Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 31
Það er mikilvægt að láta sér líða vel með þeim sem manni þykir vænt um og hér skiptir kynlífið miklu máli, óháð aldri og heilsu. Fimm af hverjum tíu körlum á aldrinum 40 til 70 ára lenda í vandræðum með stinningu. Rétt er að leggja á það áherslu að í mjög fáum tilvikum stafar þetta af vanda í samskipt­ um viðkomandi pars. Oftast nær liggja líkamlegar eða líffræðilegar ástæður að baki. Hjá körlum með sykursýki er þetta til dæmis algengur fylgikvilli, og hjá þeim sem eru með hjartasjúkdóm lenda fjórir af hverjum tíu í vandræðum með stinningu. Það er ekki svo að maður verði að sætta sig við þetta því ýmislegt er hægt að gera og oft getur það hjálpað ef konan hefur frumkvæði að því að ræða málið. Á maðurinn minn í vandræðum með stinningu? Ef eiginmaður þinn eða félagi á erfitt með að láta sér rísa hold þannig að það bitni á kynlífinu þá má tala um stinningarvanda eða ristruflun. En slíkt þýðir ekki að hann sé ófrjór og geti ekki haft sáðlát eða fengið fullnægingu. Hvaða áhrif hefur þetta á manninn? Karlar meta að hluta til eigin verðleika út frá hæfileikum sínum á sviði kynlífsins. Ef þeir ná ekki stinningu eða tekst ekki að viðhalda henni getur það ork­ að sálrænt á þá. Vonbrigði geta komið fram, taugatitringur og áhyggjur af frammistöðu, einnig reiði, þunglyndi og öryggisleysi. „Ef ég get ekki stundað eðlilegt kynlíf með elskunni minni þá hef ég svikið hana sem ástmaður og maður.“ Það getur reynst erfitt að ræða málið og þá getur svo farið að maðurinn þjáist í einrúmi og þögn. Hvaða áhrif hefur þetta á konuna? Vandamálið getur einnig kallað fram sterkar tilfinningar hjá konunni, meðal annars reiði, vonbrigði, áhyggjur af mannin­ um, taugatitring, öryggisleysi og áhyggjur af eigin frammistöðu. Margar konur fara að ímynda sér að þær séu ekki nógu aðlaðandi og kvenlegar ef karlinn á í vandræð­ um með stinningu. Ef karl eða kona fær á tilfinn­ inguna að hún (hann) sé ekki eins eftirsótt(ur) og áður verður þörfin meiri fyrir umhyggju og ást. Karl­ inn reynir að vísu að forðast slíkt af ótta við að það leiði til væntinga um kynlíf sem hann getur ekki staðið sig í. Þessi vandi með stinningu get­ ur smátt og smátt farið að orka á aðra þætti sambúðarinnar. Spenna getur myndast ásamt þeirri til­ finningu að æ meiri fjarlægð sé að verða í sambandinu. Er unnt að meðhöndla þennan vanda mannsins míns? Það má meðhöndla ristruflun hjá langflestum. Karlinn þinn þarf því ekki að sætta sig við að búa bara við þetta; margar leiðir til með­ höndlunar eru fyrir hendi. Hvað get ég gert sjálf? Það er ýmislegt hægt að gera: Mikilvægast er að geta rætt þennan vanda við karlinn. Það er kannski ekki auðvelt að eiga frum­ kvæði að því en það sýnir áhuga þinn á vandamálinu og vilja til að leysa það ef þú kynnir þér hugsan­ legar orsakir og meðhöndlun. Ef maðurinn þinn á að fá meðhöndlun verður hann að tala við lækni. Þú getur kannski boðist til að fara með. Því fyrr sem tekið er á vandanum því fyrr er unnt að finna hvaða meðhöndlun hentar best. Auðvitað er það karlinn sem fer í meðhöndlunina en stuðningur þinn við að koma þessu í kring getur skipt sköpum. Ef karlinn þinn reykir eða neytir mikils áfengis getur það aukið á vandann. Þú skalt ráðleggja honum að fá aðstoð læknis til að minnka eða hætta reykingum og drykkju. Ýmis lyf geta orsakað vanda við stinningu eða bætt á vanda sem fyrir er. Einkum er um að ræða lyf við háum blóðþrýstingi, flogaveiki og þunglyndi auk vatnslosandi lyfja. Ef þið teljið að vandinn tengist nýjum lyfjum sem maðurinn hefur fengið er mikilvægt að hann láti lækninn vita. Hvers konar meðhöndlun er um að ræða? Læknir ykkar getur leiðbeint ykkur um ýmsa möguleika til meðhöndl­ unar. Það er yfirleitt ekki þörf á miklum rannsóknum áður en meðhöndlun getur hafist. Maðurinn þarf hins vegar að ræða við lækni um hvað hafi angrað hann og hvaða lyf hann tekur. Hugsanlega verður tekið af honum hjartalínurit (EKG, þar sem rafskaut eru sett á brjóstið) og blóðþrýstingur mældur. Það er óhætt að taka lyf við ristruflun ef þess er gætt að: n fá lyfin með lyfseðli frá lækni. n ræða við lækni um fyrri sjúk­ dóma og önnur lyf áður en með­ höndlun hefst. n ræða við lækni ef aukaverkanir koma fram. n fylgja ráðum læknis um skammtastærð. Fleiri upplýsingar við þessum vanda og öðru sem tengist heilsu og vellíðan er að finna á www.doktor.is 8 heilræði til að koma kynlífinu í lag 1. Vertu hreinskilin Við sjálfa þig Ef maðurinn þinn á við ristruflun að stríða skaltu spyrja þig nokkurra spurninga: Hefur þetta vandamál áhrif á okkar samband? Hefur þetta vandamál haft áhrif á innileikann í sambandi okkar? Gæti ég vel hugsað mér að maðurinn minn næði aftur fyrri getu? Svörin við þessum spurningum segja til um hve reiðubúin þú ert til að hjálpa manninum þínum við að finna lausn á vanda hans. 2. hreinskilnar samræður Það er mikilvægt að þú spyrjir manninn þinn um vanda hans og hvort hann vilji gera einhverjar ráðstafanir. Ræddu opinskátt við hann um tilfinningar þínar, þarfir og óskir. Ef þið eruð bæði sammála um að meðhöndlun sé rétta skrefið skaltu hjálpa honum að hrinda málinu í framkvæmd. 3. leitið eftir hjálp fagmanna Góð meðhöndlun krefst aðstoðar frá lækni ykkar. Mikilvægt er að fara í rannsókn hjá honum til að komast að raun um hvort orsakir vandans séu af heilsufarsástæðum og til að glöggva sig á hvaða meðhöndlun eigi best við. 4. Veljið meðhöndlunina sameiginlega Enda þótt sumir karlar geti komist að því sjálfir hvaða meðhöndlun henti er hitt þó sennilega best að þið takið ákvörðunina saman um það hvaða leið þið hafið mesta trú á. 5. Verið þolinmóð Ekki er öruggt að fyrsta meðhöndlun sem valin er virki strax. Gefist ekki upp. Ef þið eruð enn óánægð eftir nokkrar tilraunir, reynið þá aðra meðhöndlun. Verið tilbúin að prófa ykkur áfram. 6. skipuleggið eftirlit hjá lækni Það er mikilvægt að maðurinn fari til læknis með reglubundnu millibili til að tryggja að meðhöndlunin sé fullnægjandi og að ekki komi upp neinir fylgikvillar. 7. Íhugið kosti Við ráðgjöf Kynlífsráðgjöf getur verið heppileg til að styrkja sambandið. 8. haldið samVinnunni áfram Par sem vinnur saman að því að ná góðu kynlífi uppsker vel í flestum tilvikum. til kvenna sem eiga eigin- eða ástmann með ristruflun Fimm af hverjum tíu karlmönnum á aldrinum 40–70 ára eiga við ristruflun að stríða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.