Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 25
fólk - viðtal 25Helgarblað 23. júní 2017 „Ég var búinn að velta þessu fyrir mér sennilega í þrjátíu ár,“ segir hann. „Upp úr 1980 byrjaði ég að finna að þeir sem áttu erindi við mig upp á Morgunblaðið töluðu öðruvísi en ég hafði áður kynnst. Áður hafði ég kynnst hreinskiptn­ um umræðum, hvort sem um var að ræða skoðanabræður mína eða pólitíska andstæðinga. Nú fór ég að taka eftir því að menn voru að reka ákveðin erindi og töluðu eins og þeir töldu að ég vildi heyra. Þessi þróun, sem ég var far­ inn að finna upp úr 1980, magn­ aðist óskaplega mikið á síðustu árunum fyrir aldamót og fyrstu árunum eftir aldamót þegar pen­ ingar voru farnir að spila gríðar­ lega stóra rullu í okkar samfé­ lagi. Svo að segja allt var með einhverjum hætti orðið falt fyrir peninga. Þetta var mjög harkaleg hagsmuna barátta sem snerist meira og minna öll um peninga. Þetta fannst mér í æ meira mæli vera orðið mjög ógeðslegt. Ég var að ganga út af fundi undirnefndar rannsóknarnefndar Alþingis þegar ég sneri mér við og sagði þessi orð. Ég var að segja það sem mér fannst – og finnst enn. Ég hef ekki skipt um skoðun. En þetta var ein hlið samfélagsins, þar er margt annað sem er mjög gott. Samfélagið var mjög meðvirkt á árunum fyrir hrun. Ég held að sú meðvirkni hafi átt þátt í hruninu. Það má líka segja að fámennið hafi átt sinn þátt í þessari meðvirkni. Við erum svo fá og þekkjumst svo mikið. Návígið og fámennið hefur áhrif á okkur og það skapar með­ virkni. Þessir veikleikar í samfélagi okkar áttu þátt í hruninu. Verst er að við höfum ekki náð að læra af því. Það sem tókst í sambandi við hrunið var að ákveðin dómsmál voru kláruð. Annað hefur ekki ver­ ið klárað. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki gert upp sína stöðu. Sjálfstæðis­ flokkurinn sat í ríkisstjórn frá 1991–2009 og ber mikla ábyrgð á því sem gerðist á því tímabili. Þetta uppgjör var hafið innan flokksins en því lauk aldrei. Hið sama á auð­ vitað við um hina hefðbundnu flokka, fyrir utan VG sem ekki átti aðild að ríkisstjórn á þessum árum.“ Verður að koma böndum á hagsmunaöflin Hvernig finnst þér þessi ríkisstjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins vera að standa sig? „Ég held að það sé ekki hægt að fella neina dóma um þessa ríkis­ stjórn þegar hér er komið sögu. Hún er ekki farin að takast á við hin stóru mál, eins og gengisstyrk­ inguna, sjávarútvegsmálin og ESB. Þetta eru allt saman átakamál sem ekki er farið að snerta við. Vandamál Sjálfstæðisflokksins er að hann hefur misst fjórðung af sínu gamla fylgi sem var í marga áratugi mjög stöðugt, 37–38 pró­ sent og stundum yfir 40 prósent. Nú hefur hann lengi verið í plús eða mínus 25 prósentum og virð­ ist ekki ætla að komast yfir 30 pró­ sent. Þetta hefur gjörbreytt stöðu flokksins. Í dag er Sjálfstæðisflokkurinn í þeirri lykilstöðu sem hann er, ekki vegna styrkleika síns heldur vegna þess hvað andstæðingar flokksins eru sundraðir og skipt­ ir upp í marga flokka. Um leið og andstæðingarnir átta sig á þessu og stilla saman strengi sína og ná betur saman getur vel verið að upp komi sama staða á lands­ vísu og í Reykjavík. Við misstum meirihlutann í Reykjavík og okkur hefur ekki tekist að ná honum aftur með varanlegum hætti. Þetta er áhyggjuefni fyrir Sjálfstæðis­ flokkinn.“ Hvað segirðu um þá gagnrýni, sem heyrist iðulega, að Sjálfstæðis­ flokkurinn sé flokkur sérhags­ munaafla? „Ef maður horfir á sögu flokks­ ins þá er engin spurning um að þar hafa verið alls konar hags­ munaöfl. Auðvitað eru þau innan allra flokka, bara með mismun­ andi hætti. Það er kannski skýrast í svona stórum flokki, en sýnir sig sannarlega í öllum flokkum. Í gamla daga, um það bil þegar ég var að fæðast, þá voru átök innan Sjálfstæðisflokksins, annars vegar milli útgerðarhags­ muna og verslunarhagsmuna. Út­ gerðarmennirnir vildu gengis­ lækkun og heildsalarnir vildu ekki gengislækkun vegna þess að þeir voru með erlend lán. Út­ gerðarmennirnir urðu ofan á og á tímabili voru heildsalarnir sumir hverjir á barmi gjaldþrots. Eftir stríð og á fyrstu árum kalda stríðsins voru annars konar hags­ munaátök í samfélaginu. Þá byggðist upp mjög sterkur og öfl­ ugur verkalýðsarmur í Sjálfstæðis­ flokknum sem hafði gríðarlega mikil áhrif í 15–20 ár, þar á meðal á viðreisnarárunum. Hann vó upp á móti þessum atvinnulífshags­ munum sem auðvitað voru áfram til staðar innan flokksins. Hér áður fyrr endurspeglaði Sjálfstæðis­ flokkurinn samfélag okkar betur en nokkur annar flokkur vegna þess hversu breiddin var mikil og fólk sem kom úr margvísleg­ um ólíkum áttum átti sér samleið í þessum flokki. Þetta hefur breyst. Eitt af því sem mér finnst að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki gert upp við í sinni sögu, og hefði átt að gera eftir hrun, er samspil ólíkra hagsmuna innan flokksins. Við berjumst fyrir einstaklings­ framtaki og frelsi í viðskiptum, en hver er raunveruleikinn í okkar samfélagi? Hvar er hinn frjálsi markaður á Íslandi sem við höfum talið okkur vera að berjast fyrir? Hann er ekki til nema í mjög litl­ um mæli. Fyrir 25–30 árum var einokun á millilandaflugi þótt það mætti ekki kalla það því nafni. Það var fá­ keppni í skipaflutningum á milli landa. Það var reynt að stofna lítil skipafélög til að keppa við þessi fyrirtæki en þau voru kæfð í fæðingu af stærri keppinautum. Svona er hægt að halda áfram með olíufélögin, tryggingafélögin, bankana og svo framvegis. Þá liggur beint við að átta sig á að innan svona stórs og breiðs flokks eru hagsmunaöfl alls staðar á ferðinni. Kannski er eitt stærsta verkefni sem við okkur blasir að koma einhverju skikki á þessi átök hagsmunaafla. Auðvitað verða þau alltaf til en þau mega ekki ráða ferðinni. Það verður að koma einhvers konar böndum á þau, þannig að það séu ekki hags­ munaaðilar sem segja þingi og ríkis stjórn fyrir verkum, eins og var að byrja að gerast á árunum fyrir hrun í krafti peninga.“ Afl fólksins Þú hefur miklar hugmyndir um beint lýðræði og hefur skrifað mikið um það. Heldurðu að það myndi skapa betra þjóðfélag? „Ég hef sannfærst um það með því að fylgjast með okkar samfé­ lagi og þessum hagsmunaöflum sem við erum að tala um að það sé bara til eitt afl á Íslandi sem ræð­ ur við þau. Það er fólkið í landinu með sínu atkvæði. Frá árinu 1997 skrifaði ég í nafni Morgunblaðsins um beint lýðræði þar til ég hætti og hef síð­ an haldið því áfram sjálfur undir mínu eigin nafni. Þetta byggist á þeirri sannfæringu að hið beina lýðræði sé eina aflið sem ræður við alla þessa mismunandi hags­ munahópa í samfélaginu, hvort sem það er landbúnaður, sjávar­ útvegur, verslun, viðskipti, bankar og svo framvegis. Mér finnst að það eigi að breyta stjórnskipun Íslands þannig að þjóðin sjálf taki allar megin­ ákvarðanir í þjóðaratkvæða­ greiðslu og þingið útfæri síðan þær ákvarðanir í löggjöf. Þannig finnst mér að eigi að stjórna Ís­ landi og ég er algjörlega sannfærð­ ur um að þetta er eina leiðin til að skapa hér sæmilega sanngjarn og réttlátt samfélag. Stjórnmála­ mennirnir og flokkarnir ráða ekki við þessi hagsmunaöfl.“ Áhrif Morgunblaðsins Víkjum að starfsferlinum. Megin­ hluta ævinnar starfaðir þú á ein­ um stað, Morgunblaðinu, og í ára­ tugi sem ritstjóri. Voru einhverjir gallar við að starfa svo lengi á ein­ um stað? „Mér fannst svo óskaplega gaman að vinna á Morgunblað­ inu að ég leiddi aldrei hugann að því. Ég ætlaði mér aldrei að fara á Morgunblaðið. Þegar ég lauk lög­ fræðiprófi var mér boðið þar starf við að skrifa um pólitík. Þetta bara víxlaðist svona en mér fannst gam­ an þar til síðasta dags.“ Var þá ekkert erfitt að hætta? „Nei. Ég var búinn að sjá hvað það var erfitt fyrir marga af kol­ legum mínum og lofaði sjálfum mér því að það skyldi ekki vera svona erfitt fyrir mig. Það var ekk­ ert erfitt því ég var búinn að búa mig undir það tilfinningalega. Það tók mig tvo mánuði að hætta að hugsa á hverjum morgni eins og maður hugsar þegar maður rit­ stýrir blaði.“ Morgunblaðið var gríðarlega útbreitt á ritstjóraárum þínum og Matthíasar Johannessen. Þú varst valdamikill ritstjóri, rétt eins og hann. Fannst þér þú einhvern tíma hafa of mikil völd? „Ég upplifði þetta starf aldrei þannig að ég væri valdamikill. Ég var líka þeirrar skoðunar, og er þeirrar skoðunar, að allt tal á þeim tíma um áhrif Morgunblaðsins væri ekki rétt. Þetta var upplifun fólks úti í bæ og andstæðinga blaðsins en var ekki veruleikinn. Mér fannst ég aldrei sitja í valda­ miklu starfi eða að ég væri með í höndunum, ásamt kollegum mín­ um, eitthvert ofboðslegt áhrifa­ afl í samfélaginu. Ég er algjörlega sannfærður um að allt var þetta ofsagt hjá þeim sem héldu þessu fram. Matthías hafði eitt sinn í mín eyru eftir Bjarna heitnum Bene­ diktssyni að Morgunblaðið ætti stóran þátt í að skapa andrúms­ loftið í samfélaginu. Ég held að það hafi verið heilmikið til í því að blaðið hafi stundum getað haft mikil áhrif á andrúmsloftið í sam­ félaginu. Það má segja að í því séu ákveðin áhrif fólgin. Mín reynsla var sú að Morgun­ blaðið gæti með því að berjast fyrir ákveðnum málum, haft áhrif á löngum tíma. Skýrasta dæmið, fyrir utan baráttuna gegn komm­ únismanum á tímum kalda stríðsins, var baráttan fyrir auð­ lindagjaldi. Sú barátta okkar, sem ég átti ekki upphaf að heldur Matthías, tel ég að sé eitt af því merkasta sem blaðið skildi eftir sig á þeim tíma. Þessi barátta í áratug skilaði þeirri niðurstöðu að auð­ lindagjald í sjávarútvegi var sam­ þykkt sem prinsippmál, bæði á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og síðan í löggjöf á Alþingi. Upp­ hæðirnar eru svo annað mál en prinsippið var samþykkt.“ Þið Matthías störfuðuð saman í áratugi sem ritstjórar Morgun­ blaðsins. Kastaðist aldrei í kekki á milli ykkar á þessum tíma? „Ég held að Matthías hafi reiðst rosalega út í mig í einhver tvö eða þrjú skipti. Það gekk bara yfir. Samstarf okkar var í raun og veru alveg frábært. Þótt við værum þarna ritstjórar saman í langan tíma leit ég alltaf svo á að Matthías væri sá maður sem hefði síðasta orðið í okkar samstarfi.“ Þú gerðir það? „Að sjálfsögðu. Hann var búinn að vera ritstjóri blaðsins miklu lengur en ég og bjó yfir meiri reynslu og meiri þroska. Ég leit svo á að ef okkur greindi á þá væri það hann sem réði. Þar að auki áttaði ég mig smám saman á því að tilf­ inningar skáldsins voru stundum réttari en það sem mér fannst vera rökhugsun í kollinum á mér. Um leið fór ég að bera afskaplega virðingu fyrir þessari undarlegu tilfinningu sem Matthías hafði fyrir umhverfi sínu. Ég áttaði mig á því að það var skynsamlegt að „Fannst ég aldrei sitja í valdamiklu starfi“ „ Í dag er Sjálfstæðis­ flokkurinn í þeirri lykil­ stöðu sem hann er, ekki vegna styrkleika síns heldur vegna þess hvað andstæðingar flokksins eru sundraðir og skiptir upp í marga flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.