Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 16
16 Helgarblað 15. september 2017fréttir N úna langar mig að brjóta smá blað,“ segir Páll Óskar aðspurður um tónleikana og af hverju hann beið ekki með þá þar til hann verður fimm- tugur, eftir þrjú ár. „Ef þakið fer af húsinu á laugar- daginn þá er kannski kominn grundvöllur til að gera þetta aftur þegar ég verð fimmtugur,“ segir Páll Óskar hress í bragði. „Þá verð- ur maður reynslunni ríkari, við erum svolítið að finna upp hjólið núna. Þetta er mikil áskorun á alla sem koma að þessu. Núna eru hátt í hundrað manns að vinna nótt og dag að koma þessu saman þannig að fimmtugsafmælið verður mun auðveldara í framkvæmd. Ég hef aldrei áður blandað saman tónlist, hljómsveit, dönsur- um, búningum, grafík, mynd- böndum, „ljósasjói“, tæknibrellum og keyrt áfram á sérsmíðuðu sviði. Þetta hefur mig langað til að gera lengi og dreymt um alla ævi og núna er tíminn kominn, einkum vegna þess að nú er þekkingin fyrir hendi á Íslandi. Við eigum tækja- búnaðinn og eigum starfsfólk sem hefur unnið að svona risatónleik- um hjá poppstjörnum eins og til dæmis Justin Bieber og Justin Timberlake. Þar var fræinu sáð og starfsfólk Sena Live fylgdist grannt með allri þeirri framkvæmd og fór að hugsa hvort það gæti sett svona tónleika á laggirnar með íslensk- um listamanni og íslenskt starfs- fólk í öllum hornum.“ Tækninýjung sem aldrei hefur verið reynd á Íslandi verður hluti af tónleikunum. Allir tónleikagest- ir fá armband sem er beintengt við borð ljósamannsins sem stýrir armböndunum alfarið. Áhorfend- ur verða eins og punktar í litasjón- varpi og ljósamaðurinn ákveður hvaða litur verður í stúku og hvaða litur verður á gólfi. „Þetta verður í höndum ljósamannsins og ég hlakka gríðarlega til að sjá þetta,“ segir Páll Óskar. Búningarennsli er á fimmtudag og generalprufa á föstudag með öllu, eldi, sprengingum, tækni- brellum. Undanfarna daga hafa dansar verið hreinsaðir upp og hljómsveitin æft sig. „Við urðum að fara þá leið með sum lög að taka þau upp og endurútsetja; for- rita hljóðið þannig að hljóm- sveitin gæti leikið þau.“ Sunnudaginn 10. sept- ember hittust dansarar og hljómsveit í fyrsta sinn og það var merki- leg stund að sögn Páls Óskars. „Þá fann hvor hópur orkuna frá hin- um,“ segir Páll Óskar, en hann er sá eini sem er með heildarútkomu tónleikanna í höfðinu. „Við erum búin að dansa fimm tíma á dag eftir vinnu, þannig að maður er aðeins lúinn þegar maður kemur heim,“ segir Páll Óskar, sem segist samt hafa náð að sofa 7–8 tíma á dag. „Nú er staðan sú að ég hef engar áhyggjur af „showinu“, núna geng- ur þetta bara sinn vanagang, allir eru að vinna á fullu í sínu og hugsa um að skila sínu verki. Ég þarf ein- göngu að hugsa um að vera sæt- ur og að röddin sé í lagi, mæta og hafa bara gaman af og gefa.“ Byrjaði sem barn að koma fram, en varð aldrei barnastjarna Páll Óskar byrjaði ungur að koma fram og syngja. „Ég man að ég var 10 ára þegar ég fékk borguð laun í fyrsta sinn fyrir að koma fram og syngja. Þetta var auglýsing fyrir leikfangaverslunina Fido, sem var í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveigarstíg, sungin Playmobil auglýsing. Þó að barnaröddin væri notuð mikið í auglýsingar og sjón- varpsþætti eins og Stundina okkar, þá varð ég aldrei barnastjarna, ég var aldrei mark- aðssettur þannig. Í flestum leikritum í barnaskóla lék ég öll kvenhlutverkin og það var enginn sem kippti sér upp við það. Þetta var eðlilegasta mál í heimi fyrir mig og alla aðra.“ Færri gigg í ár en oft áður vegna tónleikanna Í ár hefur Páll Óskar komið fram á færri giggum en oft áður og ástæðan er einföld. „Ég þurfti að velja og hafna og fyrir mig var engin spurning að taka þessa risatónleika og taka þá alla leið, þannig að þó að ég hafi sleppt ein- hverjum böllum í ár þá eru tónleik- arnir eins og taka 20 slík í einu. Ég var líka að taka upp plötu í stúdíói – kláraði hana í sumar. Viðhorf mitt er líka skýrt: plata er plata, tónleikar eru tónleikar og ball er ball og á morgun er ég með tónleika og tónleikar með mér eru bara mjög íburðarmiklir og krefjast gríðarlegs undirbúnings. Ég legg mikið á sjálfan mig og starfsfólkið í kringum mig. Núna þegar stytt- ist í tónleikana fæ ég gríðarlega góða tilfinningu í hjartað, lagavalið er rétt, lögin eru í réttri röð, upp- bygging á tónleikunum er falleg og rétt og ég get ábyrgst að þetta eru tónleikar sem gera lífið betra. Laugardalshöllin verður síðan óþekkjanleg, þú hefur aldrei séð og upplifað hana svona. Við förum alla leið til að gera tónleikana að ógleymanlegri upplifun.“ Ævistarfið á tveimur klukkutímum „Tónleikarnir eru ævistarfið mitt á rúmlega tveimur klukkutímum og ég gætti þess að velja lög frá 1991 til dagsins í dag. Þriðjungur er ný lög, af Kristalsplötunni sem var að koma út, og restin er „hittarar“ og klassík. Það sem stendur upp úr þegar ég hlusta á þetta sjálf- ur er hve gríðarlega góð orka er í tón- listinni, hvað hún er melódísk og mikið heilalím, og ég er hissa á hvað sum af þess- um lögum hafa elst vel og öðlast eigið líf fyrir löngu. Sem dæmi má nefna Stanslaust stuð sem var gef- ið út 1996 og virkar enn; „soundið“ virkar ennþá. Ég held að ástæðan fyrir því að þau hafa öðlast eigið líf Páll Óskar Hjálmtýsson er fyrir löngu orðinn að þjóðareign og er hann einn afkastamesti og upp- teknasti tónlistarmaður landsins. Hann stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa risatónleika sem fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugar- daginn 16. september. Tónleikar sem eru ævistarf Páls Óskars á tveimur klukkutímum. „MjaðMirNar og blístrið eru MælikvarðiNN á gott lag“ n Páll Óskar flytur ævistarfið á tveimur tímum Myndir MuMMi Lú Stífar dansæfingar „Við erum búin að dansa fimm tíma á dag eftir vinnu, þannig að maður er aðeins lúinn þegar maður kemur heim.“ ragna Gestsdóttir ragna@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.