Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2017, Síða 56
32 lífsstíll Helgarblað 15. september 2017
„Aðgerðin er
ætluð fólki
sem hefur reynt
allt og þeim sem
eiga á hættu að
þróa með sér alvar-
lega sjúkdóma
sökum offitu.
Þ
etta snýst ekki um að líta
vel út heldur að lifa lengur,“
segir fyrrverandi Biggest
Loser-keppandinn Þór
Viðar Jónsson, en núna í sept-
ember er liðið eitt ár frá því að
hann fór í hjáveituaðgerð á maga
í Póllandi. Þór, sem er 43 ára,
er nú þegar búinn að missa 55
kíló. Þá eru blóðþrýstingsvanda-
mál úr sögunni, hann sefur bet-
ur og kveðst sjaldan hafa liðið
betur á líkama og sál. Hjáveituað-
gerðin heppnaðist mjög vel og sú
breyting sem Þór gerði á lífi sínu í
kjölfarið hefur skilað honum þess-
um mikla árangri.
Mistök að fresta aðgerðinni
Þegar Þór tók ákvörðun um
að skrá sig í Biggest Loser
árið 2013 var hann kom-
inn á mjög slæman stað,
bæði líkamlega og and-
lega. Mánuðina áður
en hann hóf keppni
hafði hann verið
í undirbúningi á
Reykjalundi fyrir
sams konar að-
gerð og hann síð-
ar gekkst undir
en ákvað að slá
henni á frest
fyrir raun-
veruleika-
þáttinn.
„Það að
fresta aðgerðinni
voru mikil mistök.
Ég vildi óska að ég
hefði farið í hana
fyrir sjö árum.“
Ein mesta
breytingin sem Þór
fann fyrir eftir að-
gerðina var að til-
finningar hans til
matar gjörbreytt-
ust til hins betra.
„Matarfíknin er
nokkurn veginn
úr sögunni. Ég er
nánast
al-
veg hættur að finna
þörf til að borða
óhollan mat. Núna
finn ég þegar ég
verð saddur. Nú
þarf ég frekar að
tryggja að ég inn-
byrði nógu margar
kaloríur á dag.“
Hjáveituaðgerð á
maga er þó engin
töfralausn við
offitu en Þór Viðar
vill sérstaklega
koma því á framfæri að það að
fara í magaminnkun eigi aldrei að
vera auðveld ákvörðun. Inngripið
er mikið og ýmislegt getur kom-
ið upp á eftir aðgerðina. „Þetta er
neyðarúrræði. Aðgerðin er ætluð
fólki sem hefur reynt allt og þeim
sem eiga á hættu að þróa með sér
alvarlega sjúkdóma sökum offitu.“
Undir búningur mikilvægur
Þór segir jafnframt að þeir sem fari
í svona aðgerð þurfi að vera vel
undirbúnir andlega þar sem það
taki mikið á að stokka upp lífsstíl-
inn eftir aðgerðina. „Maður verð-
ur að nota tækifærið sem býðst
strax eftir aðgerðina til að um-
bylta mataræðinu og hugar-
farinu. Ef maður gerir það
ekki þá er maginn fljót-
ur að stækka aftur og
allt fer í sama far-
ið og fyrir aðgerð.
Þó svo að margir
nái að halda sér í
góðu formi eft-
ir aðgerðina
eru sömuleið-
is margir sem
ráða ekki við
matarfíkn-
ina.“
Á þessu
ári hefur
drjúgur
tími Þórs
farið í
sjálfskoðun og að koma matar-
æðinu í rétt lag. Það að mæta í
ræktina hefur verið látið mæta
afgangi. Nú þegar lífið er smám
saman að falla í fastar skorður ætl-
ar hann að gefa sér meiri tíma til
að efla heilsuna. „Fólk á alls ekki
að mæta í ræktina með það að
markmiði að ætla að losna við ein-
hver kíló heldur að efla heilsuna.“
Aðspurður hvort sjálfstraust
hans hafi aukist síðustu mánuði,
svarar Þór: „Ég er kominn á þann
stað í lífinu að ég er orðinn sáttur
við sjálfan mig. Auðvitað hefur
það hjálpað að ég er 55 kílóum
léttari en það að vera laus úr viðj-
um matarfíknarinnar er algjörlega
stórkostlegt. n
Þór Viðar missti
55 kíló á einu ári
n Matarfíknin úr sögunni n Hjáveituaðgerð er ekki töfralausn gegn offitu
Ári fyrir aðgerð Þessi mynd var tekin
nokkrum vikum áður en Þór hélt til Póllands
og fór í hjáveituaðgerð á maga.Mynd SigtryggUr Ari
Ári síðar Einu ári eftir hjáveitu-
aðgerðina hefur Þór misst 55 kíló.
Hann leggur mikla áherslu á að slík
aðgerð sé neyðarúrræði. Mynd BrynjA