Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 26
Það eru alls konar týpur til í heiminum en flestum má líklegast skipta í tvo flokka.
Önnur týpan er sú sem sér glasið
alltaf hálf fullt, hinni finnst eins og
það sé alltaf hálf tómt. Samt vitum
við að í raun er hvorugt rétt. Það er
bara ákveðið magn í þessu glasi en
viðhorf þín segja til um hvort þér
finnst magnið mikið eða lítið.
Raunsæismenn og rómantíkusar.
Konur og karlar. Jin og jang.
Stundum finnst mér eins
og vinstrisinnað fólk
haldi oftar á hálftómu
glasi. Finnist allt frekar
ómögulegt. Kvarta og
kveina. Þá aðallega yfir
hægrisinnuðu fólki sem
þeysir ofur peppað fram
veginn. Gobbiddigobb
… Og hægrisinnaða fólkið, er
það stundum fáránlega bjartsýnt?
Veruleikafirrt? Kannski stundum?
Ég veit bara að það er ekki
gaman að taka þátt í selskap
þar sem fólk röflar og
tuðar yfir því hvað lífið
er vonlaust og ömurlegt.
Hvorki í netheimum né
ketheimum. Samfélags-
miðlar eru ekkert öðruvísi
en venjuleg partí. Þið
standið í eldhúsinu, skálið
í freyðivíni og inn kemur
frændinn sem hatar lífið.
Ef það væri hægt að „blokkera“
hann þá myndi maður gera það en
í staðinn laumar fólk sér bara út úr
eldhúsinu.
Ég var í heita pottinum í
Vesturbæjarlauginni að rabba við
nágranna mína um kvikmyndina
Undir trénu og sitthvað fleira
skemmtilegt. Þetta var notaleg
stund þar til frekar lifaður gamall
rafvirki mætti til leiks og fór að röfla
um hvað nútíminn væri hræðilegur.
Allt svo ömurlegt á Íslandi. Annað
en hérna áður fyrr. Ha? Ha?
Karlinn talaði hátt og sperrti
sig upp í pottinum meðan hann lét
dæluna ganga. Ríkisstjórnin, heil-
brigðiskerfið, vegakerfið, tollarnir,
menntakerfið … honum fannst
þetta allt saman endalaust rotið og
ömurlegt. Líklegast þótti honum
líka allt of lítið vatn í pottinum.
Hálftómur bara. Ég komst ekki að
því, vegna þess að auðvitað tæmd-
ist potturinn þegar við flúðum
rafvirkjann röflandi.
Ætli ég sé ekki bara svolítið
sammála prófessor Altúngu sem
ráðlagði Birtingi með þessum
orðum: „Maður á að segja að allt
sé í allra besta lagi.“ Þá er lauflétt
veruleikafirring skemmtilegri, svo
lengi sem maður nær að rækta
garðinn sinn í leiðinni.
Margrét H. Gústavsdóttir
Neikvæðni í netheimum og ketheimum
Rafvirkinn sem tæmdi heita pottinn með röfli
Danshöfundurinn Sigríður Soffía Níelsdóttir, einnig þekkt sem Sigga Soffía, er
meðal fárra kvenna í heiminum sem
sérhæfa sig í að hanna flugeldasýn-
ingar.
Þrjú ár í röð hannaði hún til
dæmis flugeldasýningarnar sem hafa
verið hápunktur Menningarnætur en
um helgina ræðst hún í sitt stærsta
flugeldaverkefni til þessa; opnunar-
sýninguna á lista hátíðinni La Mercé
í Barcelona sem hefst laugardaginn
22. september.
Hefð hefur skapast fyrir því
að velja eina borg sem höfð er í
forgrunni La Mercé-hátíðarinnar ár
hvert. Buenos Aires var fókusborgin
í fyrra en Reykjavík varð fyrir valinu
þetta árið. Reiknað er með að um
tvær milljónir þátttakenda leggi leið
sína til Barcelona, bæði listamenn og
listunnendur.
Nú standa hins vegar yfir mikil
mótmæli um alla borgina og því
liggur beint við spyrja Siggu hvort
hún sé ekki svolítið stressuð?
„Jú, auðvitað. Ég er einmitt að
lesa fréttir af þessum mótmælum
á netinu. Það er víst mikil reiði í
borgarbúum og mótmælendur úti
um allt,“ segir Sigga Soffía sem er
við það að stíga upp í flugvélina
þegar viðtalið er skrifað. Fjölmargir
listamenn frá Íslandi munu taka þátt
í hátíðinni um helgina og svolítill
uggur í mönnum. „Okkur er samt
sagt að halda áfram eins og ekk-
ert hafi í skorist. Þetta er líka svo
stór hátíð. Það verða viðburðir alls
staðar í borginni. Um leið og ég sýni
mótmælendum fullan skilning, þá
vonast ég samt til að að mótmælin
haldi áfram að vera nokkuð friðsæl,“
segir Sigga sem var svo óheppin að
þurfa að upplifa hryðjuverkaárás-
irnar í París 13. nóvember 2015 þar
sem hún var stödd ásamt eiginmanni
sínum og dóttur á hóteli, mitt á milli
árásarstaða, fjögur hundruð metra
frá Bataklan-tónleikahöllinni.
Vonar að ekki komi til borgarastyrjaldar
„Við vorum í eldlínunni, á milli
veitingastaðarins þar sem skotið var
á fólkið og tónleikastaðarins. Sem
betur fer sluppum við inn á hótel en
þurftum svo að vera þar innilokuð í
þrjá daga vegna útgöngubanns sem
var sett á í borginni. Slíkt hafði ekki
gerst síðan í seinni heimsstyrjöldinni
í París. Þetta er alveg furðulegt. Ég
hef ekki tekið dóttur mína með til
útlanda eftir að við upplifðum þessi
ósköp og nú þegar ég ætla að taka
hana með til Spánar, þá er mögulega
yfirvofandi borgarastyrjöld? Hvað er
þetta eiginlega? Maður verður samt
bara að vona það besta,“ segir hún
bjartsýn enda spennandi verkefni
framundan.
Ein örfárra kvenna í bransanum
Hvernig kom það til að þú fékkst það
verkefni að stýra flugeldasýningu af
þessari stærðargráðu?
„Listrænn stjórnandi La Mercé
gerði sér ferð til Íslands í vetur til
að undirbúa hátíðina, hitta íslenska
listamenn og velja þátttakendur.
Henni fannst afar óvanalegt að
„kona“ væri að hanna flugelda-
sýningar þar sem þetta er mjög
karllægur bransi og bauð mér að
vera með. Ég hikaði auðvitað ekki í
eina sekúndu enda ekki á hverjum
degi sem maður fær það tækifæri
að stýra svo stóru verki. Flugeldar
eru rándýrir, þetta er flókið verk í
framkvæmd og mikill heiður að vera
valin til vera í forsvari fyrir þjóðina
okkar á þessari hátíð,“ segir Sigga
eftirvæntingarfull.
„Þessi sýning mun standa yfir í
þrjátíu mínútur en til samanburðar
eru sýningarnar á Menningarnótt
um sjö til tíu mínútur, þær lengstu.
Það er gífurlegt magn af sprengi-
efnum notað í þetta og sumar
sprengjurnar eru ótrúlega skemmti-
legar uppfinningar. Til dæmis nýjar
sprengur sem kallast „vatnsskeljar“.
Þær springa á vatni. Svo er það
Nisiki Kamuro (ein vinsælasta
sprengjan úti) sem setur ný viðmið í
flugeldum þegar kemur að litasam-
setningum og tvöföldun á stærð
sprengjanna sem fara í loftið miðað
við íslenskar sýningar.“
Northern Nights á ströndinni
Sýningarstaðurinn er ekki af verri
endanum. Sýningunni verður skotið
upp af Barceloneta-ströndinni
í Barcelona þar sem þúsundir
áhorfenda munu fá tækifæri til að
njóta verksins. „Mér finnst það
ótrúlega mikill heiður að hafa verið
valin fyrir hönd Reykjavíkur til
að gera þessa stóru sýningu. Hún
hefur fengið mjög viðeigandi nafn,
„Northern Nights“, og ég hlakka
mikið til að sjá hana fara í loftið,“
segir Sigga sem er þó ekki að fara
að skjóta flugeldunum upp sjálf. „Ég
kem þarna sem eins konar eftirlits-
maður. Mitt hlutverk var að hanna
sýninguna en svo eru aðrir sem sjá
um að stilla þessu upp og setja hana
í gang.“
Ætlar ekki að elta flugeldatískuna
Sigga segist ekki ætla að hafa tónlist
undir flugeldunum og hefur það
sérstaka listræna þýðingu. „Ef ég
myndi nota tónlist þá væri ég að
hreyfa flugeldana eftir tónlistinni
sem þýðir að þá væri ég að nýta mér
smíðavinnu tónlistarmannsins og
stytta mér leið, sem er svo sem í lagi.
En ég ákvað að gera það ekki í þetta
sinn. Maður vill að hreyfingarnar,
hvort sem er dansarans eða flugeld-
anna, séu sjálfstætt verk. Allir nota
tónlist við flugeldasýningar þessa
dagana en mig langar ekki að gera
það. Ég vil ekki fylgja straumnum í
flugelda tískunni. Svo hafa flugeldar
alls konar hljóð, mishávær eða mjúk.
Þannig að hægt er að skapa tónverk
með því að nota hljóðin, eða þagn-
irnar, sem þeir gefa frá sér,“ segir
dansarinn og flugeldastýran Sigríður
Soffía Níelsdóttir að lokum.
Instagram: Sigga Soffía siggasoffiainc
Lýsir upp Loftið með
Ljósum og Látum!
Sigga Soffía stýrir flugeldasýningu fyrir þúsundir
áhorfenda í Barcelona um helgina
Flugeldadrottning
Sigríður Soffía Níelssen
dansari er jafnframt
flugeldasérfræðingur, sem
er afar fátítt meðal kvenna.
Mynd Marino Thorlacius