Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Blaðsíða 32
32 Helgarblað 16. júní 2017fréttir fyrir 10 árum n Lúkas gekk aftur n Sumarbústaðir byggðir í gríð og erg n Launajafnrétti er gamalt mál og nýtt J afnlaunavottun hefur verið mikið til umræðu á Alþingi Íslendinga og sýnist þar sitt hverjum. Fyrir tíu árum voru laun kvenna 10–12 pró- sentum lægri en laun karla, sam- kvæmt könnun undir handleiðslu HÍ. Má leiða að því líkur að björn- inn sé ekki unnin í þeim málum þótt áhöld séu um hvaða leið sé best að fara. Árið 2007 voru þeir til Ís- lendingarnir sem fannst gull hreinasta hnossgæti og fjármun- ir virtust flæða úr öllum hirslum. Því er kannski ekki að undra að sprenging hafi orðið í byggingu sumarbústaða og að verslun með hjól- og fellihýsi hafi blómstrað sem aldrei fyrr. Að grilla gull fjarri ys og þys þéttbýlisins hefur án efa verið draumur margra á þessum „góðæristíma“. Titilinn „Íslandsvinur“ öðlast þau erlendu frægðarmenni sem hafa viðkomu hér á landi, hvort sem er í mýflugumynd eða lengur, og þykir án efa afar eftirsóknar- verður í þeim kreðsum. Í júní var fjallað um að fjölskylda bin Laden, höfuðóvinar Bandaríkjanna síðar meir, hefði millilent hér á flótta frá Bandaríkjunum árið 2001. Um var að ræða 21 meðlim fjölskyldunn- ar, en vegna leyndar yfir förinni hampar enginn þeirra hinum eftir sótta titli. En það var hundurinn Lúkas sem stal senunni. Lúkas hvarf á Akureyri um hvítasunnuna og var í fyrstu talið að einhver hefði tek- ið hann ófrjálsri hendi. Síðar þótti fullvíst að Lúkas hefði hlotið kvala- fullan dauðdaga og yfir meintan geranda rigndi hótunum af ýmsu tagi,og minning Lúkasar var síðar heiðruð með kertafleytingu víða um land. Síðar sannaðist hið forn- kveðna: Spyrjum að leikslokum. n föstudagur 22. júní 20074 Fréttir DV Gengið til góðs Efnt verður til fjöldagöngu í Reykjavík næstkomandi þriðjudag, 26. júní. Það eru hjúkrunarfræðingar á Landspítala - háskólasjúkrahúsi sem standa fyrir göngunni og er henni ætlað að sýna samhug og samstöðu með þeim sem slasast hafa alvarlega í umferðinni. Markmiðið með göngunni er að vekja þjóðina til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar þess að keyra of hratt og vera undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Ákvörðunin á sér stuttan aðdraganda og hafa aðstandendur göngunnar fengið mikla hvatningu og góðan stuðning úr mörgum áttum, meðal annars frá slökkviliðsmönnum, lögreglumönnum og prestum. Tveir sviptir á staðnum Lögreglan á Suðurnesjum hafði í fyrrinótt afskipti af þremur ökumönnum sem óku of hratt. Tveir mannanna voru sviptir ökuréttindum á staðnum en sá sem hraðast ók mældist á 153 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90. Hinn ökumaðurinn sem var sviptur mældist á 130 kílómetra hraða einnig á 90 kílómetra kafla. Þriðji ökumaðurinn mældist svo á 105 kílómetra hraða á vegkafla þar sem hámarkshraðinn er 50. Hraðatakmarkanir eru á kaflanum vegna framkvæmda. Mennirnir eiga allir yfir höfði sér ökuleyfissviptingu í dágóðan tíma auk þess sem þeir geta átt von á að borga 100-130 þúsund krónur í sekt. Samfylking í öngstræti Málaflutningur Samfylk- ingarinnar í málefnum álvers Alcan er kominn í öngstræti, segir Guðrún Ágústa Guð- mundsdóttir bæjarfulltrúi vinstri grænna í Hafnarfirði. Guðrún gagnrýndi ummæli Lúðvíks Geirssonar bæjar- stjóra í Hafnarfirði um að niðurstaða íbúakosninganna í bænum hafi aðeins verið bindandi hvað þessa ákveðnu deiliskipulagstillögu varðar. Vörubíll hafn- aði í skurði Ökumaður vörubíls slapp með minniháttar meiðsl eftir að hafa misst stjórn á bíl sín- um sem hafnaði ofan í skurði á Suðurlandsvegi rétt austan við Selfoss í hádeginu í gær. Farþegi í vörubílnum slapp ómeiddur úr ökuferðinni sem tók svo óvæntan endi. Loka þurfti annarri akrein Suðurlandsvegar í einn og hálfan til tvo klukkutíma á meðan bíllinn var fjarlægð- ur með krana. Vörubíllinn skemmdist talsvert. Tildrög slyssins eru óljós. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Bin Laden-fjölskyldan millilenti í Keflavík þegar hún flúði frá Bandaríkju num: Bin Laden-fjölskyldan á Íslandi Flugvél með 21 meðlim Bin Lad- en-fjölskyldunnar innanborðs lenti á Keflavíkurflugvelli þann 19. septemb- er árið 2001. Flugvélin var hvítmáluð af gerðinni Boeing 727. Áhöfnin tók eldsneyti og vistir og hélt áfram ferð sinni til Evrópu. Starfsmenn þjón- ustufyrirtækis á Keflavíkurflugvelli, sem tóku á móti flugvélinni og sáu um brottför hennar, staðfesta þetta. Samkvæmt skjölum frá banda- rísku alríkislögreglunni FBI, sem birt voru í gær, kemur fram að allt bendi til þess að Osama bin Laden hafi sjálfur skipulagt þennan brott- flutning ættingja sinna frá Banda- ríkjunum. Það er Judicial Watch, stofnun sem vinnur gegn spillingu í bandarísku stjórnkerfi, sem birt- ir skjölin. Í skjölunum er staðfest að Boeing 727 flugvél, í eigu Ryan Int- ernational Airlines, hafi verið tekin á leigu annað hvort af sádíarabískum stjórnvöldum, eða Osama bin Laden sjálfum. Vélin hafi lagt af stað frá Los Angeles þann 19. september 2001, áleiðis til Parísar, þar sem farþegarn- ir stigu frá borði. Í heildina er um að ræða sex flug, þar sem meðlimir sádíarabísku kon- ungsfjölskyldunnar og bin Laden- fjölskyldunnar flúðu Bandaríkin. Í einu skjali er greint frá því að alrík- islögreglan hafi yfirheyrt á bilinu 20 til 23 farþega í hinu svokallaða bin Laden-flugi og ekki komist að neinu markverðu. Talsmenn FBI segja að þessi gögn séu ekki rétt. Osama bin Laden hafi ekki leigt flugvél í Bandaríkjun- um. Judicial Watch greinir frá því að í gögnunum séu nokkuð misvís- andi upplýsingar, sem bendi til óná- kvæmra vinnubragða alríkislögregl- unnar. Greint er frá því að bin Laden- flugið hafi millilent í Orlando, Washington DC og Boston. Upp- lýsingar skortir um millilendingu í Keflavík, en þar stigu engir farþegar um borð. Judicial Watch fór fram á aðgang að gögnunum í krafti bandarískra upplýsingalaga, en fékk ekki. Sam- tökin höfðuðu mál og unnu það. sigtryggur@dv.is Osama bin Laden ný gögn benda til þess að Osama bin Laden hafi sjálfur skipulagt flótta fjölskyldu sinnar frá Bandaríkjunum. „Þarna er á ferðinni klúbbur manna sem stjórnar umtalsverðum fjár- munum á ólýðræðislegan hátt,“ seg- ir Gísli Jónatansson, varaformaður Sambands íslenskra samvinnufélaga. Hann segir það stórlega athugavert að aðalfundur eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga hafi ákveðið árið 2004 að hætta að kjósa lýðræðislega í fulltrúaráð Samvinnutrygginga. Full- trúaráðið var áður kjörið á aðalfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga, SÍS. Gísli vill að tíu milljarða höfuðstóll Samvinnusjóðsins verði ávaxtaður og ágóðanum varið til líknarmála. Benedikt bregst ekki við Benedikt Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygginga, vildi ekki bregðast við ummælum Gísla Jónatanssonar. „Ég get ekkert sagt um þetta, því miður. Gísli verður að fá að segja það sem hann vill, enda hefur hann fullan rétt á því,“ segir Benedikt. Benedikt er einn þeirra sem undir- búið hefur þessar breytingar á rekstri Samvinnutrygginga. Í viðtali við DV í febrúar sagði hann að í undirbúningi væru grundvallarstefnubreytingar hjá Samvinnutryggingum, en ekki stæði þó til að leysa félagið upp. Hann tók við framkvæmdastjórn félagsins af Axel Gíslasyni. Benedikt er vel hnút- um kunnugur innan Samvinnuhreyf- ingarinnar. Hann starfaði fyrir Samvinnu- tryggingar á meðan þær voru starf- ræktar sem tryggingafélag og starfaði jafnframt fyrir VÍS. Hann hefur unnið að þessum breytingum á Samvinnu- trygginum síðan síðasta sumar. Innmúraður valdakjarni „Það var í kjölfar þessara breyt- inga sem ákvörðunin um að selja hlut Samvinnutrygginga í VÍS var tekin,“ segir Gísli. Hann segir að nú sitji innmúraður valdakjarni og stjórni tíu milljarða hlut Samvinnu- sjóðsins svokallaða í hlutafélaginu Gift, sem stofnað verður upp úr Sam- vinnutryggingum. Gísli telur að vandræðalaust hefði verið að halda rekstri félags- ins óbreyttum. „Þá hefðu fulltrúarnir verið kosnir á aðalfundi Sambands- ins, af því að Samvinnutryggingar voru náttúrulega innan Samvinnu- hreyfingarinnar. Á þessa aðalfundi kom fólk víðs vegar að af landinu. Það hefði líkast til verið heppilegasta leiðin og þannig hefði mátt tryggja lýðræðislega aðkomu að félaginu,“ egir Gísli. Tíu milljarðar látinna Aðalfundur eignarhaldsfélags- ins Samvinnutrygginga var haldinn þann 15. júní síðastliðinn. Fundur- inn var auglýstur með smáauglýs- ing í Morgunbla inu undir liðnum fundir og mannfagnaðir. Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ritaði grein þar sem hann vakti athygli á fundar- boðinu og velti upp þeirri spurningu hvort fundurinn væri aðeins fyrir út- valda samvinnumenn og afkomend- ur þeirra, eða hvort allir lifandi trygg- ingatakar hjá Samvinnutryggingum mættu sita fu di n. Grein Sigurðar olli nokkrum usla meðal stjórnenda Samvinnutrygg- inga. Í kjölfar þessa fundar var til- kynnt um að ákveðið hefði verið að leysa Samvinnutryggingar upp, og núlifandi tryggingatakar fengju hlutabréf í hinu nýja hlutafélagi. Þeir tíu milljarðar sem tilheyra Sam- vinnusjóðnum, sem hlutafé í félaginu Gift, er fé sem komið er frá trygginga- tökum sem hafa látist og fyrirtækjum sem hætt hafa rekstri. Gísli Jónatansson, varaformaður SÍS, segir klúbb innvígðra manna stjórna sjóðum Samvinnutrygginga á ólýðræðislegan hátt. Hann vill að peningum Samvin nusjóðsins verði varið til líknarmála. Benedikt Sigurðsson framkvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga, vill ekki tjá sig um hugmyndir Gísla. SIGTryGGur ArI JóhAnnSSOn blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „ég get ekkert sagt um þetta, því miður. Gísli verður að fá að segja það sem hann vill.“ Varaformaður SÍS gísli jónatans- son segir að þegar hætt var að velja í fulltrúaráð samvinnutrygginga með lýðræðislegum hætti hafi ýmislegt breyst. Eftir það var tekin ákvörðun um að selja eignarhlut í Vís og sjóðurinn stækkaði til muna. KLÚBBUR INNVÍGÐRA STJÓRNAR SJÓÐNUM föstudagur 29. júní 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Tappa af Hálslóni Hleypa á vatni úr Hálslóni í næstu viku þar sem lónið er að fyllast fyrr en æskilegt þykir og er þet a gert í öryggisskyni. Á þriðjudaginn klukkan tíu verða botnrásir Kárahnjúkavirkjunar opnaðar og við það mun vatns- magn í árfarvegi Jökulsár á Dal aukast um 150 til 300 rúmmetra á sekúndu. Þannig eykst rennsli Jöklu umtalsvert en nálgast samt aldrei meðalrennsli árinnar eins og það var fyrir virkjun. Vatninu sem hleypt er af lóninu er tekið fimm metrum fyrir neðan intaks- op virkjunarinnar svo ekki er um að ræða vatn í botni lónsins. Fékk ekki lö b nn Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun Sýslumanns- ins í Reykjavík um að hafna lög- banni yfi tryggingasölumanni. Tryggingamiðstöðin hafði mann- inn í vinnu í rúma tvö mánuði eða þar til hann hann sagði upp störfum og réð sig hjá Verði-Ís- landstryggingu. Maðurinn var enn starf- andi á reynslutíma með einnar viku uppsagnarfrest þegar hann hætti og þótti dómnum því mjög íþyngjandi og mikil hefting á at- vinnufrelsi mannsins fengi hann ekki að starfa hjá samkeppnis- aðila í hálft ár. Ljóst þótti þó að maðurinn hefði brotið gegn rétti Tryggingamiðstöðvarinnar sem þó hafi ekki getað sýnt fram á skaða, á meðan dóms í málinu er beðið, og það réttlætti því ekki lögbann. Stuttbylgjan í sögubækur ar Útvarpssendingar Ríkisút- varpsins á stuttbylgju heyra sögunni til, frá og með næsta sunnudegi. Þá hættir út- varpið þessum útsendingum samkvæmt samkomulagi við Neyðarlínuna sem á og rekur stuttbylgjusendana. Forsvarsmenn Ríkisút- varpsins segja vægi stutt- bylgjusendinga hafa hraðm- innkað á síðustu árum með tilkomu útsendinga á netinu og gervihnattaútsendinga. Rekinn úr Bergmáli Karl Vignir Þorsteinsson var rekinn úr Líknar- og vinafélaginu Bergmáli eftir að hann játaði í yfirheyrslum lögreglu að hafa misnotað dreng marg- sinnis á upp- tökuheimilinu á Kumbara- vogi á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Kolbrún Karlsdóttir formaður félagsins vill árétta að félagsmenn hafi aldrei haft hugmynd um slóð Karls Vignis og hann starfi ekki á vegum félagsins lengur. DV sagði frá því í gær að Karl Vignir hefur boðið veikum og blindum til sam- verustunda í sumarbústað síðustu ár og gert það í nafni Bergmáls. Ögmundur Jónasson fagnar ákvörðun utanríkisráðherra að láta kanna fangaflug: Lítil breyting á utanríkisstefnunni Ögmundur Jónasson þingflokks- formaður Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs fagnar ákvörðun Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra um að láta kanna milli- lendingar svokallaðra fangaflugvéla leyniþjónustu Bandaríkjanna hér á landi. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld lítið látið sig mögulegar millilending- ar fangaflugvélanna varða, en grunur leikur á að minnst 39 einstaklingum sé haldið án dóms og laga í leynilegum fangelsum í Evrópu og víðar. Ögmundur segist styðja ákvörðun Ingibjargar eindregið. „Þetta er í sam- ræmi við það sem við höfum marg oft óskað eftir að verði gert og mér finnst það hið besta mál að slík athugun skuli fara fram. Ég hef ekkert nema gott um það að segja.“ Ögmundur telur þrátt fyrir þessa breyttu stefnu í fangaflugsmálun- um að enn kveði ekki við nýjan tón í utanríkisstefnu Íslendinga. „Ég hef ekki enn séð að tilkoma Samfylking- arinnar í ríkisstjórn með Sjálfstæð- isflokki hafi breytt miklu um utan- ríkisstefnuna,“ segir hann. „Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn hafi ákveðið að harma Íraksstríðið þá kemur að- stoð utanríkisráðherra Bandaríkj- anna skælbrosandi út af fundi með Geir og Ingibjörgu og segir að Ísland sé traustasti bandamaður Banda- ríkjanna,“ segir hann og bætir því við að Bandaríkjastjórn fagni jafnframt framboði Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.Þess vegna sé ekki að sjá að meiriháttar stefnu- breyting hafi orðið. Leiði athugun yfirvalda í ljós að fangaflugvélar hafi í raun millilent á Keflavíkurflugvelli og Reykjavík- urflugvelli telur Ögmundur það vera mjög alvarlegt mál. „Ef svo reynist vera, þá ættu íslensk stjórnvöld að krefjast fundar með fulltrúa Banda- ríkjastjórnar og koma á framfæri mjög hörðum mótmælum vegna þessa,“ segir Ögmundur. Ögmundur Jónasson Ánægður með athugunina en segir litla breytingu vera á utanríkisstefnu íslendinga. Helgi Rafn Brynjarsson er sakaður um að hafa drepið hund og var hótað lífláti af þeim sökum. Sjálfur segist hann saklaus. Vitni eru af misþyrmingu hundsins og rann-sakar lögreglan málið. Á með n á r nnsókn stendur er Helgi fordæ dur á netinu og honum hótað. Hann hefur kært líflátshótanir til lögreglu. VAR HÓTAÐ LÍFLÁTI OG LÍKAMSMEIÐINGUM Kvalafullur dauðdagi kínverska fax- hundsins Lúkasar á bíladögum á Akur- eyri um miðjan mánuðinn hefur orðið til þess að maður sem sakaður er um að hafa drepið hann er hótað lífláti. Fólk varð vitni að því að hundin- um Lúkasi var misþyrmt svo illilega að hann drapst kvalafullum dauðdaga. Kristjana Svansdóttir, eigandi hunds- ins, er miður sín vegna atburðarins. Hún gekk í gær á fund lögreglu í gær og kærði drápið á hundinum sínum. Hundinum var misþyrmt „Það sem skiptir mig mestu máli er að hundurinn minn var tekinn, honum misþyrmt þangað til hann dó og það voru vitni að því,“ seg- ir Kristjana. „Það voru menn sem gerðu það og þessir menn skulu sóttir til saka. Aðalatriðið er að ég fái hundinn minn heim. Ég veit ég fæ hann aldrei lifandi. Ég vil bara ekki vita af honum einhverstaðar ofan í gjótu, búið að henda honum út í sjó eða gera eitthvað ógeðslegt við hann. Guð má vita hvað þeir gerðu við hann eftir að þeir voru búnir að drepa hann,“ segir Kristjana. Hundurinn Lúkast týndist á Hvítasunnunni. Kristjana hefur það eftir vitnum að dauða hundsins að fjórir til fimm piltar hafi fundið hann á bíladögum 16. og 17. júní. „Pilt- arnir tóku hundinn og stríddu hon- um. Síðan settu þeir hann í íþrótta- tösku og spörkuðu í hann þangað til að hann hætti að öskra. Þetta er ógeðslegt. Að missa hund er eitt, en að missa hund svona er allt annað,“ segir Kristjana. „Mér finnst nóg hafa gengið á, ég vil fá hann aftur til baka sama í hvernig ástandi hann er. Ég vil bara ekki vita af honum einhverstaðar í tætlum. Ég vil fá ró og ég vil geta jarðað hann,“ segir Kristjana. Ég er saklaus Helga Rafni Brynjarssyni hef- ur verið gefið að sök að hafa drepið hundinn. Hefur honum verið hótað líkamsmeiðingum og dauða af þeim sökum. Helgi Rafn segist hafa verið á Bíladögum og aðspurður hvort gam- an hefði verið á Bíladögum svarar Helgi Rafn því að það hafi verið fínt. Hann neitar hinsvegar þeim ásökun- um að hann hafi drepið hundinn og segist einungis hafa verið á bíladög- um í skamman tíma. „Já ég fór á bíla- daga í tíu tíma,“ segir Helgi Rafn. „Ég kom um laugardagsnóttina og fór á sunnudagsmorgninum,“ segir Helgi Rafn. Morðhótanir Helga Rafni hafa verið send- ar margar hótanir og inni á netinu eru margar heimasíður þar sem má finna spjallþræði þar sem mörg ljót orð eru látin falla í Helga garð. Inni á bloggsíðu Helga má til að mynda finna eftirfarandi athugasemd í gestabók hans: „Ég hef aldrei vitað um svona hræðilega mannvonsku og ég vona að þú verðir laminn þangað til þú endar í hjólastól VIÐ- BJÓÐSLEGI DÝRANÍÐINGUR!!!!“. Sú athugasemd er nafnlaus. „Ég er ekki búinn að lesa þetta sjálfur á netinu en mér finnst ógeðs- lega hart að fólk geti ekki sagt þetta við mig í eigin persónu. Hringjandi með leyninúmerum og eitthvað svona kjaftæði,“ segir Helgi. „Ég er á leiðinni út á lögreglustöð til þess að kæra þetta allt á eftir. Það er verið að hóta mér lífláti og við mig er sagt: Þú munt deyja.“ Helgi segist ekki geta hafa gert það sem hann er sakaður um að hafa gert. „Já ég er mikill dýravinur og ég hefði aldrei getað gert þetta. Ekki einu sinni þó ég væri í glasi. Ég elska hunda eins mikið og ég get og ætlaði að vera með hunda á bíla- dögum með mér, sem vinur minn á,“ segir Helgi. KRISTÍN HREFNA HALLDÓRSD. blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is Kristjana Svansdóttir og hundurinn Lúkas Kristjana var búin að eiga Lúkas í eitt ár og að hennar sögn var hann eins og hver annar fjölskyldumeðlimur. Snilld og lúxus „Ég er þungt hugsi og er að velta því fyrir mér að fá mér nýtt hjólhýsi,“ segir Árni Bragason, húsasmiður. Árni hefur keypt tvö hjólhýsi áður og er að spá í að fara að endurnýja. „Ég held að ég sé að minnka örlítið við mig en um leið betrumbæta segir Árni, sem segist persónulega velja Ísland sem áfangastað í sumarfríunum, en konan vilji frekar fara til útlanda. Árni segist ekki eiga sér neinn uppáhalds áfanga- stað á Íslandi en Akureyri heilli alltaf. Árni segir tilganginn með því að eiga hjólhýsi sé að ferðast sem víðast um landið og skoða þessa fallegu nátt- úru sem landið bíður upp á. „Maður verður að nota þessa ferðavagna fyrst maður á þetta og skoða þetta fallega land sem maður á. Það er algjör snilld að ferðast á þessu og það er ekki verra að hafa góðan lúxus,“ segir Árni sem stóð inn í Puccini hjólhýsi af dýrari gerðinni. MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 20078 Fréttir DV Sala á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögn- um hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. DV fór í blíðunni í gær að Seglagerðinni Ægi og hitti fólk sem var í stórum hugleið- ingum. Hægt er að fá hjólhýsi fyrir allt að fjórum milljónum króna. HJÓLHÝSI OG FELLIHÝSI ALDREI VINSÆLLI Mest álag þegar sólin skín „Það er ekki nokkur spurning að salan á hjólhýsum, fellihýsum og tjaldvögnum hefur aukist umtalsvert undanfarin ár,“ segir Þórður Kristj- ánsson, sölumaður hjá Seglagerðinni Ægi. „Salan á þessu er jöfn og þétt og það er ekkert eitt sem sker sig úr. Það er kannski helst Puccini hjólhýs- in sem eru vinsælust,“ segir Þórður og segist hann finna fyrir því að fólk sæki meira í lúxus en áður. „Maður finnur fyrir því að fólk er farið að sækja í dýr- ari týpurnar. Við erum til dæmis með hjólhýsi á verði allt frá sextán hundr- uð þúsund og upp í rúmar fjórar milljónir króna. Þegar verðið er kom- ið svona hátt er lúxusinn líka í fyri- rúmi og hýsið orðin eins og lítil íbúð. Við tökum nánast öll gömul hjólhýsi upp í nýjar gerðir og það hefur verið vinsælt að endurnýja gömlu týpurn- ar,“ segir Þórður. Þórður segir að mesti álagstím- inn sé um þessar mundir og segist sjá mun á milli daga þegar sólin skín. „Maður finnur greinilegan mun. Á góðum dögum þegar sólin skín er meiri hugur í fólki og fólk ríkur upp til handa og fóta,“ segir Þórður. Uppá- haldsáfangastaður Þórðar á Íslandi er Atlavíkin og kveðst hann kjósa Ísland fram yfir útlönd þegar velja á áfanga- stað fyrir sumarfríið. Aðspurður um áfangastað í sumar segist Þórður því miður ekki hafa mikinn tíma vegna anna í vinnunni en segir að það sé aldrei að vita hvað verða vill. Þórður Kristjánsson, sölumaður hjá Seglagerðinni Ægi Segir fólk sækja meira í lúxusinn en áður. Árni Bragason Vill njóta Íslands en konan sækir meira í útlönd. Dýrðin skoðuð Besti vinur mannsins sýnir lítinn áhuga. DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2007 9 Gott að vera í náttúrunni „Við eigum fellihýsi en erum að spá í að fara að endurnýja og fá okkur nýtt og betra,“ segja hjónin Arinbjörn Snorrason, pípulagningarmaður, og Friðný Möller, sjúkraliði. Arinbjörn segir að það hafi verið kominn tími á endurnýjun og blíðviðrisdagar séu ekki til að skemma stemninguna. „Ég neita því ekki að það er miklu meiri hugur í manni þegar veðrið er gott úti. Þegar sólin skín fer maður að hugsa til þess hversu gott er að vera í nátt- úrunni,“ segir Arinbjörn. Uppáhalds- áfangastaður þeirra hjóna er Eyja- fjörðurinn en það er heimabyggð þeirra og verður hann væntanlega heimsóttur í sumar. Þau segjast bæði kjósa Ísland og útlönd þegar kemur að því að velja áfangastað. „Það hef- ur verið beggja blands hjá okkur und- anfarin ár. Við erum búin að vera er- lendis í sumar og eigum eftir að fara meira til útlanda. Þannig að ég býst við því að skiptingin verði nokkuð jöfn í sumar,“ segir Friðný. Kjósa Ísland á sumrin „Þetta er nú ekki búinn að vera draumur lengi hjá okkur. Við vorum að selja sumarbústað sem við höfum átt í mörg ár og okkur fannst tilvalið að reyna að halda tengslum við nátt- úruna og kaupa okkur hjólhýsi,“ seg- ir Erna. Sumarbústaður þeirra hjóna var við Langá. „Okkur langar að ferð- ast austur fyrir fjall og finna okkur stað við góða golfvelli,“ segir Erna en Hildimundur er duglegur í golfinu yfir sumartímann. Þau Hildimundur og Guðný eiga sér nokkra uppáhalds- staði á landinu en Akureyri er alltaf ofarlega á listanum. Ásbyrgi er einn- ig ákaflega fallegur staður og okkur finnst alltaf gaman að koma þangað. Svo finnst okkur gaman að fara aust- ur fyrir fjall og munum við að öllum líkindum gera mikið af því í sum- ar. Ísland hefur upp á marga fallega áfangastaði að bjóða og markmiðið er að skoða sem flesta þeirra,“ segir Erna. Þau hjónin eru ellilífeyrisþeg- ar og segir Erna að þau ætli að nýta frítímann sem gefst vel. Þau Guðný og Hildimundur segjast kjósa Ísland frekar enn útlönd yfir sumartímann en á veturna vilja þau sækja í hlýjari áfangastaði og sleppa við skamm- degið á Íslandi. Elta góða veðrið „Við eru búin að eiga tjaldvagn í um það bil níu ár og okkur fannst tími til kominn að endurnýja. Næsta skref var því að fá sér fellihýsi,“ segja hjónin Odd- ný Gísladóttir og Jón Guðmundur Birg- isson. Mánuður er liðinn frá því þau keyptu sér fellihýsið en nú fari sá tími að renna í garð að fellihýsið fái að njóta sín. Þau segjast ekki eiga sér neinn sér- stakan áfangastað á landinu. Aðalat- riðið sé að sækja þangað sem sólin skín og góða veðrið er. „Við munum reyna að eltast sem mest við sólina í sumar. Það munu allar helgar sem bjóðast fara í að ferðast um landið og ef spáin lofar góðu á einhverjum tilteknum stað þá munum við elta góða veðrið,“ segir Jón. Saman eiga þau strákinn Patrek Mána sem sést hér á myndinni við greinina. Þau Oddný og Jón Guðmundur segj- ast ekki hafa ferðast mikið til útlanda undanfarin ár. „Það er erfitt að nefna einhvern uppáhaldsáfangastað þar sem við vorum að koma heim úr fyrstu ferðinni okkar saman. Við höfum kosið að ferðast frekar innanlands en það er aldrei að vita hvað verður þegar fram líða stundir. Það er gott að fá smá til- breytingu og fara út fyrir landsteinanna öðru hverju,“ segir Jón. Arinbjörn Snorrason og Friðný Möller segjast bæði kjósa Ísland og útlönd sem áfangastaði. Hildimundur Björnsson og Guðný Erna Þórarinnsdóttir. Patrekur Máni Verður á ferð og flugi í nýja fellihýsinu í sumar. „Ég neita því ekki að það er miklu meiri hugur í manni þegar veðrið er gott úti“ einar@dv.is þriðjudagur 19. júní 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Sumarhús á landinu eru tvöfalt fleiri nú en þau voru fyrir tí árum: Metár í sumarhú abyggingu Sumarhús eru orðin tvöfalt fleiri en þau voru fyrir rúmum áratug, eða frá árinu 1994. Síðasta ár var metár í uppbyggingu sumarhúsa í uppsveit- um Árnessýslu og fjölgunin nú er álíka og þá. Flest sumarhús eru í uppsveitum Árnessýslu eða tæp 43 prósent allra sumarhúsa á landinu. Hilmar Einars- son sem er byggingafulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að þar hafi verið stanslaus aukning síðan 1998. Í uppsveitum Árnessýslu eru nú 4.451 sumarhús og það sem af er ári hefur verið sótt um 126 lóðir til bygg- ingar á sumarhúsum. Hilmar segir að í fyrra hafi verið sótt um 376 sumarbú- staðalóðir og 172 gestahús og geymsl- ur við sumarbústaðalóðir. „Aukning- in er álíka mikil og í fyrra, sem var metár, en það er alltaf mjög erfitt að segja til um það fyrr en maður sér töl- urnar fyrir allt árið. Þetta er mismun- andi eftir mánuðum og sum mánuð- ina er mun meira sótt um en aðra. Ég hef það þó á tilfinningunni að á heild- ina litið verði þetta heldur mi na en í fyrra. Þó hef ég sagt það mjög lengi að þetta hljóti að vera metár og árið á undan verði ekki toppað. Það hefur verið stanslaus aukning síðan 1998,“ segir Hilmar. Árið 1994 voru 4.990 sumarhús á landinu en um síðustu á amót voru þau 10.450. Næst flest sumarhús, fyrir utan uppsveitir Árnessýslu, eru núna í Borgarbyggð eða 1.138. Einungis tvö sumarhús eru í Garðabæ og Reykja- nesbæ, enda eru svo sem ekki stór sumarhúsasvæði í þessum sveitarfé- lögum. Uppsveitir Árnessýslu eru um 6,7 pró ent af Íslandi, og Hilmar seg- ir að þetta sé mjög vinsvælt sumar- bústaðaland en sé einnig vænlegt til búsetu. „Í fyrra bárust, í heildina, 774 umsóknir um byggingaleyfi til mín. Það eru aðvitað íbúðarhús, stækkan- ir á íbúðarhúsum, gripahús, sumar- hús og fleira,“ segir Hilmar. Það sem er einnig athyglisvert er hversu hátt hlutfall sumarhúsalóðirnar eru, eða 48 prósent af öllum umsóknunum. Hilmar Ei arsson Byggingafulltrúinn í uppsveitum Árnessýslu á von á að sumarhúsum fjölgi ekki jafn mikið í ár og í fyrra. Hann kveðst þó stundum hafa spáð þannig áður en sumarhúsum hafi fjölgað sem aldrei fyrr. Ölvaður undir stýri kyrrstæðs bíls Ökumaður var tekinn ölvað- ur undir stýri á Hafnarveginum í Reykjanesbæ í gær. Bíllinn var kyrrstæður en maðurinn var talsvert ölvaður. Ökumaðuri n var tekinn í hald lögreglunnar og mátti sætta sig við að dvelja hjá henni þar til mál hans var tekið fyrir. Bíl ökumannsins var lagt í nágrenni við Hafnirnar en ekki er talið líklegt að ökumaðurinn hafi ætlað sér að aka bílnum í því ástandi sem hann var. DV í hundrað þúsund eintökum DV er dreift frítt í rúmlega hundrað þúsund eintökum inn á heimili landsins í dag. Þetta er gert í tilefni þess að dreifing blaðsins hefur verið stórauk- in. DV er nú komið í morg- undreifingu um land allt og berst áskrifendum eftirleiðis á morgnana. Þetta er í annað skiptið sem DV er dreift í yfir 100 þúsund eintökum. Fyrra skiptið var þegar byrjað var að selja DV í áskrift í byrjun maí og kom þá út aukablað sem var helgað kosningum til Alþingis. Blaðið nú dregur dám af því að í dag er 19. júní og jafnréttismál eru áberandi í blaðinu í dag. Sótti barnið fullur á bíl Lögreglumenn á Ísafirði stö vuðu ölvaðan ökumann eftir að hann sótti barn sitt á leikskól- ann. Maðurinn var á heimleið þegar lögregla stöðvaði hann síð- degis á föstudag en sem betur fer hlutu hvorki barnið é maðurinn skaða af þessu glæfralega athæfi mannsins. Tíu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akst- ur á Vestfjörðum í síðustu viku. Sá sem hraðast ók var stöðvaður í Staðar- dal af lögreglu önn- um frá Hólmavík en hann var mældur á 168 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar. Átta sveitarstjórnarmenn sitja á Alþingi. Árni Þór Sigurðsson hyggst hætta sem borgar-fulltrúi líkt og St inunn Valdís Óskarsdóttir. Gunnar Svavarsson og Kristján Þór Júlí-usson segja setu í bæjarstjórn hafi ekki áhrif á þingmennskuna. Ragnheiður Ríkharðs-dóttir ætlar að hætta sem bæjarstjóri en er launahæst á þingi þar til h gerir það. „Ég er harðákveðinn í því að ég mun hætta í borgarstjórn líkt og Steinunn Valdís,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna og sitj- andi borgarfulltrúi í Reykjavík. Steinunn Valdís Óskarsdóttir hef- ur lýst því yfir að hún ætli að láta af störfum sem borgarfulltrúi. Sagði hún að hvort um sig væ i fullt starf og því nauðsynlegt að sinna því eins vel og kostur er. Eins og staðan er núna eru sjö þingmenn sem einnig eru starfandi sem borgar- eða bæj- arfulltrúar. Árni Þór Sigurðsson er sá eini af þessum sem er starfandi í borgarstjórn. Árni segir að vinnuá- lagið í borgarstjórninni sé mjög mis- jafnt. „Það fer mikið eftir því hvort einstaklingur er í meirihluta eða minnihluta. Álagið er augljóslega meira þegar menn eru í meirihluta. Mér finnst nauðsynlegt að einbeita mér eingöngu að þinginu enda er það 100 prósent starf,“ segir Árni Þór. Gjörólíkt starfsumhverfi Auk Árna Þórs og Steinunnar Val- dísar eru Kristján Þór Júlíusson, Ár- mann Kr. Ólafsson, Gunnar Svavars- son, Björk Guðjónsdóttir, Birkir Jó Jónsson og Ragnheiður Ríkharðs- dóttir bæjarfulltrúar samfara því að vera þingmenn. Ragnheiður Rík- harðsdóttir er starfandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ og mun hún láta af störfum áður en þing kemur saman í haust. Laun bæj rfulltrúa eru isjafn- lega há en þau eru töluvert lægri heldur en hjá borgarfulltrúum enda vinnuálagið miklu minna eins og Gunnar Svavarsson, fráfarandi for- seti bæjarstjórnar í Hafnarfirði bendir á. „Þegar störf bæjarfulltrúa og borgarfulltrúa eru borin saman kemur í ljós að starfsumhverfið og kjörin ru gjörólík. Það er gert ráð fyrir því að borgarfulltrúastarfið sé fullt starf á meðan starf bæjarfulltrúa er greidd sem hlutfall af viðmiðun- arlaunum sem eru mun lægri. Hing- að til hafa menn getað sinnt þessum störfum samfara þingmennsku.“ Ein og hálf milljón á mánuði Laun fyrir það að sitja í bæjar- stjórn eru misjöfn eftir sveitarfé- lögum. Launin fara einnig eftir því hvort viðkomandi situr í nefndum eða í bæjarráðum. Ragnheiður Rík- harðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, er ein hæst launaðasta al- þingiskonan. Ragnheiður þiggur 517 þúsund krónur í þingfararkaup, en hún er einnig sitjandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ og fær hún um 962 þús- und krónur á mánuði og innifalið í því er yfirvinnukaup og aksturs- styrkur upp á 81.600 krónur. Samtals nema því laun Ragnheiðar tæplega 1.500 þúsund krónum fyrir skatta. Á Akureyri eru föst mánaðar- laun þeirra sem sitja í bæjarstjórn 108 þúsund krónur og nema því heildarlaun Kristjáns Þórs Júlíus- sonar rúmlega 630 þúsund krónum. Í Hafnarfirði fá bæjarfulltrúar rúm- lega 145 þúsund krónur á mánuði. Á Akranesi eru grunnlaunin fyrir setu í bæjarstjórn 83 þúsund krónur og í Mosfellsbæ fá bæjarfulltrúar 69.881 krónur. Laun borgarfulltrúa í Reykjavík eru 80 prósent af þingfararkaupi eða sem svarar 413 þúsund krónum Athyglin ætti að beinast að ráðherrunum Það hefur verið í umræðunni undanfarið að störf bæjar ulltrúa og þá sérstaklega borgarfulltrúa fari ekki saman við þingmannsstarfið, vegna mikils vinnuálags. Gunnar vísar því algjörle a á bug og segir að menn ættu frekar að beina at- hyglinni að ráðherr- unum. „Það er varla hægt að finna þann bæjarfulltrúa sem er í fullu starfi sem slíkur. Þetta er reiknað sem 30 prósenta starf og þá heyr- ast oft gagnrýnisraddir og menn oft spurðir hvernig tími gefst til að sinna báðum störfunum. Þá segi ég að menn ættu að snúa sér frekar að ráðherrunum og spyrja þá hvernig þeir geti sinnt fullu starfi sem ráð- herrar,“ segir Gunnar. Á síðasta kjörtímabili var Björn Bjarnason um skeið þingmaður, dóms- málaráðherra og borgar- fulltrúi í Reykjavík. EinAR ÞÓR SiGuRðSSon blaðamaður skrifar einar@dv.is 1.500 þúS nD á ánuði Kristján og Steinunn Kristján þór heldur áfram setu í bæjarstjórn a ureyrar en Steinunn Valdís hættir í borgarstjórn. á leið til Kaup- mannahafnar Þrír heppnir áskrifendur unnu flugmiða fyrir tvo með Ice- land Express í áskriftarleik DV, en dregið var um vinningshafa í gær. Guðrún Ruth Jósepsdóttir sem nýlega endurnýjaði áskrift sína að DV fer til Kaupmanna- hafnar ásamt eiginmanni sínum í nóvember og var að vonum ánægð með vinninginn. Auk hennar fengu Elín Sturlaugsdótt- ir og Ásta Ferdinandsdóttir flug- ferð með félaginu. Þá fengu tíu áskrifendur miða í Borgarleik- húsið að eigin vali. Með góð laun ragnheiður ríkharðsdóttir fær um eina og hálfa milljón á mánuði meðan hún er bæði bæjarstjóri og þingmaður. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hávað reglur í smíðum Ný hávaðareglugerð er í smíð- um hjá Umhverfisráðuneytinu og gefst almenningi kostur á að koma athugasemdum á fram- færi. Drög voru gerð að reglugerð- inni fyrir þremur árum en vegna fjölda athugasemda u sagnar- aðila var ákveð ð að gera ný drög. Markmið með nýrri reglugerð er meðal annars að auka skýr- leika laganna, draga úr réttar- óvissu, endurskoða gildandi hávaðamörk og fylla í eyður sem komið hafa fram í framkvæmd eldri reglugerðar. Tekið verður við athugasemdum almennings til 15. september á netfangið postur@umhverfisraduneytid.is Konur með lægri laun Föst mánaðarlaun kvenna voru tíu til tólf prósentum lægri en karla á síðasta ári samkvæmt gögnum sem ParX hefur safnað um launagreiðsl- ur, hér á landi, u dir leiðsögn Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands. Föst mánað- arlaun kvenna voru að meðaltali átján prósentum lægri en karla. Átta prósent af þessum launamun kynjanna verður skýrður með menntun- armun, starfi, aldri eða starfs- aldri. Eftir stend r þó að föst mánaðarlaun kvenna eru tíu prósentum lægri en karla. Garðyrkjuskólinn til Flúða? Ísólfur Gylfi Pálmason, sveit- arstjóri Hrunamanna, hefur lagt fram tillögu um að flytja Garð- yrkjuskóla ríkisins að Flúðum. Það er héraðsfréttablaðið Glugg- inn sem greinir frá þessu. Ísólfur segir að skólinn eigi sér mikla framtíðarmöguleika og sé spenn- andi stofnun. Skólinn hefur verið starfræktur á Reykjum frá árinu 1939. Ísólfur segir skólann hafa verið í ákveðinni tilvistarkreppu og fjársvelti. Á síðustu árum hafi áhugi fólks á umhverfismálum og ræktun aukist til muna og því tilvalið að uppfæra skólann með það að leiðarljósi. Sýknuð af rítalínsmygli Kona sem ætlaði að heim- sækja unnusta sinn á Litla- Hraun var á föstudag sýknuð af því að hafa ætlað að smygla rítalíni inn í fangelsið. Þegar konan kom í móttöku fang- elsisins brást fíkniefnahund- ur þannig við að ástæða þótti til að leita á henni. Konan neitaði að leitað yrði á sér og fór. Lögregla stöðvaði bíl hennar í grenndinni og fann á henni rítalíntöflur og spraut- ur. Upphaflega sagðist konan hafa ætlað að fara með lyfin til unnusta síns en dró þann framburð til baka. „Ísland hefur eins og flestar aðr- ar þjóðir skrifað undir svo kallað- an Vínarsamning um stjórnmála- sambönd,“ segir Elín Flygenring, prótókollsstjóri hjá Utanríkisráðu- neytinu. Á þriðjudaginn fjallaði DV um framkvæmdir sem standa yfir á lóð rússneska sendiráðsins en að verkinu koma eingöngu rússneskir starfsmenn sem eru á rússneskum kjarasamningum. Íbúar í kringum svæðið hafa margir hverjir verið óánægðir með umgengni á svæð- inu enda eru heilu staflarnir af ryð- guðum olíutunnum steinsnar frá lóðum íbúanna. Elín segir að ekki sé hægt að kalla sendiráðslóðirnar fríríki heldur hafa þau svo kölluð frið- helgisréttindi og bendir í því sam- hengi á lög númer sextán frá árinu 1971 sem kveða á um rétt sendi- ráða og starfsemi þeirra. Í lögun- um sem samþykkt voru segir að sendiráðssvæðið skuli njóta frið- helgi en 22. grein kveður á um það. Þar segir ennfremur að full- trúar frá móttökuríkinu, það er Íslandi, geti ekki farið inn á lóð- ina nema með samþykki forstöðu- manns sendiráðsins. Í 33. grein þessara sömu laga segir að starfs- menn á vegum sendiráðsins eigi að njóta friðhelgi til athafna, sem þeir framkvæma innan skyldu- starfa sinna. Ef starfsmenn sendi- ráðsins hafa ekki fast heimilsfang hér á landi, líkt og verkamennirn- ir við rússneska sendiráðið, skulu þeir undanþegnir öllum sköttum og gjöldum. Samkvæmt þessum lögum hef- ur Ísland takmarkaðar heimildir til að skipta sér af starfsemi sendiráð- anna. Lóðir sendiráðanna eru frið- helgar samkvæmt lögum og full- trúar frá Íslandi geta ekki farið inn á lóðina nema með leyfi sendiráðs- ins. Elín segir að kvartanir vegna framkvæmda á lóðum sendiráð- anna séu ekki algengar. „Ég man ekki eftir því að hafa fengið eina einustu kvörtun vegna starfsemi sendiráðanna eftir að ég tók við þessu starfi í september síðastliðn- um.“ Aðspurð segir Elín ef kvartan- ir berast til prótókollsins sé tekið á þeim en það fari eftir eðli þeirra hverju sinni. „Hvert mál er skoð- að fyrir sig, en við höfum ekki lent í neinum vandræðum með sendi- ráðin,“ segir Elín. einar@dv.is Lóðir sendiráða varðar með lögum Takmarkaðar heimildir til afskipta af starfsemi sendiráðanna: Frá lóð rússneska sendiráðsins Nágrannar undra sig á frágangi við vinnuna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur boðið forstjóra Alcan að stækka ál-verið á landfyllingu. Einar Mar Þórðarsson stjórnmálafræðingur segir að það myndi brjóta í bága við vilja íbúanna. Einar Mar Þórðarsson stjórnmála- fræðingur segir að lagalega séð hafi íbúakosning nánast ekkert vægi en pólitískt sé væri það ekki sniðugt fyrir bæjarstjórann í Hafnarfirði að fara út í stækkun á álverinu. Lúðvík Geirsson sagði hinsvegar á fundi með forstjóra Alcan í síðustu viku að til greina kæmi að stækka álverið á landfyllingu. Íbúakosningar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár og nýleg dæmi eru um slíkar kosningar hér á landi, til dæmis í Hafnarfirði. Marg- ir hafa engu að síður efast um vægi slíkra kosninga. Í helgarblaði DV sem kom út síðasta föstudag sagði Michel Jaques, forstjóri Alcan, að á fundi sín- um með Lúðvíki Geirssyni, bæjar- stjóra Hafnarfjarðar, að það kæmi til greina að stækka álverið þrátt fyrir að íbúarnir hefðu hafnað því í kosn- ingum. Michel Jaques segist engu að síður virða niðurstöður kosninganna. Þetta kemur mörgum líklega spánskt fyrir sjónir því ef Alcan ætlar að ráð- ast í stækkun álversins, og þar að auki vegna tillögu bæjarstjórans, þrátt fyrir að íbúarnir hafi hafnað stækkuninni er varla verið að bera mikla virðingu fyrir niðurstöðu kosninganna. Um hvað var kosið í íbúakosn-ingunum? Tæknilega séð var ekki verið að kjósa um hvort stækka mætti álverið eða ekki heldur hvort stækka mætti álverið á þennan hátt eða ekki. Íbú- arnir höfnuðu þessu deiliskipulagi og margir Hafnfirðingar hafa líklega ekki aðeins verið að hafna þessu ákveðna deiliskipulagi heldur stækkun yfir höf- uð. Fyrir þeim hljóta stækkunaráform Lúðvíks Geirssonar, bæjarstjóra, að skjóta skökku við. Michel Jaques seg- ir að á fundi sínum með Lúðvíki hafi Lúðvík komið fram með tillögu um að stækka álverið með landfyllingu. Í að- alskipulagi bæjarins er gert ráð fyrir því að höfnin verði færð og hafi bæj- arstjórinn komið fram með þá tillögu að nýta sér það. „Tæknilega var auðvitað verið að kjósa um þessa ákveðnu deiliskipu- lagstillögu, þeir sem voru að kjósa, það er að segja íbúar Hafnafjarðar, voru vissulega fyrst og fremst að kjósa um það hvort þeir vildu stækka ál- verið eða ekki og jafnvel að greiða at- kvæði með eða á móti þessu álveri,“ segir Einar Mar Þórðarson, stjórn- málafræðingur. Brýtur í bága við vilja íbúanna Einar Mar segir að óhætt sé að full- yrða að bæjarstjórinn væri að brjóta í bága við vilja íbúanna sem tjáðu hug sinn í kosningum með því að stækka álverið hvort sem það væri á land- fyllingu eða með einhverjum öðrum hætti. „Mér finnst mjög ótrúlegt að bæjarstjórnin komi með einhverja nýja tillögu eða breyti tillögunni í þá átt að álverið stækki án þess að leyfa íbúunum að kjósa um hana,“ segir Einar og bætir við að það gæti auð- vitað verið að farið væri út í aðrar kosningar sem snéru að álverinu. „Ég held nú samt að það væri klókast fyrir þennan meirihluta að láta kyrrt liggja alveg þetta kjörtímabil,“ segir Einar. Ekkert lagalegt vægi en mikið pólitískt „Lagalegt vægi íbúaskosninga, eins og þær er settar upp í dag, er nán- ast ekki neitt en pólitískt vægi þeirra er mjög mikið. Það ætti allavega að vera mjög mikið,“ segir Einar Mar. „Því held ég að það væri mjög erfitt fyrir núver- andi meirihluta að fara að fikta eitt- hvað í þessu deiliskipulagi eða þessari niðurstöðu sem meirihluti íbúa Hafn- arfjarðar komst að þá er hætt við því að þeim verði hafnað í næstu sveita- stjórnarkosningum,“ segir Einar. „Íbúakosningar eru ákveðin skila- boð og með því er verið að gefa íbú- unum kost á því að segja hug sinn í ákveðnum málum. Eins og íbúakosn- ingarnar í Hafnafirði voru settar upp var það alveg ljóst frá upphafi að það væri verið að kjósa um ákveðna deili- skipulagstillögu og bæjarstjórn gat á hvaða tíma sem er breytt þeirri til- lögu. Mér finnst nú samt ótrúlegt að núverandi bæjarstjórn ætli að breyta þessari tillögu. Það eru sterk skilaboð til bæjarstjórnarinnar. ÍBÚAKOSNINGAR HAFA EKKERT LAGALEGT VÆGI Lúðvík Gerisson Hefur sagt að til greina komi að stækka álverið þótt íbúar hafi hafnað stækkun. Íbúakosning í Hafnafirði Íbúarnir í Hafnarfirði kusu í raun um það hvort stækka ætti álverið eða ekki. Tillögur um stækkun voru felldar. KristÍn HrEFna blaðamaður skrifar: kristinhrefna@dv.is 29. júní 2007 25. júní 2007 22. júní 2007 20. júní 2007 19. júní 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.