Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 10
10 Helgarblað 22. september 2017fréttir Í greinargerð með frumvarpinu, sem liggur fyrir á Alþingi, er vísað til Barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna. Þar segir að það sem er barni fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang í ráðstöfun- um hins opinbera varðandi börn. Barn sem leiti eftir réttarstöðu sem flóttamaður skuli fá viðeig- andi vernd og mannúðlega aðstoð við að nýta sér þau réttindi sem við eiga og kveðið sé á um í Barnasátt- málanum. Stúlkurnar verða sendar úr landi ef þær fá ekki pólitískt hæli á Íslandi. Það þýðir að Haniye verð- ur send til Þýskalands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, en samkvæmt reglugerðinni ber það ríki ábyrgð á umsókn fjölskyldu hennar um pólitískt hæli þar sem það er fyrsta Evrópuríkið sem hún kom til. Mál Mary heyrir ekki und- ir Dyflinnarreglugerðina og hún verður því send til Nígeríu. Blaðamaður DV heimsótti þær Mary og Haniye í vikunni með það fyrir augum að heyra hvað þær sjálfar hafa að segja um lífið á Ís- landi og hvernig framtíðin horfir við þeim. Haniye, sem verður 12 ára í október, er bjartsýn á fram- haldið. Blítt brosið og hlæjandi augun gefa til kynna að hún sé hamingjusöm. Haniye er líka gríðarlega spennt. Hún er byrj- uð að telja niður dagana, en næst- komandi mánudag fer hún ásamt sínum árgangi til vikudvalar í skólabúðum í Reykjaskóla á Reykj- um. Hún er búin að aðlagast sam- félaginu vel, hefur eignast góðar vinkonur og vill hvergi annars staðar búa. Þegar blaðamaður hitti Mary, sem er átta ára, virtist hún öllu þyngri. Kátínan sem einkennir fas Haniye er víðs fjarri. Mary er nýbúin að fá Baby Born-dúkku sem hún heldur fast í á meðan við spjöllum saman. Þegar talið berst að framtíðinni hellist óttinn aug- ljóslega yfir Mary sem kveðst vilja búa áfram á Íslandi þar sem hana langi ekki að deyja. Hlakkar til að fara að Reykjum „Það besta við Ísland eru vinir mínir og skólinn. Það er alltaf gaman í skólanum,“ segir Haniye sem fæddist í Íran árið 2005. Hún hefur ekkert ríkisfang og hefur verið á flótta, ásamt föður sínum Abrahim, síðan hún man eftir sér. Líkt og áður hefur komið fram yfirgaf móð- ir Haniye hana þegar hún var eins árs. Haniye er í 7. bekk í Myllu- bakkaskóla en hún býr í Keflavík. Krakkarnir í skólanum tóku mjög vel á móti henni. Að sögn Haniye eru þeir mjög duglegir að kenna Það eru ekki öll börn sem lifa í einfaldri og öruggri tilveru barnæskunnar. Því hafa þær Mary Lucky og Haniye Maleki fengið að kynnast frá fæðingu. Þrátt fyrir ólíkan uppruna og aldur, og þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt þá hafa þær verið steyptar í sama mótið. Mary og Haniye eru hælisleitendur. Þær komu ásamt foreldrum sínum til Íslands í leit að öryggi og tæki­ færum. Eins og staðan er í dag munu þær aldrei upp­ lifa tækifærin sem íslenskt samfélag hefur upp á að bjóða. Til stendur að vísa þeim úr landi á næstu vikum. Það er ef frumvarp þess efnis að þær fái íslenskan ríkisborgararétt verður ekki samþykkt fyrir þinglok. Kristín Clausen kristin@dv.is „Ég vil ekki deyja“ „við förum með rútu og verðum í fimm daga. Ég hlakka til að fá að gista og vera með vin- konum mínum. Haniye fékk þetta fallega hálsmen í afmælisgjöf Hún hefur borið það um hálsinn síðan. Mary Lucky Þráir ekkert heitar en að fá að halda áfram í skólanum sínum og búa á Íslandi. MyndiR BRynja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.