Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 69

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Page 69
Sumar KYNNINGARBLAÐ Ábyrgðarmaður: Sigurvin Ólafsson / sigurvin@dv.is Umsjón: Ágúst Borgþór Sverrisson / agustb@dv.is ÍRSKIR dAGAR Á AKRANeSI 29. júNÍ–2. júLÍ Lopapeysuballið, sand-kastalakeppnin og götugrillið eru á meðal hápunkta hátíðarinnar Írskir dagar á Akranesi sem verður glæsilegri með hverju árinu sem líður. Mikið líf er í bænum meðan á hátíðinni stendur, höfðað er sterklega til fjöl- skyldufólks og brottfluttir Akurnesingar og vandamenn þeirra láta sjá sig í stórum hópum. „Þetta byrjar á fimmtudeg- inum og þá kemur bókabíllinn Æringi á bókasafnið og grill- veisla verður hjá Húsasmiðj- unni. Síðan verður hjólarallý fyrir krakka 4 til 12 ára, en það er nýr dagskrárliður sem verslunin Model stendur fyrir. Um kvöldið eru síðan tónleik- ar víða um bæinn,“ segir ella María Gunnardóttir, talsmað- ur hátíðarinnar. Hápunktur föstudagsins að mati ellu er götugrillið sem hefst kl. 18 og er á víð og dreif um bæinn. Fjölmargir bæjar- búar láta þá hendur standa fram úr ermum og halda hátíðargestum grillveislu. Á föstudeginum er jafnframt búið að koma fyrir leiktækjum í bænum. Um kvöldið eru síðan stórtónleikar á hafnar- svæðinu. Hátíðin nær hámarki á laugardeginum: „Það er þétt- pökkuð dagskrá frá morgni og fram á nótt. Um morguninn er opið golfmót. Klukkan hálftíu um morguninn er síðan hin fræga sandkastalakeppni sem klárlega er einn af há- punktum hátíðarinnar. Við þurftum að flýta henni aðeins núna vegna þess að komið verður háflóð um hádegi. Það er afskaplega vinsælt hjá fjöl- skyldum að taka þátt í þessu,“ segir ella María. Fjölbreytt dagskrá er á Akratorgi og önnur í kringum Byggðasafnið allan daginn. Stórstjörnur spila á Lopapeysuballinu Um kvöldið er síðan mikið um dýrðir, að sögn ellu Maríu: „Klukkan tíu um kvöldið hefst brekkusöngur sem hópurinn Club 71 stendur fyrir. Í þessum hópi er fólk fætt árið 1971 en Club 71 hefur staðið fyrir ýms- um viðburðum og er handhafi Menningarverðlauna Akra- ness 2016. eftir brekkusönginn gengur síðan öll strollan niður á Lopapeysuballið.“ Meðal þeirra sem leika fyrir dansi á Lopapeysuballinu eru jónas Sig og Ritvélar fram- tíðarinnar, dimma, Páll Óskar, Síðan skein sól og emmsjé Gauti. Lopapeysuballið fer fram bæði inni og úti. „Inni í gamalli sementsskemmu er leikið fyrir dansi á einu sviði, í tjaldi úti er síðan annað svið og síðan er stórt afgirt svæði úti þar sem er veitingasala.“ Á sunnudeg- inum tekur hátíðin að róast en þá er vinsælt hjá foreldr- um að fara með börn sín í Garðalund þar sem Norðurál býður upp leiksýninguna Ljóta andarungann sem Leikhópur- inn Lotta flytur. Þar er kveikt á grillunum þannig að fólk getur smellt á grillin og hægt er að eiga virkilega notalega fjölskyldustund. Frítt er inn á meirihluta viðburða á hátíðinni en selt er inn á Lopapeysuballið og það kostar í leiktæki. Tjaldsvæðið er mikið notað þessa daga og er eitt verð fyrir alla dagana. Rauðhærðasti Íslendingurinn Tengingin við Írland á Írskum dögum á Akranesi er skemmtileg en þar koma við sögu tvær keppnir. Annars vegar verður valinn rauð- hærðasti Íslendingurinn og hins vegar verður valið best skreytta hús bæjarins. Verð- laun í báðum keppnum er flug fyrir tvo til Írlands í boði Gamanferða. Síðast en ekki síst ber að nefna stórfína þjóðlagasveit sem skipuð er hátt í 20 stúlkum sem allar spila írsk þjóðlög á fiðlur. Þær munu koma við í götugrillun- um á föstudeginum og koma öllum í gírinn. Nánari upplýsingar um há- tíðina er að finna á Facebook- síðunni Írskir dagar á Akranesi og vefslóðinni akranes.is/is/ dagatal. Fjölskrúðug fjölskylduhátíð Rauðhærðasti Íslendingurinn 2016: Helga Guðrún Jóns- dóttir 23. júní 2017

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.