Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 22
22 sport Helgarblað 22. september 2017 mikilvægir. Ég hef verið með Jóni Rúnari [Halldórssyni, formanni knattspyrnudeildar FH] líka og ég get alveg sagt að Börkur er ekki síðri. Börkur sækir ekki jafn mikið í athyglina eins og Jónsi. Ég sagði Berki að ég myndi ráða hvernig hlutirnir yrðu, það hjálpar svo mikið að vera með Bjössa hérna sem er Valsari og þekkir alla hérna og allir sem tengjast Val þekkja hann. Það hjálpaði líka, Bjössi gat stigið á menn sem eru í kringum þetta. Það er ekki bara í Val sem hlutirnir eru svona, í öllum félög- um eru menn sem vilja ráða öllu. Svo ef hlutirnir ganga ekki upp þá eru þeir alltaf með lausnir á því, það verður þannig áfram. Þessi þrjú ár hjá Val hafa gengið mjög vel, það er aldrei erfitt þegar vel gengur. Það er mjög einfalt. Ég hef þjálfað síðan 1979 og hef oft lent í mótlæti, það hafa allir sem hafa tekið svona starf að sér lent í mót- læti. Ég læri af því, ég hef aldrei ef- ast um mína kunnáttu. Það hef ég aldrei gert.“ Blaðamenn þorðu ekki í málið Árið 2013 var Ólafur að þjálfa Hauka og var liðið mjög nálægt því að fara upp í efstu deild. Það eina sem stoppaði það var 16-0 sigur Víkings R. á Völsungi í næstsíðustu umferð. Víkingur fór upp á marka- tölu en Haukar sátu eftir með sárt ennið. Ólafur segir að allt hafi verið ólöglegt við þetta en blaða- menn ekki þorað í málið. „Hauka- tímabilið var mjög fínn tími, það er náttúrlega rannsóknarefni fyrir blaðamenn, sem þeir þorðu ekki að fara í frekar en annað, af hverju Haukar fóru ekki upp í efstu deild í fótbolta. Það var allt ólöglegt við þetta sem hægt var, blaðamenn þorðu ekki að fara í það mál.“ Óvíst hvenær hann hættir Ólafur hefur ekki ákveðið hvenær hann hættir en hann segir Sigur- björn, aðstoðarmann sinn, vera framtíðarþjálfara Vals. „Bjössi á stærri hlut í þessu en ég, hann stjórnar öllu hérna. Það er nú alltaf talað þannig að Bjössi sé hress og skemmtilegur, vissulega er hann það en fótboltakunnátta Bjössa og allt í kringum það er fyrsta flokks. Ég hef ekki haft jafn góðan mann og Bjössa með mér frá því að ég byrjaði í þessu. Ég stýri ekki miklu sem gerist á æfingum, en ég veit þó í flestum tilfellum hvað er að fara að gerast. Bjössi er frábær í fótboltafræðunum, hann er fram- tíðarþjálfari Vals. Ef við verðum ekki reknir héðan þá tekur hann við af mér. Sama hvort það verði eftir eitt ár, tvö ár eða tíu. Ég veit ekki alveg hvenær það verður. Ég er ekki byrjaður að hugsa um hvenær ég hætti. Fyrst að Logi Ólafsson fór í Víking 62 ára þá get ég verið tvö ár í viðbót. Ég er bara sextugur, kannski á ég 2–3 ár eft- ir. Á meðan ég hef svona gaman af þessu og tel mig geta gert eitt- hvað í þessu þá held ég áfram. Ég á fjölskyldu sem er kannski ekki alltaf sammála mér í þessu, en mér finnst þetta hrikalega gam- an. Ég hugsaði um að hætta ef við yrðum meistarar, að það gæti verið flottur útgangspunktur. Það væri ekkert vitlaust ef ég myndi vinna, mig langaði að vinna þetta. Ég átti frábær ár með FH en mig langaði að vinna Íslandsmeistaratitilinn með öðru liði. Það vildi ekki neinn klúbbur ráða mig fyrr en Valur kom til, ég þakklátur fyrir það. Ég verð áfram í Val. Áhuginn á þessu hefur ekki minnkað hjá mér, ég hef alltaf jafn gaman af þessu.“ Telur að FH komi sterkara til baka Það var í raun aldrei spurning um að Valur yrði meistari og hans gamla lið, FH, veitti Val aldrei samkeppni. „Mér finnst deildin hafa verið nokkuð jöfn, reyndar erum við með mesta stöðugleik- ann. Mér finnst önnur lið ekki hafa náð upp þeim stöðug leika sem ég átti von á. Ég átti ekki von á því fyrir mót að við mynd- um vinna þetta í 20. umferð, ég sá ekki að það myndi gerast. Botnbaráttan er bara eins og ég sá hana fyrir mér; Akranes, Ólafs- vík og Fjölnir, það kom ekki á óvart. Gengi Grindavíkur hefur verið frábært. Það er þannig að þegar þú ert með mann sem skor- ar þegar hann sér markið að þá ertu í fínum málum. Ólafsvík var í sömu málum í fyrra með Hrovje Tokic og ÍA líka með Garðar Gunnlaugsson. Það er gulls í gildi að hafa mann sem skorar nán- ast þegar hann sér markið, það eru reyndar tvær umferðir eftir af mótinu. Mér fannst vera smá þreyta í FH, ég verð að segja það þó að menn þar verði vondir út í mig fyrir að segja það. Mér fannst endurnýjunin á leikmannahópi FH ekki vera eins og mörg önnur ár hjá Heimi. Mér fannst hún ekki eins öflug, ég gat alveg átt von á því að þeir yrðu ekki sterkari en við. Ég veit ekki hvort þeir fari í miklar breytingar, ég er lítið að velta því fyrir mér. FH hefur náð einstökum árangri í 13 ár á Ís- landi, sem er sögulegt, og það er ekki óeðlilegt að liðið fái ágjöf . Ef ég þekki mennina sem eru þarna þá taka þeir á því eins og menn.“ Landsliðið betra með Heimi Ólafur hefur horft á alla lands- leiki Íslands eftir að hann lét af störfum og hann elskar að fylgjast með liðinu. „Mér finnst geggj- að að horfa á landsliðið og alveg frábært, ég hef séð hvern einasta landsleik frá því að ég hætti. Ég fer á alla leiki, mér finnst mik- il framför á liðinu eftir að Heimir tók við því einn. Ég verð að hrósa honum, hann hefur bætt hlutum inn í leik liðsins sem voru ekki fyrir. Aðferðir Heimis hafa virk- að mjög vel, það kom mér ekki á óvart að hann færi að einhverju leyti úr þessu 4-4-2 kerfi. Ég hef aldrei verið hrifinn af því, Heimir hefur gert stórkostlega hluti. Hann hefur bætt hlutina mikið, ég vona að þeir komist til Rúss- lands. Það getur allt gerst í riðl- inum, hver einasta mínúta skiptir máli. Ég held að þetta verði hrika- lega spennandi.“ Ánægður með tíma sinn hjá landsliðinu Ólafur stýrði landsliðinu í fjögur ár með misjöfnum árangri en uppistaða liðsins í dag steig sín fyrstu skref undir stjórn Ólafs. „Ég hef ekki verið hlynntur því að tala mikið um það en ég var mjög ánægður með minn tíma hjá landsliðinu. Ég var mjög sáttur við það sem ég gerði þar, ég er ófeim- inn við að segja það. Árangurinn var ekki eins og við vildum, inni- stæðan var ekki til fyrir því held- ur. Það var mikið af ungum leik- mönnum sem voru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Allt í kringum landsliðið á þessum tíma var lélegra en í kringum fé- lagsliðin á Íslandi. Ég er óhræddur við að segja það að ég var ánægð- ur með minn tíma þarna. Ég var ánægður með þróunina á því sem við gerðum, landslið Íslands hafði verið upp og niður. Unnið leik og tapað leik, við áttum haug af ung- um leikmönnum sem voru frá- bærir í fótbolta og þeim hafði gengið vel nánast öll sín ár í yngri landsliðum. Á einhverjum tíma- punkti, eftir eitt og hálft ár held ég, talaði ég við Pétur Pétursson sem var að aðstoða mig og spurði hvort við ættum ekki að gefa þeim séns. Þá verðum við með frábært landsliðið eftir nokkur ár. Ég hélt fund með leikmönnum og sagði þeim að núna gerðum við þetta svona og þið verðið komnir á stór- mót eftir 6–8 ár. Það gerðist fyrr, það var frábært. Ég tók ekki neinn séns, það hafði ekkert gerst áður. Ég sagði líka við leikmennina þegar að ég ákvað að gera þetta svona að ég yrði örugglega ekki að þjálfa þá þegar þeir kæmust á stórmót, það væri örugg lega búið að reka mig. Ég var reyndar ekki rekinn, samningurinn minn var bara á enda. Leikmenn tala vel um hann Flestir leikmenn íslenska lands- liðsins tala vel um Ólaf og það þykir honum vænt um. Hann seg- ist einnig hafa reynt að hætta með landsliðið áður en samningur hans var á enda en Geir Þor- steinsson, þá formaður KSÍ, tók það ekki í mál. „Mér þykir vænt um það þegar leikmennirnir sem ég tók inn tala fallega um tíma minn í landsliðinu og þakka mér fyrir að hafa gefið þeim tækifæri snemma, það var nóg af því vonda sem ég fékk. Mér þykir vænt um það og ég er í ágætis sambandi við marga af þessum strákum, ég fæ reglulega frá þeim skilaboð þegar ég vinn leiki og þegar ég vinn titla. Það gleður mig. Ég fann að ég var búinn inni hjá KSÍ, ég fann það á ákveðnum tímapunkti. Það var hundleiðinlegt að fara í vinnu, ég vildi hætta en ég fékk það ekki.“ n „Ég sagði að það snerist um hvort Börkur gæti starfað með mér, því að ég ætlaði að ráða hlutunum. Sáttur „Ég hef ekki verið hlynntur því að tala mikið um það en ég var mjög ánægður með minn tíma hjá landsliðinu. Ég var mjög sáttur við það sem ég gerði þar.“ Mynd Brynja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.