Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.2017, Blaðsíða 28
Heildsalinn Herdís „House Doctor“ Jóhannesdóttir býr í tæplega hundrað fermetra einbýlishúsi í smáíbúðahverfinu í Reykjavík ásamt átján ára dóttur sinni, Helenu Ósk. Herdís er mörgum kunn sem eigandi verslunarinnar Fakó en þar er hægt að fá fjölbreytta gjafavöru, allt frá sælkera- og snyrtivörum yfir í alls konar húsgögn. Í byrjun þessa árs flutti Herdís svo verslunina úr litlu fimmtíu fermetra rými við Laugaveg yfir í Ármúla 7 þar sem hún hefur tvö hundruð og fimmtíu fermetra til umráða. Margir vilja meina að á þessu svæði sé nú að rísa mekka húsgagna og gjafavöruverslana í Reykjavík. Herdís er gríðarlega sátt við ná- granna sína í hverfinu og áhrifin sem myndast af því að sams konar verslanir séu í grennd hver við aðra. „Snúran er komin hingað í Ármúlann, svo er Hjarn Living hérna rétt hjá. Vogue er í Síðumúla og Borð fyrir tvo er þar beint á móti. Þá eru hér Hugmyndir og heimili, Heimahúsið og svo mætti lengi telja, að ónefndum öllum ljósabúðunum sem eru hérna líka,“ segir hún og bætir við að fólk þurfi ekki að leita langt yfir skammt þegar til stendur að kaupa húsgögn, ljós eða smá- vöru. „Þetta er bara allt hérna, með nokkurra metra millibili. Auðvelt að rölta á milli.“ Gott að fá sér eitt rauðvínsglas, en bara eitt Í litla einbýlishúsinu er notalegt um að litast. Stofan og eldhúsið eru samliggjandi á jarðhæð en svefn- herbergin og baðið eru á efri hæð. Í stofunni er gólfið flísalagt, sem er harla óvenjulegt á íslenskum heimil- um en Herdís segist kunna ágætlega við þetta enda sé hiti í gólfunum. „Það var búið að gera þetta áður en við mæðgurnar fluttum inn. Mér finnst þetta mjög þægilegt en ég hefði kannski valið öðruvísi flísar,“ segir heildsalinn, brosir út í annað og hellir svolitlu rauðvíni í glas. Ertu mikið fyrir rauðvín? „Eftir átta tíma vinnudag þar sem maður er í símanum allan daginn, að tala við alls konar skemmtilegt fólk, þá þarf maður stundum að anda djúpt og fá sér eitt rauðvínsglas til að ná sér niður þegar heim er komið. Ég tek samt fram að mér nægir alveg að fá mér bara eitt. Stundum klára ég það ekki einu sinni,“ segir hún og hlær. Við eldhúsborðið, þar sem Herdís situr, stendur falleg hilla sem skartar ýmsum munum, allt frá styttu af Maríu mey yfir í rúss- neskar babúskur sem eru sérlegt áhugamál hjá Herdísi. „Mér hefur alltaf þótt eitthvað sjarmerandi við þessar dúkkur. Mamma og amma hafa alltaf átt svona babúskur og ein vinkona mín er að safna þeim. Krakkar hafa gam- an af því að leika sér með þær og fullorðnum finnst gaman að skoða þær. Sem sagt eitthvað fyrir alla. Það er eitthvað krúttlegt við þetta,“ segir heildsalinn og „húslæknirinn“ Herdís Jóhannesdóttir að lokum. Konan sem læKnar heimilin í landinu Birtu var boðið upp á rauðvínsglas í heimsókn hjá Herdísi „House Doctor“ Persónulegt gildi „Ester, systir mín, málaði þetta þegar hún var fimmtán, sextán ára og hún fór síðar út í myndlistarnám. Núna er hún kennari í Álftamýrarskóla. Ég sjálf er engin listakona en mér fannst alltaf svo gaman að hvetja hana til að mála þegar hún var yngri. Mér finnst myndirnar mjög fallegar því þær hafa persónulegt gildi fyrir mig.“ innlit Stærð: 98 fermetra einbýli á tveimur hæðum. Íbúar: Herdís, 45 ára, og Helena Ósk, 18 ára. Áhugamál: Babúskur og rauðvín. Eldhúsið: Gott að hafa slitsterka mottu á gólfinu. Stofan: Sófinn er þægilegri en hann lítur út fyrir að vera. Svefnherbergi: Frábært að mála í fallegum litum. Bannað að slasa sig LJÓSIÐ: „Þetta ljós fékk ég í kringum 2014 og það heillaði mig gjörsam- lega við fyrstu sýn. Ástæðan fyrir því að það hangir fyrir ofan eldhúsborðið er að fólk má ekki meiða sig á þessum vírum. Ég er samt mjög sátt við að hafa það þarna. Finnst það koma vel út.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.