Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 46
Planið er að upplifa mjög skemmtilegt föstudags-kvöld með vinkonum á
Strandgötunni í Hafnarfirði. Þar
ætla nánast öll fyrirtækin að
bjóða upp á eitthvað öðruvísi og
skemmtilegt. Alls konar afslátt og
tilboð. Til dæmis verður „happy
hour“ af kokteilum á Von Mat-
húsi fram á kvöld, Papar verða
með tónleika í Bæjarbíói, Rósa
Guðbjarts ætlar að kynna Betra
líf án plasts, bókina sem hjálpar
okkur að nota minna af plasti,
Álfagull býður upp á vínsmökk-
un og svo mætti lengi telja. Það
verður meira að segja gert vel við
hundana því Litla gæludýrabúðin
verður með fría klóaklippingu
og helmings afslátt af hundabaði!
Við sem erum með verslanir í
miðbæ Hafnarfjarðar höfum gert
þetta nokkrum sinnum áður og
það hefur alltaf tekist mjög vel til
enda finnst bæjarbúum einstak-
lega notalegt að rölta þarna um,
skoða fallega gripi, smakka vín
og veitingar og ganga svo kannski
bara heim. Í búðinni minni ætla
Octagon skartgripir að vera
með „pop-up“ búð og auðvitað
bjóðum við tuttugu prósenta
afslátt af öllum Andreu-vörum. Á
laugardaginn mun ég örugglega
hvíla mig svolítið eftir föstu-
dagskvöldið en hefst svo handa
við að pakka í ferðatösku fyrir
Spánarferð á sunnudaginn. Þá
finn ég til kímonó, kjóla, sandala,
einar stuttbuxur og auðvitað góð
sólgleraugu.“
Andrea Magnúsdóttir fatahönnuður: Ætlar að taka þátt
í stelpukvöldi á Strandgötunni, smakka kokteila á „happy
hour“ og fljúga svo til Spánar á sunnudag.
Hvað ætlarðu að gera um helgina?
Andrea ætlar að vera
í stuði með stelpunum
á Strandgötunni
HEITT
Sófasett
Af því það er gefandi að sitja
heima í stofu og spjalla við góða
gesti.
Nokia 6610
og aðrir
ósnjallir
farsímar
Það er ágætt
að fara svolítið
aftur í tímann
með tæknina.
Jóga við stofuhita
Mögulega besta líkamsrækt í
heimi. Heilnæmar æfingar sem
kyrra bæði líkama og sál. Best
að iðka utandyra, ef vel viðrar,
eða við góða loftræstingu inn-
andyra. Helst sem oftast.
KALT
Sjónvarpssófar
Af hverju ekki frekar sófasett
sem hvetur gesti til að sitja
gegnt hvor öðrum og spjalla um
heima og geima?
Snjallsímar
Þeir eru ágætir í hófi en mættu
hafa sams konar viðvörun og
sígarettupakkar, enda nokkuð
ávanabindandi og geta valdið
óhamingju.
Svita- eða hot-jóga
Það hefur aldrei verið sannað
að það geri líkamanum gott
að kófsvitna við takmarkaða
áreynslu í líkamsrækt. Og getur
þessi ofhitun í lokuðu rými ekki
haft skaðleg áhrif á byggingar?
Valdið myglu og þess háttar?
Fróðleikur um sushi
Hvað heita þessir fallegu bitar?
Ekki má teljast langt síðan fæstir Íslendingar vissu hvað sushi er en nú er þessi
þjóðarréttur Japana ákaflega
vinsæll hjá okkur, enda ekki langt
að sækja gott hráefni.
Sushi er bæði borðað sem
skyndibiti og sem spariréttur en þá
er það gjarna pantað af veitinga-
stöðum eða matreiðslumeisturum
sem hafa sérstaka þekkingu á
því hvernig sushi er gert. Þetta
þýðir þó ekki að sushi sé of flókið
fyrir venjulegt fólk. Hver sem er
getur búið til sushi svo lengi sem
réttu græjurnar eru við höndina,
til dæmis góður pottur fyrir
hrísgrjónin og bambusmotta til
að móta vefjurnar. Það getur verið
prýðileg skemmtun fyrir vini að
koma saman til að gera sushi á
góðu laugardagskvöldi.
Meginuppistaðan í sushi er
smágerð hrísgrjón, soðin og
blönduð ediki og sykri. Þetta er
gert til að ná fram réttu „klístur-
stigi“ en það er mikilvægt til
að hrísgrjónin loði saman. Svo
er margs konar hráefni notað
með þessu. Aðallega hrár fiskur
og annað sjávarfang, til dæmis
rækjur, hrogn og þess háttar, en
svo hafa sumir tekið upp á því
að útbúa bæði grænmetis- og
kjúklinga-sushi fyrir fólk sem kýs
að borða ekki hráan fisk. Mangó,
lárperur, agúrkur og rjómaostur
eru meðal þess sem þykir góm-
sætt í sushi-bitum.
Sushi er borðað með sojasósu,
wasabi og hráu engifer sem er
búið að marínera en það er notað
til að hreinsa munninn milli bita.
Veistu hvað bitarnir heita?
Sushi samanstendur af nokkrum
tegundum smábita sem hver
heitir sínu nafni en þetta eru þeir
algengustu.
Maki: Maki þýðir vefja á
japönsku. Þetta er nafnið á bitan-
um sem flestir sjá fyrir sér þegar
sushi ber á góma. Hráefni og hrís-
grjón vafin inn í nori-þangblað.
Hosomaki: Minnstu vefjurn-
ar, oftast með einhverju stökku í
miðjunni.
Nigiri: Hrísgrjónakoddi með
bita af hráum fiski ofan á. Nigiri á
að borða með fingrunum.
Sashimi: Sashimi er einfald-
lega bara biti af hráum fiski.
Aldrei borið fram með hrís-
grjónum og vanalega etið með
prjónum.
Temaki: Temaki er gert úr
nori-þangblöðum, mótað í eins
konar keiluform, fyllt með fiski
og hrísgrjónum. Gjarna borðað á
ferðinni.
Uramaki: Uramaki er hvorki
japanskt né samkvæmt þeirra
hefðum. Þessar vefjur eru á
röngunni, hrísgrjónin utanverð
og stundum er sesamfræjum
sáldrað yfir.
Allt á röngunni „Uramaki er hvorki japanskt né samkvæmt þeirra
hefðum. Þessar vefjur eru á röngunni, hrísgrjónin utanverð og stundum er
sesamfræjum sáldrað yfir.“
Þú getur ÞettA Í raun geta
allir útbúið sushi svo lengi sem
réttu tólin eru við höndina.