Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 56
32 lífsstíll Helgarblað 15. september 2017 „Aðgerðin er ætluð fólki sem hefur reynt allt og þeim sem eiga á hættu að þróa með sér alvar- lega sjúkdóma sökum offitu. Þ etta snýst ekki um að líta vel út heldur að lifa lengur,“ segir fyrrverandi Biggest Loser-keppandinn Þór Viðar Jónsson, en núna í sept- ember er liðið eitt ár frá því að hann fór í hjáveituaðgerð á maga í Póllandi. Þór, sem er 43 ára, er nú þegar búinn að missa 55 kíló. Þá eru blóðþrýstingsvanda- mál úr sögunni, hann sefur bet- ur og kveðst sjaldan hafa liðið betur á líkama og sál. Hjáveituað- gerðin heppnaðist mjög vel og sú breyting sem Þór gerði á lífi sínu í kjölfarið hefur skilað honum þess- um mikla árangri. Mistök að fresta aðgerðinni Þegar Þór tók ákvörðun um að skrá sig í Biggest Loser árið 2013 var hann kom- inn á mjög slæman stað, bæði líkamlega og and- lega. Mánuðina áður en hann hóf keppni hafði hann verið í undirbúningi á Reykjalundi fyrir sams konar að- gerð og hann síð- ar gekkst undir en ákvað að slá henni á frest fyrir raun- veruleika- þáttinn. „Það að fresta aðgerðinni voru mikil mistök. Ég vildi óska að ég hefði farið í hana fyrir sjö árum.“ Ein mesta breytingin sem Þór fann fyrir eftir að- gerðina var að til- finningar hans til matar gjörbreytt- ust til hins betra. „Matarfíknin er nokkurn veginn úr sögunni. Ég er nánast al- veg hættur að finna þörf til að borða óhollan mat. Núna finn ég þegar ég verð saddur. Nú þarf ég frekar að tryggja að ég inn- byrði nógu margar kaloríur á dag.“ Hjáveituaðgerð á maga er þó engin töfralausn við offitu en Þór Viðar vill sérstaklega koma því á framfæri að það að fara í magaminnkun eigi aldrei að vera auðveld ákvörðun. Inngripið er mikið og ýmislegt getur kom- ið upp á eftir aðgerðina. „Þetta er neyðarúrræði. Aðgerðin er ætluð fólki sem hefur reynt allt og þeim sem eiga á hættu að þróa með sér alvarlega sjúkdóma sökum offitu.“ Undir búningur mikilvægur Þór segir jafnframt að þeir sem fari í svona aðgerð þurfi að vera vel undirbúnir andlega þar sem það taki mikið á að stokka upp lífsstíl- inn eftir aðgerðina. „Maður verð- ur að nota tækifærið sem býðst strax eftir aðgerðina til að um- bylta mataræðinu og hugar- farinu. Ef maður gerir það ekki þá er maginn fljót- ur að stækka aftur og allt fer í sama far- ið og fyrir aðgerð. Þó svo að margir nái að halda sér í góðu formi eft- ir aðgerðina eru sömuleið- is margir sem ráða ekki við matarfíkn- ina.“ Á þessu ári hefur drjúgur tími Þórs farið í sjálfskoðun og að koma matar- æðinu í rétt lag. Það að mæta í ræktina hefur verið látið mæta afgangi. Nú þegar lífið er smám saman að falla í fastar skorður ætl- ar hann að gefa sér meiri tíma til að efla heilsuna. „Fólk á alls ekki að mæta í ræktina með það að markmiði að ætla að losna við ein- hver kíló heldur að efla heilsuna.“ Aðspurður hvort sjálfstraust hans hafi aukist síðustu mánuði, svarar Þór: „Ég er kominn á þann stað í lífinu að ég er orðinn sáttur við sjálfan mig. Auðvitað hefur það hjálpað að ég er 55 kílóum léttari en það að vera laus úr viðj- um matarfíknarinnar er algjörlega stórkostlegt. n Þór Viðar missti 55 kíló á einu ári n Matarfíknin úr sögunni n Hjáveituaðgerð er ekki töfralausn gegn offitu Ári fyrir aðgerð Þessi mynd var tekin nokkrum vikum áður en Þór hélt til Póllands og fór í hjáveituaðgerð á maga.Mynd SigtryggUr Ari Ári síðar Einu ári eftir hjáveitu- aðgerðina hefur Þór misst 55 kíló. Hann leggur mikla áherslu á að slík aðgerð sé neyðarúrræði. Mynd BrynjA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.