Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 72

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 72
4 Sumar Helgarblað 23. júní 2017KYNNINGARBLAÐ Fimm daga tónlistarhátíð fyrir alla fjölskylduna Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglu­firði er árleg tónlistar­hátíð sem haldin er með það að markmiði að kynna þjóðlagaarf ólíkra þjóða og þjóðarbrota. á hátíðinni, sem fyrst var haldin árið 2000, hefur tónlist fjöl­ margra þjóða verið kynnt auk þess sem íslensk þjóðlög sitja ávallt í öndvegi. hátíðin verður að þessu sinni haldin dagana 5.–9. júlí, frá miðvikudegi út sunnu­ daginn, fimm daga tónlistar­ hátíð fyrir alla fjölskylduna í einum nyrsta bæ íslands. á hátíðinni verða 19 tónleik­ ar haldnir víðs vegar um Siglufjörð. auk tónleika er boðið upp á námskeið, bæði í tónlist og hand­ verki. Þjóðlagaakademían er svo háskólanámskeið opið öllum almenningi. Þar verða kennd íslensk þjóðlög, rímnalög og tvísöngslög. Einnig verða þar kenndir þjóðdansar, að leika á langspil og íslenska fiðlu. að ganga á milli tón­ leikastaða í kyrrð á sum­ arnóttu er upplifun sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Meðal mark­ miða með Þjóðlagahátíð á Siglufirði er að hvetja til varðveislu íslenskra þjóðlaga, stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar, stefna saman lista­ mönnum úr ólíkum áttum, varpa ljósi á menningararf íslendinga og annarra þjóða, og höfða til allrar fjöl­ skyldunnar, jafnt barna og unglinga sem fullorðinna. aðsókn að Þjóðlagahátíð­ inni á Siglufirði hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Erlendir og innlendir lista­ menn sem komið hafa fram á hátíðinni eru nokkur hundruð talsins og tugir kennara hafa kennt þar á námskeiðum. tónleikagestum hefur fjölgað mjög síðustu árin. í upphafi voru þeir um fjögur til fimm hundruð en síðustu ár hefur þeim fjölgað í sex til sjö hundruð. fjölskyldur alls staðar að af landinu gera sér ferð til Siglufjarðar til þess að sækja tónleika og taka þátt í námskeiðum, enda er lögð áhersla á að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi. námskeiðin á þjóðlaga­ hátíðinni eru bæði á sviði tónlistar og forns handverks. Sum eru haldin ár hvert, önn­ ur sjaldnar. Börnum er einnig boðið upp á sérstök nám­ skeið og sumarið 2004 var haldið í fyrsta skipti sérstakt námskeið fyrir unglinga. Enda þótt hátíðin leggi áherslu á að rækta íslenskan þjóð­ lagaarf hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt á hátíðinni. listrænn stjórnandi há­ tíðarinnar frá upphafi hefur verið gunnsteinn ólafsson tónlistarmaður. ítarlegar upplýsingar um hátíðina er að finna á vef­ síðunni siglofestival.com og miðasala fer fram á sölu­ vefnum tix.is. Stakir miðar eru einnig seldir í Þjóðlagasetrinu á Siglufirði, símanúmer 467­ 2300. Gunnsteinn Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.