Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 65
KYNNING Lifandi tónlist kvöld eftir kvöld og landsins mesta úrval af viskíi Dillon, laugavegi 30, 101 Reykjavík Dillon er orðinn rótgró-inn hluti af síbreytilegu skemmtanalífi mið- borgarinnar en staðurinn hefur starfað sleitulaust frá stofnárinu 1999. lifandi tón- list hefur alltaf verið í öndvegi á Dillon en ákveðin tímamót urðu í tónlistarlífi staðarins á síðasta ári þegar ákveðið var að breikka úrval þeirrar tón- listar sem flutt er þar. Áður hafði öll áherslan verið á rokktónlist en núorðið er flutt alls konar tónlist á staðnum. í fyrra voru um 250 tón- leikar haldnir á Dillon en þeir verða yfir 500 áður en þetta ár er liðið. Það er mögnuð staðreynd um Dillon að ávallt er frítt inn á tónleika og gildir þá einu hvað stór nöfn eru að spila. Sem dæmi hélt Bubbi Morthens nýlega tónleika á staðnum og er það í fyrsta skipti sem hann treður upp á Dillon. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í fjögurra tónleika röð Bubba á Dillon í haust. jafnframt má þess geta að Dillon er stærsti off-venue staðurinn á tónlistarhátíðinni airwaves og í fyrra komu þar fram rúmlega 80 hljómsveitir á sjö dögum. lifandi tónlist er nú á Dillon öll kvöld frá miðvikudegi út laugardagskvöld og frítt á alla tónleika. Á miðvikudags- kvöldum eru afar vinsæl blúskvöld þar sem áhorfend- ur fá að vera með. Á fimmtu- dagskvöldum er trommarinn einar Scheving með djass- kvöld þar sem hann fær til liðs við sig marga af færustu djassspilurum landsins. Á föstudagskvöldum og laugar- dagskvöldum er dagskráin síðan breytilegri. Hljómburðurinn í þessu rúmlega 100 ára gamla húsi sem hýsir Dillon er einstakur og er ein helsta ástæða þess að þar koma fram margir af flottustu tónlistarmönnum landsins í dag ásamt erlend- um gestum. Dillon er ekki bara tón- leikastaður, þar er líklega mesta viskíúrval landsins sem fyrirfinnst á einum bar. viskítegundirnar eru yfir 170 og reglulega er boðið upp á nýjar tegundir á barnum. alla daga vikunnar er Happy Hour á Dillon frá kl. 14 til 20. Þá er boðið upp á 2 fyrir 1 af bjór auk þess sem tilboð eru á dýrari bjór, víni og viskíi. Nánar má fylgjast með dagskránni á Dillon á Face- book-síðunni facebook.com/ DillonWhiskeyBar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.