Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 23. júní 2017fréttir Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl Á sta Guðrún Helgadóttir er ekki einangruð frá þing- flokki Pírata heldur öfugt. Þetta segir Smári McCarthy, ritari þingflokks Pírata. Ásta hafi ákveðið að stíga út fyrir þingflokk- inn og standa ein sér, um sinn, en Smári vonast til að hún komi til baka. Ásta vildi í samtali við DV hvorki játa þessu né neita. Það vakti athygli þegar Ásta Guðrún greindi frá því um miðjan síðasta mánuð að hún hefði ákveðið að stíga til hliðar sem þingflokksformaður Pírata. Ástæðurnar væru ágreiningur „milli mín og meirihluta þing- flokks Pírata varðandi innra skipulag þingflokksins,“ sagði Ásta Guðrún í færslu á Facebook þar sem hún greindi frá málinu. Mun Ásta Guðrún hafa haft aðra sýn en meirihluti þingflokksins á hvert hlutverk þingflokksformanns ætti að vera. Vilji meirihluta þing- flokks Pírata mun hafa verið að dreifa valdi í meira mæli en verið hafði en Ásta Guðrún var þeirrar skoðunar affarasælast væri að þingflokksformaður sinnti innra skipulagi þingflokksins og væri einnig talsmaður flokksins gagn- vart þinginu og öðrum flokkum. Eðlilegast væri að þessi hlutverk væru á sömu hendi. „Sumir verða smá fúlir“ Talsverð umræða hefur verið um innanmein Pírata og því hefur verið haldið fram fullum fetum að flokkurinn sé ósamstíga, að þar séu persónulegar erjur og lausa- tök á stjórnun. Smári McCarthy, ritari þingflokks Pírata, segir að svo sé ekki, í stórum dráttum. Hins vegar hafi Ásta Guðrún dreg- ið sig út úr starfi þingflokksins, í það minnsta tímabundið. Smári segir að deilur um skipulag og starf þingflokksfor- manns, líkt og þær sem opinber- uðust þegar Ásta Guðrún steig til hliðar, megi rekja til þess hversu ungur flokkur Píratar er og hversu mikið flokkurinn hafi stækkað í síð- ustu kosningum. „Eðli starfsins, formanns þingflokks, er tvíþætt. Annars vegar þættir sem snúa að skipulagi starfs þingflokksins og hins vegar pólitískt starf út á við, svo sem samstarf við aðra þing- flokka. Það eru ákveðnir þættir þessa starfs sem þurfa á því að halda að vera samþættir, og hugs- anlega sinnt af sömu manneskju. Aftur held ég að öðru leyti sé hægt að skipta þessu starfi upp, og spurn- ingin er sú hvernig það sé eðlilegt. Við stækkuðum það mikið í síðustu kosningum að það tekur bara tíma fyrir okkur að finna það skipulag sem hentar okkur. Við komum ný til leiks, þurfum að læra þetta allt saman, og stundum kostar það að sumir verða smá fúlir.“ Á að nota sumarið til að leysa ágreining Hvað varðar fullyrðingar um pólitískan ágreining innan þing- flokksins neitar Smári að svo sé. „Það er ekki ágreiningur um pólitísk málefni en auðvitað kem- ur fyrir að fólk er ekki sammála um hvernig vinna eigi í ákveðnum málum. Það er bara eðlilegt og unnið í því. Það sem hefur verið ágreiningur um er innra skipulag og það er ágreiningur sem við erum að nota sumarið í að leysa og finna verkferla sem henta okkur.“ „Hún valdi þetta sjálf“ Hvað varðar persónulegan ágrein- ing þá sé ekki um neitt stórmál að ræða, segir Smári. Auðvitað þurfi fólk tíma til að læra að vinna saman en hann hafi ekki tekið eftir persónulegum ágreiningi milli fólks. Það rímar ekki við full- yrðingar um að að Ásta Guðrún sé einangruð frá þingflokki Pírata, bæði málefnalega og persónu- lega, sem DV hefur heimildir fyrir. Málefnalega hallist hún nær Sam- fylkingu og Vinstri grænum oft á tíðum og persónulega sé hún ein- angruð frá öðrum þingmönnum Pírata. Aðspurður neitar Smári þessu ekki en segir að vilji þing- flokksins standi til þess að Ásta komi þar inn af fullum þunga að nýju. „Satt að segja hefur hún ákveðið sjálf að standa aðeins sér, í ákveðinn tíma. Hún verður að skýra það sjálf. Mér finnst sjálfum ekki vera nein góð ástæða fyrir því en hún er ekki einangruð frá okkur heldur öfugt. Hún valdi þetta sjálf en ég vona að það klárist sem fyrst því það er heilmikil vinna sem þarf að fara í og við þurfum að hafa hana með í því.“ DV hafði samband við Ástu Guð- rúnu sem vildi ekki tjá sig um málið en neitaði hvorki né játaði þessari lýsingu Smára á stöðunni. n Ásta Guðrún sögð hafa einangrað sig frá Pírötum Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Segir ekki málefnalegan ágreining innan þingflokksins Smári McCarthy, ritari þingflokks Pírata, segir ekkert hæft í því að Píratar séu málefnalega ósammála. Hins vegar hafi verið ágreiningur um innra skipulag sem unnið sé að því að leysa. n Vék sem þingflokksformaður eftir deilur n Er sögð einangruð pólitískt og persónulega„Við komum ný til leiks, þurfum að læra þetta allt saman. Vill ekki tjá sig Ásta Guðrún Helga- dóttir vill ekki tjá sig um fullyrðingar sam- flokksmanns hennar um að hún hafi sjálf einangrað sig frá þingflokki Pírata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.