Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 32
Um þessar mundir á Reykja-vík Kabarett hug hennar allan en með þeim frakka hópi skemmtir hún áhorfendum með örlítið djarfari og áleitnari hætti en Íslendingar eiga almennt að venjast. „Þegar maður er búin að vera að kenna og vera viðeigandi veislustjóri, hegða sér vel, vera á sparinu … þá finnst mér mjög gott að breyta til og fá útrás í kabarettinum. Í honum stjórnar maður ferðinni sjálfur, má segja dónabrandara, fara yfir strikið og svoleiðis. Haustið hefur einmitt alltaf dregið mig niður en eftir að ég tók málin í mínar hendur, og ákvað að gera eitthvað til að hlakka til, hef ég hlakkað til þessarar helgar í allt sumar,“ segir Margrét en Burlesque-fjölskyldan hennar, eins og hún kallar Reykjavík Kabarett, verður með tvær sýningar í Þjóðleikhúskjallaranum, á föstu- dags- og laugardagskvöld. „Að sýna með þessum vinum mínum er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þerapía fyrir konur að fara úr að ofan og segja dónabrandara Margrét segir það að vissu leyti þerapíu fyrir konur að fara úr að ofan og segja dónabrandara: „Þetta kom mér svolítið á óvart fyrst, en ég fæ að heyra það reglulega frá nemendum mínum að búrleskdans- inn hafi frábær áhrif á sjálfsöryggi þeirra og sjálfsmynd. Þær héldu sig kannski vera að koma á venjulegt dansnámskeið en fengu svo bara miklu meira en þær áttu von á. Til dæmis bara hvað líkamsvirðinguna varðar. Ein hafði fengið að heyra það einhvers staðar að hún væri of feit, en hún tók sig bara til og gerði flott atriði um það,“ segir Margrét og bætir við að búrleskdansinn sé þess eðlis að skemmtikraftarnir framkvæmi allt sem viðkemur atriði þeirra frá upphafi til enda. „Þetta getur verið góð rannsókn á því hvar hæfileikar manns enda. Maður þarf að semja atriðið, orðin, hreyfingarnar, finna tónlist. Maður saumar meira að segja búninginn sinn sjálfur. Hvar endar geta manns? Hvenær þarf maður hjálp?“ Vinkona sem strippar í hjólastól Í ensk-íslenskri orðabók með alfræðilegu ívafi er burlesque eða búrleskdansi lýst sem „Leik- hússkemmtun með sundurleitu efni, m.a. gamanþáttum (oft harla grófum), nektardansi og fatafell- ingu.“ Margrét útskýrir einmitt að upprunalega hafi þetta nafn verið notað yfir nektardans en í kringum 1990 hafi þróast sena í Los Angeles sem gerði út á pólitískari tegund af þessu formi sviðslista. „Þetta er kallað „neo burlesque“ og er í raun mjög pólitískt fyrirbæri sem gengur út á að sýna allan aldur, alls konar líkama, alls konar fólk sem tekur til sín kynþokka sinn og túlkar hann á eigin forsendum,“ segir Margrét. „Til dæmis á ég vinkonu sem er í fallega skreyttum hjólastól. Hún á mörg mjög góð búrlesk atriði. Kallar sig strippara í hjólastól. Það hafa allir bæði rétt og leyfi til að vera kynverur,“ segir hún ákveðið. „Svo er það mjög frelsandi að taka kvenlíkamann, sem oftast er sýndur undirgefinn eða við- kvæmur, og sýna að hann getur líka verið ógeðslega fyndinn, sterkur og fær um að gera furðulegustu hluti.“ Það segir þér enginn að fara úr fleiri fötum Margrét Erla leggur mikla áherslu á að búrleskdansinn snúist um sjálfstæði og frelsi þess sem flytur atriðið. „Um leið og ein- hver annar segir þér hvað þú átt að gera í þínu atriði þá er þetta ekki lengur búrlesk. Það bókar enginn skemmtikraft frá Reykjavík Kabarett og segir henni eða honum að fara úr fleiri fötum. Maður á bara að bóka skemmtikrafta sem maður treystir að séu með frábær atriði og skipta sér svo ekkert meira af því,“ segir hún og lagar til eyrna- lokkinn sinn. Vann milljón í happadrætti og missti kærastann í sömu vikunni En hvernig kom það til að Margrét kynntist þessari tegund af leikhúsi? „Það eru komin tíu ár síðan. Á því herrans ári 2007 fór ég til New York til að taka masterstíma í magadansi. Það kom eiginlega þannig til að ég hafði unnið milljón í happadrættisvinning, einmitt sömu vikuna og breski kærastinn var nýbúinn að segja mér upp. Við þetta tók lífið smá snúning og ég, sem ætlaði að fara til London þangað sem ég hafði komist inn í leiklistarskóla, fór til New York. Lífið sér um sína. Þessi milljón dugði mér út sumarið,“ segir hún og hlær að minningunni. Meðan á dansnáminu stóð fékk Margrét vinnu sem dansari á mjög vinsæl- um skemmtistað í New York sem heitir The Box. „Svo var þetta bara eins og í Hollywood-mynd. Ein aðal pían varð veik en ég smellpass- aði í búninginn hennar og var þar af leiðandi fengin til að leysa hana af. Allt í einu var ég mætt upp á svið að dansa fyrir aftan dvergvax- inn mann sem var að herma eftir Marilyn Manson og ég man bara að ég hugsaði: þetta er það skemmti- legasta sem ég hef gert!“ Kjöthöllin Tómas og erótíska uppvaskið Margrét Erla fann ástina í nóvember í fyrra. Kærastinn, sem er fjölhæfur eins og Margrét, heitir Tómas Steindórsson en hann starfar bæði á sambýli og dagvistun fyrir fatlaða auk þess að vera fyrirliði körfu- boltaliðsins Gnúpverjar. Ekki nóg með það, Tómas, sem var á sínum tíma kosinn herra Helluskóli, hefur nú gengið til liðs við kabarett kærustunnar og ætlar að vera með sitt eigið atriði í sýningum helgar- innar. Margrét segir unnustann ekki hafa haft hugmynd um hvað búrlesksýning er þegar þau kynntust en eftir að hafa séð stórkostlega sýn- ingu á Slipper Room í New York, og heillast alveg upp úr skónum, ákvað fyrirliðinn að taka þátt. „Hann sá fjölda stórkostlegra stráka leika búrlesk listir sínar í Slipper Room. Það fyrirbæri kallast „boylesque“ og það má segja að þetta hafi bara setið í honum Margrét Erla Maack komst fyrst á kortið þegar hún, ásamt fleirum, stýrði Kastljósi í fjögur ár. Eftir að hún hætti í fjölmiðla- bransanum hefur Margrét verið á fljúgandi siglingu í skemmtanageiranum. Þar hefur hún starfað sem plötusnúður, veislustjóri, sirkusdama og nú síðast búrleskdansari svo sitthvað sé nefnt. gott að fara yfir strikið „Svo er það mjög frelsandi að taka kvenlík- amann, sem oftast er sýnd- ur undirgefinn eða viðkvæm- ur, og sýna að hann getur líka verið ógeðslega fyndinn, sterkur og fær um að gera furðu- legustu hluti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.