Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 66
Gríman - íslensku sviðslistaverðlaunin 2017
Íslensku sviðslista verðlaun in Grím an voru veitt við hátíðlega at höfn í Þjóðleik hús inu í 15.
sinn þann 16. júní síðastliðinn.
Gríman er glæsileg uppskeru-
hátíð sviðslista. Garðar Cortes,
fyrrverandi óperustjóri Íslensku
óperunnar og stofnandi Söngskóla
Reykjavíkur, hlaut Heiðursverðlaun
Sviðslistasambands Íslands fyrir
ævistarf sitt í þágu óperu á Íslandi.
Barnasýningin Blái hnötturinn,
sem sýnd var í Borgarleikhúsinu,
hlaut flest verðlaun, en önnur
verðlaun dreifðust víða. Finna má
nöfn verðlaunahafa á heimasíðu
Sviðslistasambands Íslands,
stage.is.
Geislandi
Gleði á
Grímunni
Ungar og Upp-
rennandi Vinkonurnar
Ísabella Ronja Benedikts-
dóttir og Melkorka Ýr
Bustos léku í Þær spila
blak Hallelúja sem tilnefnd
var til tvennra verðlauna.
gítarleikarinn og leiklistargyðjUrnar
Leikkonurnar Gríma Kristjánsdóttir, Laufey Elíasdóttir og
Halldóra Rut Baldursdóttir ásamt Arnari Péturssyni, gítar-
leikara Mammút. Halldóra og Laufey tilheyra leikhópnum
RaTaTam sem tilnefndur var til Sprotaverðlaunanna í ár.
Arnar og Halldóra eru par.
BestU vinir Kristrún Hrafns-
dóttir og Gógó Starr eru bestu
vinir. Dragdrottingin Gógó Starr
sá um að kynna besta dansara
ársins og besta söngvara ársins.
Hæfileikaríkar
mæðgUr Melkorka
Tekla Ólafsdóttir,
leiklistarráðunautur
Þjóðleikhússins, og dóttir
hennar, Thea Snæfríður
Kristjánsdóttir. Leikgerð
Melkorku á Tímaþjófinum,
þekktustu skáldsögu
Steinunnar Sigurðardóttur,
hlaut tilnefningu sem leikrit
ársins. Thea er ekki síður
hæfileikarík þótt ung sé
að árum; yrkir ljóð, teiknar
og leikur.
tilnefndUr
fyrir nokk-
Ur HlUtverk
Hjónin Berglind
Ólafsdóttir,
hjónabands- og
fjölskyldu-
þerapisti, og
Björgvin Franz
Gíslason. Björg-
vin var tilefndur
sem leikari í
aukahlutverki
fyrir frábæra
frammistöðu í
Elly, en hann
bregður sér í sjö
hlutverk þar.
ÓperUstjörnUr
Níels Thibaud Girerd
(Nilli), sýningar- og
verkefnastjóri Íslensku
óperunnar, og Steinunn
Birna Ragnarsdóttir
óperustjóri voru verðugir
fulltrúar Íslensku óper-
unnar, sem hlaut alls sjö
tilnefningar á Grímunni.