Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 10
Átt þú sumarhús eða íbúð sem þú vilt leigja? Orlofssjóður BHM óskar eftir að taka á leigu sumarhús eða íbúðir um land allt og annars staðar í Evrópu til að framleigja til sjóðfélaga sumarið 2018. Húsnæðið þarf að vera í mjög góðu ástandi, fullbúið húsgögnum og öðrum viðeigandi húsbúnaði. Þar þarf jafnframt að vera pláss fyrir 6–8 manns í gistingu. Áhugasamir húseigendur sendi tölvupóst með myndum af eigninni á obhm@bhm.is. Fram komi upplýsingar um staðsetningu, bygg- ingarár, ástand, stærð, fjölda svefnplássa og hugmyndir um leiguverð. LLA-308 PRO álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 18.990 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Tröppur og stigar LLA-211 PRO álstigi/trappa 2x11 þrep 16.990 Áltrappa 4 þrep 4.940 5 þrep 6.390 Áltrappa 3 þrep 3.990 Í ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM A015-105 Áltrappa fyrir fagmaninn m/vinnuborði. 5 þrep. 16.790 6 þrepa 19.750,- 7 þrepa 21.730,- MARAÞON NOW OG 11GB Á 3.990 KR.* *á mánuði Stjórnun Stjórnunaraðferðir fyrir- tækja nútímans hafa þróast frá byrj- un síðustu aldar. Aðferðafræði sem beitt var í hernaði var snúið upp á stjórnun fyrirtækja. Á þetta bendir Christian Ørsted, danskur stjórn- unarráðgjafi, sem var staddur hér á landi til að tala á ráðstefnu á vegum Sensa um breytta stjórnunarhætti. Christian er höfundur metsölu- bókarinnar Livsfarlig ledelse, eða Lífshættuleg stjórnun. „Áherslan er að auka framleiðni og það virðist alltaf vera svarið við öllum vandamálum. Afleiðingin er hins vegar meiri streita. Á vinnu- staðnum, í fjölskyldunni og í sam- félaginu öllu,“ segir Christian. „Ég hef starfað við ráðgjöf til stjórnenda í tuttugu ár. Ég gaf stjórnendum net- og tæknifyrir- tækja ráð. Mikið af ungu fólki fékk aukna ábyrgð á þessum tíma. Ég komst seinna að því að mörg þeirra vandamála sem ég var kallaður til að leysa voru vegna fyrirtækja- menningar en ekki vegna tregðu stjórnenda til að innleiða breyting- ar,“ segir Christian frá. „Á þessum tíma datt mér ekki í hug að stjórn- endur sýndu tregðu við að innleiða breytingar vegna þess að þær væru hreinlega illa hugsaðar.“ Christian lærði af reynslunni. „Þessi bók er játning stjórnenda- ráðgjafa. Hún er byggð á mistökum sem ég hef gert.“ En hver eru þá helstu mistökin? „Ég skoða fjórar mýtur um stjórn- un. Mýtu um hvatningu starfsfólks, hvernig við metum hvert annað og árangur í starfi, mýtu um teymis- vinnu og mýtu um þróun í starfi. Ég tek það fram að ég er ekki á móti því að starfsfólk sé hvatt áfram, að það sé metið að verðleikum eða teymis- vinnu. Ég er að benda á mistök sem við gerum þegar við framkvæmum þessa þætti í stjórnun og verða til þess að fólk brennur út. Við tölum ekki um þessar auka- verkanir nútímastjórnunar. Við viljum að allir sinni starfi sínu af ástríðu, líði vel, finnist þeir metnir að verðleikum. En við erum ekki að horfa til þeirra fórna sem fólk færir. Þess álags sem fólk er undir og veld- ur því skaða. Og stundum er vinnu- semin bara of mikil. Fólk hleypur hraðar og hraðar en kemst ekki í mark. Það er að hlaupa í vitlausa átt. Það missir sköpunargleðina. Ég hef tekið þátt í því að hvetja til þessarar fyrirtækjamenningar. Það sem við erum til dæmis að gera rangt er að hlusta ekki nægi- lega á þá kyrrlátu í fyrirtækinu. Þá sem skila góðu starfi, eru tryggir og hæfir en hafa sig ekki í frammi. Ef til vill hafa þeir efasemdir um stefnu fyrirtækisins og verkefni. Það skiptir miklu máli að hlusta á þetta starfsfólk. Ég hef komist að því að þeir sem eru afar hæfir í starfi sínu hafa efasemdir og skynja betur en aðrir áhrif breytinga í fyrirtækinu,“ segir Christian og segir mikilvægt fyrir stjórnendur að hlúa þannig að fyrirtækjamenningu að öllu starfs- fólki líði vel með að ræða verkefni sín, hugmyndir og efasemdir. „En það gerum við ekki yfirleitt. Við lofum sjálfsöryggi og hraða. Það er eitruð fyrirtækjamenning. Það má líka greina þetta í pólitíkinni, þar treystum við á sjálfsörugga stjórnmálamenn. Það þykir ekki fínt fyrir stjórnmálamenn að efast. En það er í raun og veru skelfilegt til þess að hugsa að efasemdir og gagnrýni á eigin stefnu þyki ekki eðlilegur hlutur. Enda lifum við í flóknu umhverfi.“ En hvað er það mikilvægasta sem stjórnandi getur gert? „Ég hef verið þráspurður að þessu. Besta ráðið sem ég get gefið er að vera opinn fyrir fólki, vanda sig við að skoða allar hliðar, tala ekki alltaf við sama fólkið. Sýna starfsfólki raunverulega umhyggju. Vera forvitinn um lausnir. Líka þegar illa gengur. Þegar starfsfólki er hrósað dugar að vera einlægur og nákvæmur. Hrósa framtaki fremur en niðurstöðu eða eiginleikum. Að viðurkenna að þótt teymisvinna sé verðmæt geti hún leitt til einsleitrar hugsunar.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Að hlaupa hraðar og hraðar í ranga átt Christian Ørsted, danskur stjórnunarráðgjafi og höfundur metsölubókarinnar um lífshættulega stjórnunarhætti, er staddur hér á landi og gefur íslenskum stjórnendum hollráð. Hann brýnir fyrir þeim að vondir stjórnunarhættir minnki árangur. Mikil- vægt sé að gæta að sköpunargleði og hugmyndaauðgi starfsmanna fyrirtækja. Christian segist hafa lært af mistökum sínum. Fréttablaðið/Eyþór 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A u G A r D A G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -8 2 5 4 1 E 0 7 -8 1 1 8 1 E 0 7 -7 F D C 1 E 0 7 -7 E A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.