Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 15. september 2017fréttir
Spurning vikunnar
Já, Guðni er mjög fínn. Ég kaus hann ekki en er mjög
ánægð með hann.
Unnur Stefánsdóttir
Ég hef ekki mikið fylgst með störfum hans, en mér
sýnist hann standa sig vel. Ég kaus ekki í forsetakosn-
ingunum því ég var alveg viss um að hann myndi vinna.
Ég vildi fá ungan mann eins og hann í þetta starf, það
þurfti endurnýjun.
Guðjón Gunnarsson
Hann er prýðismaður en mér finnst alltaf spursmál
hversu mikil völd forseti á að hafa. Það þarf að skil-
greina valdsvið forseta betur.
Sigríður Kjærnested
Já, mér fannst til dæmis gaman að heyra ræðu hans
á Alþingi í vikunni þar sem hann var með alveg réttar
áherslur.
Steinunn Guðbjartsdóttir
Ertu ánægð(ur) með störf forseta Íslands?
Á
dögunum var greint frá því
í sjónvarpsfréttum Ríkisút
varpsins að hrafn hefði flog
ið inn um gluggann hjá fjöl
skyldu í Sjálandshverfi í Garðabæ.
Með fréttinni fylgdi myndskeið
þar sem hrafninn sést gera sig
heimakominn ofan á þvottagrind
í stofu fjölskyldunnar og úða í sig
gómsætum tómötum úr hendi
heimilisfólks. Enginn var heima
þegar hrafninn kom inn en hann
náði að opna eldhúsglugga heim
ilisins sem var ekki lokaður til
fulls. Þegar inn var komið dundaði
krummi sér við að henda munum
niður á gólf og jafnvel út um glugg
ann, þar til heimilisfólk kom heim.
Síðan hefur komið í ljós að hrafn
inn er þekktur í ákveðnum hverf
um Garðabæjar og er uppátækja
samur með afbrigðum.
Merktur með málningu
„Ég þekkti hann strax enda er
hann með hvítan málningar
blett á vinstri vængnum. Ég sá
hann fyrst fyrr í sumar þegar
ég kom að honum hangandi í
þvottasnúru við heimili mitt. Þá
höfðu þvottaklemmurnar vakið
áhuga hans og hann reyndi að losa
þær með öllum tiltækum ráðum,“
segir Hanna Dóra Magnúsdóttir,
íbúi í Ásahverfi í Garðabæ. Fljót
lega hafi komið í ljós að fuglinn sé
afar gæfur og síðan þá hefur hann
nokkuð reglulega kíkt í heimsókn.
„Við gáfum honum að borða, með
al annars hráan kjúkling, og hann
kunni vel að meta það. Hrafnar
eru ekkert fyrir smáfuglaæti eins
og epli eða brauð. Hann var mjög
gæfur, át úr hendi manns og leyfði
öllum að klappa sér,“ segir Hanna
Dóra.
Fiðraður fáráðlingur
Því hefur gjarnan verið haldið
fram að hrafnar séu afar greindir
fuglar. Í nýlegri grein í vísinda
ritinu Science greindu vísinda
menn frá því að hrafnar gætu
skipulagt sig fyrir óorðnum að
stæðum og stæðu jafnvel öpum
og fjögurra ára börnum framar
í vitsmunum. Það sama virðist
ekki gilda um hrafninn í Garða
bæ því á máli Hönnu Dóru má
helst greina að þar sé á ferðinni
fiðraða útgáfan af Ingjaldsfíflinu.
„Hann virðist mjög sljór og hæg
ur, maður sér það þegar honum
er gefið að borða. Ég er ekki viss
um að þessi fugl myndi lifa af án
þess að fá matargjafir,“ segir hún.
Áðurnefndu innslagi RÚV
um hrafninn var dreift á Face
booksíðu íbúa í Garðabæ. Þá
kom í ljós að fjölmargir bæj
arbúar höfðu orðið varir við
fuglinn og birtu myndir því til
staðfestingar. Sögurnar bentu
til þess að fuglinn sæki fast í fé
lagsskap við mannfólk. „Fyr
ir nokkrum vikum hékk hann
lengi á svölunum hjá okkur í Ás
unum. Hann reyndi í fyrstu ákaft
að komast inn og fór ekki fyrr
en við lokuðum og drógum fyrir
alla glugga,“ segir einn íbúi á síð
unni. Þá höfðu borist fregnir af
aðgangshörðum krumma á golf
velli GKG í Leirdal og þar er að
öllum líkindum sá sljói kominn.
Hann virðist una hag sínum vel í
Garðabæ. n
Fiðraður Fáráður
Flögrar um garðabæ
n Félagslyndur hrafn vekur lukku í bænum n „Hann virðist mjög sljór og hægur“
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is „Ég er ekki
viss um að
þessi fugl myndi
lifa af án þess að
fá matargjafir
Ingjaldsfyglið Á
þessari mynd sést
hrafninn gæða sér á
brauðmeti í Ásahverfi.
Málningarslettan á
vinstri væng hans
sést greinilega.