Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Síða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 22. september 2017 meiddum og sjúkum í okkar samfé­ lagi,“ segir Kári. „Fyrir síðustu kosningar skrifaði stór hluti Íslendinga undir áskorun á Alþingi um að bæta töluvert í fjár­ festingu í heilbrigðiskerfinu. Leið­ togar allra stjórnmálaflokkanna hétu því að þeir myndu gera slíkt. Það reyndist vera mjög auðvelt að svíkja það á svipstundu. Úr því varð enginn sérstakur hávaði. Mér finnst stjórnarandstaðan líka hafa verið alveg ótrúlega léleg síðustu árin. Mér finnst hún bera að minnsta kosti jafnmikla ábyrgð á því hversu illa hefur gengið að hlúa að velferðarkerfinu, eins og ríkis­ stjórn Sjálfstæðismanna og Fram­ sóknar og sú ríkisstjórn sem nú var að segja af sér.“ Gerðirðu þér vonir um að Óttarr Proppé myndi standa sig vel í starfi heilbrigðisráðherra? „Nei, því miður finnst mér hann að mörgu leyti hafa hagað sér eins og algjör auli sem stjórnmálamað­ ur í ráðherrastól. Eins og mér fannst hann stundum tjá sig skemmtilega sem almennur þingmaður úti í sal. Ég átti með honum, og tveimur öðrum mönnum, einn fund sem entist í nokkra klukkutíma. Mér fannst það heldur dapurlegar samræður vegna þess að það var ljóst að hann ætlaði ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Það skiptir samt kannski ekki meginmáli hver er heilbrigðisráðherra vegna þess að þetta er svo stór málaflokkur að ef maður er ekki með forsætisráð­ herra eða fjármálaráðherra með sér í liði þá gerist ekkert.“ Gróðasjónarmið í læknisþjónustu Þú vilt fyrst og fremst meira fjár- magn í málaflokkinn, er það ekki rétt? „Ég er sammála þeim sem hafa gagnrýnt mig fyrir að hafa gengið fram fyrir skjöldu og talað eingöngu um meira fé í heilbrigðis kerfið án þess að leggja nægilega mikla áherslu á að samfara auknu fé þarf að koma heildarstefna sem endur­ speglar vilja fólksins í landinu. Það þarf fyrst og fremst að búa til heildarstefnu í heilbrigðismál­ um. Það er til dæmis engin skil­ greining á því hvað Landspítalinn á að gera, hvað sérfræðistofur úti í bæ eigi að gera, hvað heilsugæslan eigi að gera og svo framvegis. Með algjörlega óskilgreindu heilbrigðis­ kerfi hefur töluvert mikið vald færst yfir til Sjúkratrygginga. Stein­ grímur Arason, forstjóri Sjúkra­ trygginga, hefur á síðustu árum haft meiri áhrif á þróun heilbrigðis­ mála en heilbrigðismálaráðherra. Hann hefur gert samninga við sjálf­ stætt starfandi sérfræðinga og heil­ brigðisstarfsmenn og í gegnum þá samninga hefur hann aukið mjög einkavæðingu í íslenskri heilbrigð­ isþjónustu. Það má segja að það sé ósköp eðlilegt að reikna með því vegna þess að Steingrímur Ari er frjálshyggjumaður sem heldur því fram að einkavæðingin sé góð fyrir samfélagið. Það er ekki hægt að áfellast hann fyrir að gera það sem honum finnst gott fyrir samfélagið. Það á að hrósa honum fyrir það. En það er hins vegar alveg forkastan­ legt að hann skuli hafa komist upp með þetta. Skortur á heildarstefnu og skortur á meira fé í heilbrigðis kerfið hefur haft ýmsar afleiðingar. Nú er ég ekki að segja að heilbrigðiskerfið hafi verið viljandi fjársvelt. Ég er ekki heldur að segja að menn hafi viljandi haldið heildarstefnu frá heilbrigðiskerfinu. En afleiðingin af þessu er að það hefur skapast grundvöllur fyrir einkavæðingu.“ Er það endilega af hinu vonda? „Uppi í Ármúla er Klíník sem segist vera til þess búin að gera aðgerðir á konum sem eru með arfgenga tilhneigingu til að fá brjóstakrabbamein. Það er þörf fyrir þessa klíník vegna þess að ekki fæst fé til að byggja þessa þjónustu upp á Landspítalanum. Þarna eru komin ákveðin gróðasjónarmið inn í læknaþjónustuna sem sumum finnst gott en flestum vont en þetta er líka vont vegna þess að lækna­ þjónustan versnar við þetta. Það er ekki ásættanlegt að gera stór­ ar aðgerðir á stofnun þar sem ekki eru sérfræðingar í lyflækningum. Þarna er ekki hópur manna sem er kallaður til ef sjúklingur fer í hjartastopp. Þetta er ekki stofnun að þeim burðum að hún geti haft slíkt teymi til staðar. Við erum svo lítið samfélag að mjög mikið af því sem gert er í heilbrigðisþjónustunni er ekki réttlætan legt að gera nema á einum stað í samfélaginu. Annars viðhelst ekki sú þekking og sú geta sem þarf að vera til staðar. Heilbrigðisþjón­ ustan er mjög flókið fyrirbrigði. Hún er ekki bara til staðar á einu augnabliki. Hún er eitthvað sem er öllum stundum að breytast. Við verðum að hlúa að henni og sjá til þess að þekking og færni, tæknigeta og svo framvegis haldist. Það getum við ekki gert nema hafa hana mjög miðstýrða og mjög samþjappaða. Við verðum að láta Landspítal­ ann vera miðtaugakerfi heilbrigðis­ þjónustunnar. Við verðum að nota hann til að veita gæðastjórnun á þá hluta heilbrigðisþjónustunnar sem er utan spítalans. Það er eins og stendur engin gæðaþjónusta hjá sérfræðilæknum á einkastofum úti í bæ. Afleiðingin er til dæmis sú að það eru rifnir hálskirtlar úr tvisvar til þrisvar sinnum stærri hund­ raðshluta íslenskra barna en í ná­ grannalöndum okkar.“ Agalausir stjórnmálamenn Komum þá aftur að hlutverki stjórnmálamanna. Er einhver stjórnmálaflokkur sem þú treystir umfram annan til að sinna þessum málaflokki almennilega? „Nei. Þegar kemur að því að hlúa að, ekki bara heilbrigðis­ kerfinu, heldur velferðarkerfinu almennt finnst mér enginn stjórnmálaflokkur raunveru­ lega hafa staðið sig. Horfum til þess sem eina hreinræktaða „Það sem skiptir mig mestu máli núna er hvernig við búum þannig í haginn að þessi kríli sem nú eru barna- börnin mín, muni eiga líf sem verði eins gleðilegt og hægt er. „Ég viðurkenni að vísu fúslega að ef annar hvor þessara níð- inga sem menn eru að tala um núna hefði veist að afkomendum mínum þá hefði ég ósköp ein- faldlega drepið hann með berum höndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.