist í rauntíma þegar manneskjan reyn
ir að skilja ólíkar setningar sem hún
les eða heyrir. Auk þess hefur teymið
notast við augnhreyfingamæli til að
fylgjast með augnhreyfingum fólks
þegar það les. Fyrstu tilraunirnar voru
unnar árið 2013 en í fyrra hlaut verk
efnið svo rannsóknarstyrk frá RANNÍS
til að rannsaka kaffimálið áfram.
„Við unnum rannsókn sem var
birt sem grein í tímaritinu Brain and
Language árið 2014. Rannsóknin
sýndi að það er greinilegur munur á
því hvernig heilinn bregst við í þessu
ólíka samhengi. Ef maður heyrir „ann
an kaffi“ fer allt á fullt í heilanum strax
þegar maður heyri kaffi en ef maður
bætir við bolla; segir „annan kaffi …
bolla,“ þá gerist ekki neitt slíkt – boll
inn var nú þegar kominn inn. En ef við
segjum „aðra sósu …“ hugsar fólk um
aðra sósutegund, en ef við bætum svo
við „skál“ þá gerir heilinn sér grein
fyrir að það var ekki verið að tala um
tegund heldur ákveðið ílát og þarf að
vinna á fullu. Þarna sést augljóslega
hvernig heilinn vinnur á mismunandi
hátt út frá setningarfræðilegum og
merkingarfræðilegum upplýsingum.“
Mánudaginn 19. júní frá klukkan
10 til 15 fer fram opið málþing í Há-
skóla Íslands um taugamálfræði. Með-
limir alþjóðlegs ráðgjafahóps rann-
sóknarverkefnisins Heili og tungumál,
sem eru leiðandi vísindamenn á sviði
taugamálfræði, flytja erindi auk þess
sem þær niðurstöður sem nú þegar
liggja fyrir úr rannsóknum verkefnis-
ins verða kynntar. n
„Það sem
vakti athygli
Burretta er atriði
sem Íslendingum
finnst oftast hljóma
mjög hversdagslegt
– það er hvernig við
pöntum kaffibolla.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
Annar kaffi
er lykillinn
að heilanum
Flókið fyrirbæri Heilinn er
gríðarlega flókið líffæri en nú vinna
taugamálfræðingar hörðum höndum
að því að skilja hvernig hann vinnur
úr orðum og setningum sem honum
berast. Mynd (TechKnoW/Al JAzeerA AMericA)
Stýrir stóru rannsóknarverkefni um heila og tungu-
mál Matthew Whelpton, dósent í enskum málvísindum við
Háskóla Íslands, er einn verkefnisstjóra rannsóknarverkefn-
isins Heili og tungumál: taugamálfræði og samspil setninga-
gerðar og merkingar í íslensku. Mynd KriSTinn inGvArSSon
„Annan kaffi“
Þegar Íslendingar
panta sér kaffibolla
númer tvö biðja þeir
um „annan kaffi.“
Taugamálfræðingar
ætla núna að nota
þetta beygingamis-
ræmi, og hvernig
fólk vinnur úr því, til
auka skilning á virkni
heilans.