Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 46
46 fólk Helgarblað 23. júní 2017 K viðdómur komst ekki að niðurstöðu í réttarhöldum yfir leikaranum Bill Cosby sem ákærður var fyrir að hafa beitt konu kynferðisofbeldi fyrir þrettán árum. Talið er lík­ legt að málið verði tekið upp að nýju. Við réttarhöldin sat hinn 79 ára gamli Cosby, sem er lögblind­ ur, úti í horni og hreyfði sig varla nema þegar hann hristi höfuðið til að sýna tilfinningar sínar. Maðurinn sem hefur verið margverðlaunaður og heiðraður og var eitt sinn hæst launaði sjón­ varpsleikari Bandaríkjanna hefur misst æruna. Það er ekki einungis þetta eina mál sem fór fyrir dóm sem hefur orðið honum að falli því rúmlega fimmtíu konur hafa ásakað hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Elstu ofbeldis­ verkin áttu að hafa gerst á miðj­ um sjöunda áratug síðustu aldar. Hann er meðal annars sakaður um nauðgun og að hafa byrlað konum ólyfjan. Þar sem þessi mál eru fyrnd munu þau ekki koma fyrir dóm. Cosby neitar sök en ljóst er að ímynd hans er stór­ löskuð. Ímyndin og sannleikurinn Cosby fæddist árið 1937, einn fjögurra bræðra. Faðir hans var víðs fjarri öll stríðsárin og sinnti hermennsku. Cosby hefur lýst sér sem bekkjartrúðnum sem hafði meiri áhuga á að bregða á leik og grínast en að sinna náminu. Hann var mikill íþróttamaður og hafði yndi af leiklist og lék í skólaleikrit­ um. Fjárhagur fjölskyldunnar var ekki upp á það allra besta og hann vann því með skóla, meðal annars við skóburstun og raðaði vörum í hillu í stórmarkaði. Þegar hann vann sem barþjónn í Fíladelfíu áttaði hann sig á hæfileikum sín­ um til að koma fólki til að hlæja. Hann ákvað að stíga á svið. Hann varð frábær uppistandari sem sagði iðulega fyndnar sögur sem tengdust æsku hans. Fljótlega var hann farinn að leika í sjónvarps­ þáttum og kvikmyndum. Í fimm ár var The Cosby Show, sem sýndur var á árunum 1984– 1992, vinsælasti sjónvarpsþáttur í Bandaríkjunum. Þættirnir fjöll­ uð um afar geðþekka svarta milli­ stéttarfjölskyldu og þóttu bæði skemmtilegir og sjarmerandi. Bill Cosby varð í hugum heims­ byggðarinnar að hinum svarta ameríska pabba sem trúði á ákveðin gildi og mikilvægi þess að berjast fyrir þau. Engan grunaði hversu miklum skugga átti eftir að verða varpað á þá ímynd. Vinir og kunningjar Cosby vissu að ímyndin var ekki alveg svona hrein. Vitað var að Cosby væri konu sinni, Camillu, ekki trúr en hún er sögð hafa umborið fram­ hjáhald hans meðan hann væri ekki að flagga því. Um 1980 átti hann í stuttu ástarsambandi við konu sem fæddi dóttur og sagði hann vera föður­ inn. Hann harðneit­ aði faðerni en borg­ aði henni fyrir að fara ekki með málið í fjölmiðla. Rúmum tuttugu árum síðar var meint dóttir hans dæmd í 26 mánaða fangelsi fyrir að hafa beitt hann fjárkúgun. Ekkert DNA­próf hef­ ur verið framkvæmt sem sannar eða af­ sannar að Cosby sé faðir hennar. Með eiginkonu sinni eignaðist Cosby fimm börn, fjórar dæt­ ur og einn son. Mikill harmur var kveðinn að fjölskyldunni árið 1997 þegar sonurinn Ennis var myrtur þar sem hann var að skipta um dekk á bíl sínum í Los Angeles. Þetta sama ár sagði Camilla um hjóna­ band sitt: „Við Bill vorum ung þegar við giftumst, hann var 26 ára, ég var 19 ára. Við þurftum að þroskast, við þurftum að læra hvað skilyrðislaust ást er og okkur tókst það. Í hjónabandi okkar ríkir gagnkvæm ást, virðing og traust.“ Afdrifarík kynni Árið 2004 kynntist Cosby ungri konu, Andreu Constand, og með þeim tókst góð vinátta. Constand er samkynhneigð og var á þessum tíma í sambandi með konu. Hún segist ekki hafa haft neinn áhuga á ástarsambandi við leikarann. Hún hafi litið á Cosby sem einlægan vin og gef­ ið honum gjafir, þar á meðal baðsalt og boli. Cosby gaf henni sömuleiðis gjafir og bauð henni í kvöldverði með valdamiklum vin­ um. Constand seg­ ir hann tvisvar hafa gerst nærgöngull við sig. Kvöld eitt heimsótti Constand Cosby og hann gaf henni þrjár töflur sem áttu að hjálpa henni að slaka á. Töflurnar gerðu hana máttvanda og að hennar sögn setti Cosby hendur sínar á brjóst hennar og kynfæri. Con­ stand segist ekki hafa getað hreyft sig, hún hafi verið eins og frosin. Ári eftir að atvikið átti sér stað bjó hún hjá foreldrum sínum í Toronto og glímdi við svefnleysi, þunglyndi og kvíða. Hún fékk stundum martraðir og æpti upp úr svefni. Hún einangraði sig frá vin­ um sínum. Loks sagði hún móður sinni hvað hefði gerst. Constand fór í mál við Cosby sem sagði að allt sem þarna hefði gerst hefði verið með vilja hennar. Cosby náði samkomulagi við Constand um miskagreiðslur árið 2006. Málið var síðan tekið upp síðasta sumar. Þar stóð orð gegn orði. Fjölskylda Cosby stóð með honum í málinu, þar á meðal hin langþjáða eigin­ kona. Dóttir þeirra, Ensa, segir að rasismi hafi þarna komið við sögu og segir föður sinn hafa verið tek­ inn af lífi opinberlega. Málið hefur reynst afdrifaríkt fyrir Cosby. Fjölda samninga við leikarann hefur verið rift, bæði samningum um leik í nýjum þátt­ um og endursýningum á gömlum þáttum hans. Umboðsskrifsstofa hans rifti sömuleiðis samningi við hann. Nú er Cosby frjáls maður. Hvort svo verði lengi er hins vegar óljóst. Það ætti hins vegar að vera ljóst að ómögulegt verður fyrir leikarann að endurheimta æruna. n Ris og fall Bills CosBy Vinsæl fjölskylda The Cosby Show var um tíma vinsælasti sjón- varpsþáttur í Bandaríkjunum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Ekkert fyrirmyndarhjónaband Cosby með eiginkonu sinni Camillu. Með þeim er leikkonan Ruby Dee.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.