Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 72
4 Sumar Helgarblað 23. júní 2017KYNNINGARBLAÐ Fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglu­firði er árleg tónlistar­hátíð sem haldin er með það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. á hátíðinni, sem fyrst var haldin árið 2000, hefur tónlist fjöl­ margra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ávallt í öndvegi. hátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 5.–9. júlí, frá miðvikudegi út sunnu­ daginn, fimm daga tónlistar­ hátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ íslands. á hátíðinni verða 19 tónleik­ ar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og hand­ verki. Þjóðlagaakademían er svo háskólanámskeið opið öllum almenningi. Þar verða kennd íslensk þjóðlög, rímnalög og tvísöngslög. Einnig verða þar kenndir þjóðdansar, að leika á langspil og íslenska fiðlu. að ganga á milli tón­ leikastaða í kyrrð á sum­ arnóttu er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meðal mark­ miða með Þjóðlagahátíð á Siglufirði er að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga, stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar, stefna saman lista­ mönnum úr ólíkum áttum, varpa ljósi á menningararf íslendinga og annarra þjóða, og höfða til allrar fjöl­ skyldunnar, jafnt barna og unglinga sem fullorðinna. aðsókn að Þjóðlagahátíð­ inni á Siglufirði hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Erlendir og innlendir lista­ menn sem komið hafa fram á hátíðinni eru nokkur hundruð talsins og tugir kennara hafa kennt þar á námskeiðum. tónleikagestum hefur fjölgað mjög síðustu árin. í upphafi voru þeir um fjögur til fimm hundruð en síðustu ár hefur þeim fjölgað í sex til sjö hundruð. fjölskyldur alls staðar að af landinu gera sér ferð til Siglufjarðar til þess að sækja tónleika og taka þátt í námskeiðum, enda er lögð áhersla á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. námskeiðin á þjóðlaga­ hátíðinni eru bæði á sviði tónlistar og forns handverks. Sum eru haldin ár hvert, önn­ ur sjaldnar. Börnum er einnig boðið upp á sérstök nám­ skeið og sumarið 2004 var haldið í fyrsta skipti sérstakt námskeið fyrir unglinga. Enda þótt hátíðin leggi áherslu á að rækta íslenskan þjóð­ lagaarf hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt á hátíðinni. listrænn stjórnandi há­ tíðarinnar frá upphafi hefur verið gunnsteinn ólafsson tónlistarmaður. ítarlegar upplýsingar um hátíðina er að finna á vef­ síðunni siglofestival.com og miðasala fer fram á sölu­ vefnum tix.is. Stakir miðar eru einnig seldir í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði, símanúmer 467­ 2300. Gunnsteinn Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.