Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 26
26 fólk - viðtal Helgarblað 23. júní 2017
fylgja þeirri tilfinningu hans.“
Nú eru aðrir ritstjórar á Morgun-
blaðinu, Davíð Oddsson og Har-
aldur Johannessen. Hefur það hent
að þú hafir sent þeim athugasemd-
ir vegna efnis blaðsins?
„Ég einsetti mér þegar ég
hætti á blaðinu að ég myndi
aldrei plaga eftirmenn mína með
athugasemdum. Ég þekkti sjálfur
hvernig það var að sitja þarna og fá
athugasemdir úr öllum áttum. Ég
hef aldrei verið með neinar slíkar
athugasemdir, hvorki við ritstjóra
blaðsins né aðra.“
Þroskandi lífsreynsla
Þú hefur skrifað um ýmislegt,
þar af mikið um málefni þeirra
sem glíma við geðræn veikindi
og ástæðan er að kona þín, Sig-
rún Finnbogadóttir, glímdi við slík
veikindi. Þú skrifaðir bók um þau
veikindi, Ómunatíð – saga um geð-
veiki. Hvarflaði aldrei að þér að
leyna þessum veikindum og vera
ekki að skipta þér af þessum mál-
um opinberlega?
„Mín fyrstu viðbrögð þegar þetta
kom upp í okkar lífi voru að þetta
mætti enginn vita. Það var bara
nokkuð sem ég hafði verið alinn
upp við. Í móðurætt minni, sem er
af Vestfjörðum, er geðveiki og slík
vandamál útbreidd. Ég átti móður-
systur sem var alvarlega geðveik og
það var aldrei um það talað
Smátt og smátt áttaði ég mig á
því að það var ekki hægt að þegja
um þetta. Það vissu allir að Sig-
rún væri orðin geðveik. Þá fór ég að
svara spurningum. Hins vegar fann
ég enga þörf fyrir að skrifa neitt um
þetta í Morgunblaðið fyrr en Tómas
Helgason hafði samband við mig
þegar bygging nýrrar geðdeildar
Landspítalans var til umræðu. Ég
lagði Tómasi svolítið lið þegar hann
var að koma því í gegn. Það voru
mín fyrstu afskipti á síðum Morgun-
blaðsins af þessum málum. Hópur
ungs fólks kom líka til mín og vildi
vinna í þessum málum á öðrum nót-
um en gert hafði verið. Það voru Elín
Ebba Ásmundsdóttir, sem nú er með
Hlutverkasetur, og Anna Valdimars-
dóttir, sem stofnaði klúbbinn Geysi,
en ég hjálpaði henni aðeins með
það og beitti blaðinu í þágu þess
málstaðar, Auður Axelsdóttir, sem
nú er með Hugarafl, Héðinn Unn-
steinsson, sem ungur fór að skrifa
um þennan málaflokk, og fleiri.
Þegar ég fór að fjalla um þessi
mál opinberlega þá áttaði ég mig á
því að það var fólk úti um allt sem
var alið upp eins og ég; að um þetta
talaði maður ekki. Ég fór að átta
mig á að það væri hægt að hjálpa
fólki með því að tala um þessi mál
og þess vegna fór ég að gera meira
af því. Ég hef ekki séð eftir því, ég
hef fundið að það hefur þurft að
opna þessa umræðu. Þessi lokun
á umræðunni um sjúkdóminn var
mikið farg á fólki sem glímdi við
hann og aðstandendur þess.“
Það hlýtur að taka á að búa
með manneskju sem glímir við
þessi veikindi.
„Auðvitað var þetta erfiðast
fyrir hana. Þetta var líka erfitt fyrir
mig og erfitt fyrir dætur okkar. En
á ákveðnum tímapunkti áttaði ég
mig á því að þessi lífsreynsla var
þroskandi. Sennilega höfum við
öll öðlast meiri víðsýni en ella.
Ég man alveg hvernig ég
var þegar ég var að byrja starf í
Heimdalli. Ég var mjög þröngur
í hugsun. Það getur vel verið að
þessi lífsreynsla hafi gert að verk-
um að mín hugsun hafi opnast og
ég hafi verið betur fær um að sinna
starfi mínu á Morgunblaðinu af
þeim sökum heldur en ef ég hefði
verið áfram hinn litli þröngi Heim-
dellingur í hugsun.
Svona lífsreynsla hverfur ekki.
Hún fylgir manni til æviloka. Ég
held reyndar að hún muni líka
fylgja dætrum okkar til æviloka.“
Ævi forfeðranna
Við erum búin að tala um pólitík-
ina en hefurðu skoðanir í trúmál-
um?
„Ég hef aldrei komist í sam-
band við Guð. Ég var að vísu send-
ur í KFUM þegar ég var krakki,
eins og var algengt í Vesturbæn-
um. Það hafði engin sérstök áhrif
á mig. Það var ekki talað um trú-
mál á mínu heimili. Ég varð nokk-
uð hissa þegar ég uppgötvaði að
móðir mín hafði talað um trúmál
við dætur mínar.
Stundum hef ég verið hrifinn af
kaþólsku kirkjunni sem stofnun.
Mér hefur þótt einstaka páfar vera
mjög merkilegir. Mér finnst núver-
andi páfi merkilegur. Mér fannst
Jóhannes Páll páfi 2 merkilegur og
sömuleiðis Jóhannes 23. En mér
hafa ekki þótt boðberar kristinnar
trúar á Íslandi skera sig úr nema
einn maður. Það er eini maðurinn
sem hefur haft einhver áhrif á mig
að þessu leyti sem var Sigurbjörn
Einarsson biskup.
Sumir vinir mínir hafa sagt
mér að þeir vorkenni mér fyrir að
vera ekki trúaður. Þá bara er það
þannig.
Maður lærir afskaplega margt í
lífinu. Æ meir sæki ég í að kynna
mér ævi forfeðra minna. Föður-
amma mín var ættuð úr Skaftafell-
sýslum og átti um skeið heima á
bæ sem hét Eintúnaháls og er fjarri
öllum öðrum bæjum í Vestur-
Skaftafellssýslu. Mér er ómögu-
legt að skilja hvernig fólk gat lif-
að þar af. Þessi amma mín missti
manninn sinn mjög snemma og
ól upp fjögur börn þeirra og tvö
börn hans af fyrra hjónabandi. Ég
skil ekki enn þann dag í dag hvern-
ig hún fór að því að byggja hús yfir
börnin. Hún lifði á því að selja kost
og rak saumastofu um skeið.
Móðuramma mín var sveita-
stúlka úr Djúpinu og afi minn
reri á árabát frá Skálavík sem
er fyrir vestan Bolungavík. Ég
hef sótt á þessa staði báða. Einu
sinni kom ég á bæ í Djúpinu sem
langamma mín átti heima á. Þessi
bær heitir Hagakot. Það var af-
skaplega undarlegt að koma þang-
að. Bærinn er í eyði en allt í einu
fannst mér eins og ég hefði alltaf
átt heima þar.
Ég velti þessu fólki fyrir mér og
lífi þess og því hvers konar líf þetta
hefur verið á Íslandi fyrir hund-
rað árum. Þá var ekki sjálfgefið að
komast af. Það hefur verið mikill
dugnaður í fólki hér á landi bæði á
19. öld og snemma á 20. öld.
Þetta er merkilegt land og saga
þessarar þjóðar er sömuleiðis
merkileg. Mér finnst fólk þurfa
að hafa sterkari tilfinningu fyrir
þessari litlu þjóð, þessu landi og
þessari sögu. Mér finnst of mikið
um að fólk geri lítið úr Íslandi.“ n
„Hvar er hinn frjálsi
markaður á Íslandi
sem við höfum talið okkur
vera að berjast fyrir?
„Mér finnst að það
eigi að breyta
stjórnskipun Íslands
þannig að þjóðin sjálf taki
allar meginákvarðanir í
þjóðaratkvæðagreiðslu
og þingið útfæri síðan
þær ákvarðanir í löggjöf.
Það sem ekki var talað um
„Þessi lokun á umræðunni um
sjúkdóminn var mikið farg á fólki
sem glímdi við hann og aðstand-
endur þess.“ Mynd Sigtryggur Ariw