Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 50
Þjóðhátíðar- brúðkaup arons einars & kristbjargar Brúðkaup sumarsins fór fram á sjálfan þjóðhátíðardaginn þegar Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karla- landsliðsins í fótbolta og leikmaður Cardiff, og Kristbjörg Jónasdóttir, afrekskona í fitness og einkaþjálfari, gengu í hjónaband. Brúð- kaupið var hið glæsilegasta í alla staði og gestalistinn stjörnum prýddur. Aron Einar og Kristbjörg hafa verið í sam- bandi í rúm fjögur ár og eiga soninn Óliver Breka, sem er tveggja ára. Fjölskyldan býr í Cardiff í Wales þar sem Aron Einar spilar með liði borgarinnar. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju og voru brúðhjónin og gestir þeirra mynduð í bak og fyrir af öllum fjölmiðlum landsins, auk ferðamanna sem voru staddir á Skólavörðu- holtinu. Gestalistinn var prýddur fjölda fót- boltastjarna og liðsfélaga Arons Einars, bæði innlendra og erlendra, auk fjölda afreksfólks í fitnessheiminum. Veislan fór síðan fram á Korpúlfsstöðum þar sem veislugestirnir skemmtu sér fram á nótt og voru Bretarnir mjög hressir í veislunni að sögn gesta. Fjölda mynda má finna á Instagram undir #aronkris17. Fótboltakappar og fitnessstjörnur í brúðkaup i sumarsins Á sviðinu og í myndum setja leikarar upp hinar ýmsu grímur, enda felst það í starfinu. Sami leikarinn getur bjargað heiminum í einu hlutverki og í því næsta verið skúrkurinn. Í þessu felst starfið og margir þeirra eru ótrúlega góðir í því sem þeir gera. En margir eru líka ótrúlega góðir í þessu í daglega lífinu. Ein gríma er notuð heima við og önnur út á við, ein gríma er notuð við upphaf kynna og hún svo felld þegar á líður og hið sanna andlit og innræti kemur í ljós, og svona mætti lengi telja. Við setjum okkur í hin ýmsu hlutverk, í vinnu og einkalífi og stundum er jafnvel orðið erfitt að sjá hvað er „karakterinn“ og hvað er hinn raunverulegi einstaklingur. Með hækkandi aldri verður manni ljóst hvað þetta hlýtur að vera þreytandi vinna, það nennir enginn, hvorki leikarar né aðrir, að vera í vinnunni allan sólar- hringinn og maður hlýtur að verða hálfþreyttur að halda sífellt grímunni uppi og einhverju leik- riti. Með grímu lyga og undan- bragða þarf líka að fylgja gott minni og hæfileikar til að „halda mörgum boltum á lofti.“ Sífelldur leikur að grímum getur líka verið dýrkeyptur fyrir hamingju og sálarheill. Hættum þessu leikriti í lífinu. Leyfum fólki bara að sjá hvern- ig við erum, stundum æðisleg, stundum í fýlu, en oftast bara venjuleg og ágæt. Leyfum fólki að kynnast okkur eins og við erum, í stað þess að setja sífellt upp ein- hver leikrit og þykjast vera annar en við erum. Leyfum okkur að vera skrýtin, skemmtileg, furðuleg og frábær og komum á sama tíma vel fram við aðra, sýnum fólki kurteisi, vináttu og virðingu. Það er engin ástæða til að óttast það að skilja grímuna eftir heima. Það eru allar líkur á að það sé einn þarna úti, jafnvel heill hópur einstaklinga með eigin galla sem falla eins og flís við rass við þína. Lífið er betra og skemmtilegra með öðrum, einhverjum sem skilur mann og tekur manni alveg eins og maður er og elskar mann bæði á góðum dögum og svo þeim sem eru síður góðir. Komdu þér út á meðal fólks, sumarið er tíminn til að sýna sig og sjá aðra, njóta lífsins og leika sér. Það er svo mikið um að vera alls staðar og fjöldi viðburða til að skoða og upplifa. Skrifaðu handritið í þínu lífi alla daga. Lífið er eins og bók, sumir kaflar eru daprir, aðrir eru fullir af gleði og sumir eru æsispennandi, en ef þú heldur ekki áfram þá veistu aldrei hvað næsti kafli inniheldur handa þér. Tjaldið mun falla að lokum hjá okkur öllum og það er mun betra að uppskera viðbrögð og klapp meðan á sýningunni stendur, en þegar henni er löngu lokið. Hvernig mun þitt handrit verða? Sumarkveðja, Ragna ragna@dv.is Hvernig ætlar þú að skrifa þitt? Leiksvið og handrit lífsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.