Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 69
Sumar KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is ÍRSKIR dAGAR Á AKRANeSI 29. júNÍ–2. júLÍ Lopapeysuballið, sand-kastalakeppnin og götugrillið eru á meðal hápunkta hátíðarinnar Írskir dagar á Akranesi sem verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Mikið líf er í bænum meðan á hátíðinni stendur, höfðað er sterklega til fjöl- skyldufólks og brottfluttir Akurnesingar og vandamenn þeirra láta sjá sig í stórum hópum. „Þetta byrjar á fimmtudeg- inum og þá kemur bókabíllinn Æringi á bókasafnið og grill- veisla verður hjá Húsasmiðj- unni. Síðan verður hjólarallý fyrir krakka 4 til 12 ára, en það er nýr dagskrárliður sem verslunin Model stendur fyrir. Um kvöldið eru síðan tónleik- ar víða um bæinn,“ segir ella María Gunnardóttir, talsmað- ur hátíðarinnar. Hápunktur föstudagsins að mati ellu er götugrillið sem hefst kl. 18 og er á víð og dreif um bæinn. Fjölmargir bæjar- búar láta þá hendur standa fram úr ermum og halda hátíðargestum grillveislu. Á föstudeginum er jafnframt búið að koma fyrir leiktækjum í bænum. Um kvöldið eru síðan stórtónleikar á hafnar- svæðinu. Hátíðin nær hámarki á laugardeginum: „Það er þétt- pökkuð dagskrá frá morgni og fram á nótt. Um morguninn er opið golfmót. Klukkan hálftíu um morguninn er síðan hin fræga sandkastalakeppni sem klárlega er einn af há- punktum hátíðarinnar. Við þurftum að flýta henni aðeins núna vegna þess að komið verður háflóð um hádegi. Það er afskaplega vinsælt hjá fjöl- skyldum að taka þátt í þessu,“ segir ella María. Fjölbreytt dagskrá er á Akratorgi og önnur í kringum Byggðasafnið allan daginn. Stórstjörnur spila á Lopapeysuballinu Um kvöldið er síðan mikið um dýrðir, að sögn ellu Maríu: „Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur sem hópurinn Club 71 stendur fyrir. Í þessum hópi er fólk fætt árið 1971 en Club 71 hefur staðið fyrir ýms- um viðburðum og er handhafi Menningarverðlauna Akra- ness 2016. eftir brekkusönginn gengur síðan öll strollan niður á Lopapeysuballið.“ Meðal þeirra sem leika fyrir dansi á Lopapeysuballinu eru jónas Sig og Ritvélar fram- tíðarinnar, dimma, Páll Óskar, Síðan skein sól og emmsjé Gauti. Lopapeysuballið fer fram bæði inni og úti. „Inni í gamalli sementsskemmu er leikið fyrir dansi á einu sviði, í tjaldi úti er síðan annað svið og síðan er stórt afgirt svæði úti þar sem er veitingasala.“ Á sunnudeg- inum tekur hátíðin að róast en þá er vinsælt hjá foreldr- um að fara með börn sín í Garðalund þar sem Norðurál býður upp leiksýninguna Ljóta andarungann sem Leikhópur- inn Lotta flytur. Þar er kveikt á grillunum þannig að fólk getur smellt á grillin og hægt er að eiga virkilega notalega fjölskyldustund. Frítt er inn á meirihluta viðburða á hátíðinni en selt er inn á Lopapeysuballið og það kostar í leiktæki. Tjaldsvæðið er mikið notað þessa daga og er eitt verð fyrir alla dagana. Rauðhærðasti Íslendingurinn Tengingin við Írland á Írskum dögum á Akranesi er skemmtileg en þar koma við sögu tvær keppnir. Annars vegar verður valinn rauð- hærðasti Íslendingurinn og hins vegar verður valið best skreytta hús bæjarins. Verð- laun í báðum keppnum er flug fyrir tvo til Írlands í boði Gamanferða. Síðast en ekki síst ber að nefna stórfína þjóðlagasveit sem skipuð er hátt í 20 stúlkum sem allar spila írsk þjóðlög á fiðlur. Þær munu koma við í götugrillun- um á föstudeginum og koma öllum í gírinn. Nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á Facebook- síðunni Írskir dagar á Akranesi og vefslóðinni akranes.is/is/ dagatal. Fjölskrúðug fjölskylduhátíð Rauðhærðasti Íslendingurinn 2016: Helga Guðrún Jóns- dóttir 23. júní 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.