Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 22. september 2017
veit að það þarf að breyta aðstæð-
um sínum, því þær eru fantasía. Svo
skellur raunveruleikinn á þeim, þá
fer spírallinn í gang og það gerir al-
veg sömu vitleysuna og áður.“
Að deyja úr fantasíu
„Hegðunarmynstur fólks eru svo
oft óheilbrigð af því að þau tilheyra
fantasíunni. Maður fantasíserar
um hver maður er og hvernig sam-
band manns við annað fólk er, en
svo mætir maður raunveruleikan-
um og bregst við með því að fara
inn í eitthvert mynstur. Við erum
oft að deyja úr fantasíu, sérstaklega
við karlmenn. Ég á svo marga vini
sem telja sig svo mikla snillinga að
þeir enda á því að gera ekki neitt. Ef
þeir ætla að skrifa leikrit þá eru þeir
strax farnir að ímynda sér einhver
Tony-verðlaun. Þarna er verið að
misnota fantasíuna og hún verður
að bælingartæki eða lélegu kvíða-
lyfi,“ segir Tyrfingur.
Annað sem hann segist hafa
mikinn áhuga á, og sé að fást við í
Kartöfluætunum, sé það sem hann
kallar „leki“ í samskiptum. „Þetta
eru persónur sem flæða, það lekur
allt hjá þeim. Eins og til dæmis ef ég
færi núna í miðju viðtali að reyna
við þig – myndi leka yfir í þess konar
samskipti – eða ef ég færi að stoppa
blaðaviðtalið til þess að segja þér frá
einhverjum persónulegum erfið-
leikum í mínu lífi og væri að reyna
að fá þig til að hjálpa mér. Persón-
urnar eru allar þarna, þær eru allar
hriplekar. Svona leki er ættgengur
og hann er smitandi. Ef ég lek
svona og þú fyllist af mínum leka
þá ferð þú að leka í samskiptum við
kærustuna þína. Þetta breiðist út og
verður hálfgert vistkerfi af sulli.“
Mér sýnist að í nánast öllum
verkunum þínum hafir þú verið á
vettvangi fjölskyldunnar og óheil-
brigðra samskiptamynstra í fjöl-
skyldum. Er það bara eitthvað
sem hentar leikhúsmiðlinum eða
hvað er svona áhugavert við fjöl-
skylduna?
„Fjölskyldan er að einhverju
leyti valdastofnun sem er að breyt-
ast og liðast í sundur. Mér líður
rosalega vel í þannig „dekadens“.
Fjölskyldan er eins og eitthvert
gamalt gestaboð, einhvern veginn
alveg búið. Eitt af því sem mér
finnst líka áhugavert er að í fjöl-
skyldum er oftast einn aðili sem er
stöðugt að fórna sér. Fólk sem er
stöðugt að fórna sér tæmist af orku
og fer þá að taka bensín af næsta
manni í staðinn. Þetta er mjög ör-
ugg leið til að verða einmana.“
Fast í sullukrók
Tyrfingur segir að þótt persónurnar
í verkum hans séu yfirgengilegar og
gróteskar þá sé það bara væmni að
halda því fram að þetta sé eitthvað
sérstaklega ljótt eða vont fólk.
„Fólk á bara erfitt með að viður-
kenna að einhver geti bæði verið
ljótur og góður, bæði asnalegur og
eitthvað allt annað. Við erum bara
að hitta fólk á vondum degi. Ég
er sjálfur mjög gróteskur á vond-
um degi. En það er líka gott að það
skapist þessi fjarlægð milli áhorf-
enda og persónanna. Þetta býr til
falskt öryggi svo maður getur setið
rólegur þangað til að BÚMM – það
er búið að draga mann inn og mað-
ur fattar að maður getur séð sjálfan
sig í verkinu. Þetta er ástæðan fyrir
því að við elskum bíómyndir um
mafíósa. Maður hugsar að af því
að Tony Soprano sé að skjóta ein-
hvern þá fari þetta ekki of nálægt
manni, en það er bara blekking,
fölsk fjarlægð.
Besta leiðin til að nálgast til-
tekinn hlut í verki er að fjalla um
eitthvað allt annað. Það sem þarf
að lokka fram í áhorfandanum er
litli krakkinn sem vill heyra sögu
á meðan framheilinn er að vinna
við að láta ekki draga sig inn í neitt
– bara að passa að sofna ekki og
hlæja ef eitthvað fyndið gerist. En
þá þarf að nota aðrar leiðir, ýta á
takka í fólki og rugla. Maður verður
að gera þetta frekar snemma og þá
verður viðkomandi strax pirraður.
Þá þarf hann að hugsa hvort hann
ætli að vera pirraður í 90 mínútur
eða sjá í hvaða átt þetta þróast.“
Í nýja verkinu snertir þú á
kómískan hátt á hlutum sem
margir eru viðkvæmir fyrir, eins og
nauðgun og barnamisnotkun. Er
það þá til að ýta á takka og draga
fólk fram á sætisbríkina?
„Það var reyndar ekki meðvitað.
Það kom bara af sjálfu sér. Ég var
sjálfur smá vonsvikinn: „Ohh, ætlar
þetta að verða svona verk – aftur?“
En það varð bara að vera svona. Ég
ætla samt ekki að gera neitt svona
næst. Ég nenni ekki alltaf að vera í
einhverjum sullukrók eins og Óli
leikstjóri [Ólafur Egill Egilsson]
kallaði þetta,“ segir Tyrfingur og út-
skýrir hvernig Hjallastefnuleikskól-
ar nota hugtakið yfir þann eina stað
í leikskólanum þar sem má drullu-
malla og skíta sig út. „Fólkið sem ég
er að fjalla um er bara fast í sullu-
krók.“
Lauslátur að upplagi
Tyrfingur hefur áður lýst því
hversu erfitt ferli það sé að skrifa
og skila af sér leikriti, en hann segir
þetta hafa gengið nokkuð vel fyrir
sig í þetta skiptið þótt núna, þegar
viðtalið er tekið, nokkrum dögum
fyrir frumsýningu, sé hann á botn-
inum og dottinn í sjálfsskaðandi
hugsun.
„Þegar ég horfi á æfingar er það
eina sem ég hugsa um, hvernig ég
hefði getað gert þetta betur. Ég gef
eiginlega ekki neinar nótur til leik-
aranna, því þær væru allar: „Kött-
um bara seinni hlutann! Hættum
bara þarna!“ Það kviknar á smá
sjálfsskaða hjá mér. Sem betur fer
fór þetta leikrit svo fljótt í æfingu
eftir að handritið var tilbúið,
þannig að ég þurfti ekki að burðast
með þetta helvíti einn. Það gerðist
því frekar snemma að leikararn-
ir tóku bara yfir persónurnar. Sig-
rún Edda á Lísu núna, Atli Rafn
á Mikael og svo framvegis. Þau
eru svo góðir leikarar að ég næ að
sætta sjálfan mig við að áhorfend-
ur fái þó að minnsta kosti að sjá
einhvern leika vel. Þannig að þótt
ég sé strangt til tekið alveg á botn-
inum er ég samt meðvitaður um
þetta.“
Er ekkert erfitt fyrir skaparann
að missa völdin á verkinu, ertu ekki
eigingjarn á þessar persónur?
„Nei, ég er svo hallur undir
orgíur. Mér finnst að allir ættu að
vera í orgíum. Það er líklega vegna
þess að ég er lauslátur að upplagi,
sem mér finnst eðlilegt og gott að
þau taki við þeim. Að hluta til er
þetta líka að ég vil ekki taka ábyrgð
á neinu. Nú bera þau og Óli bara
ábyrgð á sýningunni og ég fæ að
leika mér í sullukrók.“
Falleg íslensks karlmennska
Tyrfingur er yngsta leikskáldið sem
hefur skrifað verk fyrir stóru leik-
húsin undanfarin ár, en hann segist
ekki kvíða framtíð leikhússins eða
telja það vera að missa slagkraft-
inn. Í Borgarleikhúsinu sé til að
mynda mikill áhugi á nýjum rödd-
um og ungir leikarar fái tækifæri
hjá atvinnuleikhúsunum. Þá sé
gróska í menntaskólunum þar sem
æ fleiri skólar bjóði upp á leiklistar-
kúrsa. Hann nefnir einnig ásókn í
Listaháskólann og það starf sem
þar fer fram, meðal annars á sviðs-
höfundabrautinni.
Hann tekur undir með blaða-
manni sem stingur upp á að ef-
laust megi greina áhrif sviðshöf-
undabrautarinnar á fleiri sviðum
en í leikhúsinu enda séu nemend-
ur þeirrar brautar áberandi annars
staðar í listalífinu, til að mynda
í tónlistinni þar sem meðlimir
Sturla Atlas og Reykjavíkurdætra
hafa meðal annars komið inn með
mjög sterka meðvitund um svið-
setningu inn í tónlistar lífið.
Tyrfingur segir enn fremur að
úr leikhúsinu og leiktextum skapist
meðvitund um að maður geti verið
margt í einu, karl og kona, kynvera
og siðferðisvera, og það sé umfram
allt það sem þurfi í samfélagi dags-
ins í dag.
„Þetta er svo gott móteitur á
móti skömminni. Ungir strákar á
Íslandi í dag þurfa til dæmis ekki að
heyra einu sinni enn hvað það sé
stutt í að þeir verði handteknir fyrir
að horfa á klám og að þetta eða hitt
kynferðislegt sé bannað eða óeðli-
legt. Svona tal eins og hefur verið
um kynferðismál ratar alltaf á vit-
lausa staði. Ef ég er knallsiðblindur
pedófíll þá segi ég bara að einhver
sé spes og „sexy diamond“ og er
skítsama um umræðuna sem er
tekin. En þegar þú ert ungur og
móttækilegur og ert að fatta að
þér finnst kannski pínu gaman að
lemja einhvern eða langar jafnvel
að pissa á einhvern eða eitthvað
álíka þá fer svona perratal beint
í iðrin og líffærin, það verður til
skömm og kannski skrímsli. Það
er það alvarlegasta. Við ráðum því
ekkert hvert umræðan ratar og hún
virðist aldrei rata á réttu staðina.“
Hann bætir þó við að lokum að
íslensk karlamenning sé sífellt að
verða opnari, mýkri og fallegri.
„Frá því að ég var svona 17 ára
finnst mér íslensk karlamenning
hafa opnast mikið fyrir sam- og
tvíkynhneigð og er að opnast fyrir
trans-strákum að einhverju leyti.
Ég sé til dæmis að margar lesbíu-
vinkonur mínar eru að styrkjast
í samböndum sínum við stráka,
margir vinir mínir sem voru bara
eins og Soffía frænka á háa séinu
hafa slaknað og eru kannski í
vinahópum með gagnkynhneigð-
um strákum. Það er að verða til
ákveðin mildi þarna. Og svo, sem
er merkilegast af öllu, hvað það er
orðinn stór partur af karlmennsku
að vera góður pabbi og að kunna
að mæta tilfinningum. það er
fjöldi stráka í kringum mann með
jafnt eða fullt forræði yfir börnun-
um sínum. Maður sér einhverja
sterabolta sem hafa verið í með-
ferð að flétta hár. Mér þykir rosa-
lega vænt um þetta. Þótt það séu
auðvitað alltaf einhver ömurleg
ódó þá er að verða til blíða og
opið hugarfar í karlmennskunni.
Íslensk karlmennska er falleg,
mild og mjúk.“ n
Tyrfingur Tyrfingsson
„Þetta verk átti að vera um
venjulegt fólk en svo lak
það allt út fyrir.“ mynd brynjA
Kartöfluætur (1885) Eftir Vincent van Gogh.