Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Blaðsíða 40
8 Veitingastaðir Helgarblað 15. september 2017KYNNINGARBLAÐ Le Kock: „Við eldum mat sem kokkar vilja borða“ Le Kock er nýlegur staður í Ármúla 42 sem sér-hæfir sig í götumat eða því sem á ensku er kallað Street Food. Þrír matreiðslu- meistarar, sem allir eiga sér bakgrunn á fínum veitinga- stöðum, eiga og reka staðinn og matreiða þar til frá grunni hamborgara, samlokur og kleinuhringi. Þetta er matur sem í hugum margra flokkast undir skyndibita en á Le Kock er kappkostað að vinna allan mat frá grunni og hafa einungis í honum ferskt gæðahráefni. Árangurinn er sá að máltíðin er ávallt upp- lifun og þannig á það að vera þegar um alvöru Street Food er að ræða. „Street Food erlendis er upplifun, matur með persónulegu yfirbragði. Engar keðjur heldur litlir, fjölskyldureknir staðir og allur matur unninn frá grunni. Við Íslendingar þurfum að komast á þessar heilbrigðu slóðir í okkar matarmenn- ingu,“ segir Knútur Hreiðar- sson, einn þriggja eigenda staðarins. Knútur lærði sín kokka- fræði á Hótel Holti og er því hér kominn í allt öðruvísi umhverfi, sem hann hefur skapað sjálfur, ásamt þeim Karli Óskari Smárasyni og Markúsi Inga Guðnasyni. Karl Óskar var skólaður á Vox og Markús, sem lærði sín fræði í Bandaríkjunum, starfaði á hin- um fræga stað Koks í Færeyj- um en sá staður hlaut Michel- in-stjörnu og segir Knútur að Markús hafi átt stóran þátt í þeim merka áfanga. Saman- lagt hafa þeir félagar 30 ára reynslu af störfum í eldhúsum veitingahúsa. „Við komum úr allt annarri átt en þeirri sem við höfum farið með þennan stað í. Núna erum við að elda mat- inn sem okkur sjálfa langar til að borða. Við höfum alltaf unnið fyrir aðra og vissulega hefur það verið áhugavert sem við höfum verið að gera þar, en þetta er það sem við sjálfir erum spenntastir fyrir. Þetta er maturinn sem okkur langar til að elda og við eldum mat sem kokkar vilja borða,“ segir Knútur. Hann segir að Le Kock byggi alfarið á hugmynda- fræðinni um götumat – Street Food – og þetta sé matur sem hægt væri að bera fram úr matarvagni. „Upphaflega ætluðum við að hafa þetta matarvagn, en þessi niðurstaða, að opna stað hérna í Ármúlanum, reyndist raunhæfari. En hug- myndin um matarvagn er alls ekki út af borðinu og kann að verða næsta skref.“ Áhersla á gott vinnuumhverfi Le Kock var opnaður í júní og segir Knútur að við- tökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er búið að vera bókstaflega brjálað að gera. Bara hérna í dag, á þriðjudegi, þá var bið- röð út á götu í hádeg- inu,“ segir Knútur. Hann segir að það sé lang- mest að gera í hádeg- inu en kvöldverðartím- inn sé líka að taka við sér. En klárlega hefur Le Kock slegið í gegn sem hádegisverðar- staður hjá vinnandi fólki á þessu líflega svæði í borginni, í kringum Ármúla, Síðumúla, Skeifuna og víðar. Le Kock er opinn mánu- daga-laugardaga frá kl. 11.30 til 21.00, en lokað er á sunnudögum. Eldhúsið er síðan lokað í tvo tíma í eftir- miðdaginn, frá kl. 15 til 17, en þá er hvíldartími starfsfólks. Staðurinn er samt opinn þann tíma og boðið upp á kleinuhringi sem búnir eru til á staðnum. „Okkar trú er sú að til að starfsfólkið sýni sitt besta þá þurfi því að líða vel hjá okkur. Til að svo geti orðið þarf það að fá sinn tíma til að setjast niður, borða og slaka á. Við eigendurnir tökum þá afgreiðsluna á meðan. Ef maður er að vinna með fólki í tólf tíma á dag er mikilvægt að skapa fjölskylduvænt umhverfi.“ Knútur segir að erfitt sé að fá gott þjónustufólk til starfa í veitingageiranum og því sé mjög mikilvægt að skapa fólki gott vinnuumhverfi til að halda í besta fólkið og fá það til að sýna sínar bestu hliðar. „Við viljum ekki láta græðgina blinda okkur og freista þess að kreista út nokkra þúsundkalla í viðbót í veltu með því að bjóða upp á heitan mat á þessum tíma dags. Það marg- borgar sig að úthvílt og ánægðara starfsfólk, sem getur kúplað sig út hluta af deginum og hlaðið batteríin,“ segir Knútur. Kartöflubrauð bakað á staðnum og ýmis önnur sérstaða Ljóst er að Knútur og félagar eru að gera eitthvað rétt því Reykvíkingar eru sólgnir í matinn á Le Kock. Áhersla á ferskleika og persónulega matargerð gerir máltíðina að upplifun. Í boði eru tvær gerðir af hamborgurum og fjórar af samlokum auk kleinuhringja sem steiktir eru á staðnum. Hamborgararnir og samlokurnar eru borin fram í sérstöku hamborgara- brauði sem þeir félagar baka, svokölluðu kartöflu- brauði. Allar sósur eru búnar til á staðnum og það sama gildir um allt krydd sem þarna er að finna í kryddstauk- um. Mikil áhersla er lögð á ferskleika alls hráefnis og græn- metið kemur frá Flúðum. „Fjölskylda Kalla er með gróðurhús þar og við leggjum áherslu á að taka bara svokallað „ljótt“ grænmeti, þ.e.a.s. grænmeti sem annars væri hent vegna útlitsgalla. Þetta grænmeti er yfirleitt miklu betra og með þessu vinnum við gegn mat- arsóun,“ segir Knútur. Þeir félagar leggja mikla áherslu á umhverfisvæna starfshætti, allt sorp er flokk- að á Le Kock og eingöngu er notast við lífrænar umbúðir. Spurður hver sé vinsæl- asti rétturinn á Le Kock segir Knútur að það sé annar hamborgararétturinn: „Hann heitir því sérstaka nafni Til- boð frá síðustu öld. Ég er ekki feiminn við að viðurkenna að við sækjum þar innblástur í Hamborgarabúlluna. En með djúpri virðingu fyrir henni þá tökum við borgarann á ann- an stað með því að hafa enn meiri gæði í hráefninu, en um leið er okkar borgari dálítið dýrari.“ Knútur lætur þess getið í lokin að merki staðarins og heitið Le Kock hafi ekkert að gera með kjúkling. „Haninn er „signature“ fyrir franska matreiðslu og fyrir fína mat- reiðslu yfirleitt. Með þessu viljum við undirstrika að við erum matreiðslumenn þó að við séum að bjóða fólki upp á fljótlegan og hversdagslegan mat.“ Frá vinstri: Karl Óskar Smárason, Knútur Hreiðarsson og Markús Ingi Guðnason Kartöflubrauðið sem bakað er á staðnum og notað í hamborgara og samlokur Vöfflurnar rómuðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.