Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 32

Fréttablaðið - 21.10.2017, Side 32
Eftir að fyrstu fréttirnar birtust um tugi brota Harvey Wein-stein í gegnum árin hafa konur um allan heim stigið fram. Konur á öllum aldri hafa sagt frá kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Myllumerkið Me Too hefur tekið yfir sam- félagsmiðla og hugrakkar stúlkur og konur hjálpast nú að við að sýna hvað kynferðis- ofbeldi er stórt samfélagsvandamál. Hildur Erla Gísladóttir var aðeins 16 ára gömul þegar sundþjálfarinn hennar áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana og þrjá aðra sundmenn heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára svo aldursmunurinn á þeim var 36 ár. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu gjörsamlega niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi á tæpu ári, þangað til hún loksins þorði að segja frá. „Það eru núna tíu ár síðan þetta byrjaði, en þetta stóð yfir í tæpt ár.“ Mun alltaf fylgja mér Ástæðan fyrir því að Hildur Erla fann kjarkinn, var að hún var fullviss um að annars myndi þetta enda með nauðgun. Ástæða þess að maðurinn er ekki nafn- greindur hér er að hann var ekki dæmdur fyrir sín brot. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. „Ég fékk mikla og góða hjálp frá sál- fræðingi sem aðstoðaði mig við að vinna úr þessu, bæði strax og svo aftur, nokkrum árum seinna. Eftir að ég eignaðist dóttur mína, byrjaði smátt og smátt að koma yfir mig kvíði, ekki á nokkurn hátt tengdur henni samt. Hún er það besta sem hefur komið fyrir mig en ég byrjaði að óttast það sem gæti mögulega komið fyrir hana, ótti sem eflaust væri ekki til staðar nema vegna þess sem ég lenti í.“ Móðurhlutverkið hefur breytt Hildi Erlu á margan hátt og ætlar hún núna að loka þessum kafla í lífi sínu endanlega. „Þetta mun alltaf fylgja mér, eftir öll þessi ár er ég búin að sætta mig við það og hef lært að lifa með því.“ Elskaði sundið DV sagði frá uppsögn þjálfarans þegar málið komst upp á sínum tíma en Hildur Erla og foreldrar hennar veittu aldrei viðtal. Hildur Erla æfði sund frá sex ára aldri og elskaði þessa íþrótt, sér- staklega alla vinina sem hún eignaðist en þau voru eins og ein stór fjölskylda. Sundþjálfarinn náði að eyðileggja ungl- ingsár Hildar Erlu og hún lifði með sjálfs- ásakanir, þunglyndi og kvíða í mörg ár. Þegar hún var komin í afrekshóp í sundinu fékk hún þar þennan nýjan þjálfara. Hann átti eftir að hafa áhrif á allt hennar líf og fyrstu hættumerkin komu fram nánast frá fyrstu kynnum þeirra. Foreldrar Hildar Erlu kvörtuðu yfir harðneskjulegri framkomu  hans en hegðun hans var á sínum tíma alltaf afsökuð með því að hann væri frá öðrum menningarheimi en hann er frá Serbíu. Voru ein í bíl saman „Strax á þessum tíma var ég orðin mjög hrædd við hann. Sálfræðingurinn minn Misnotuð af sundþjálfaranum „Hann gerði allt nema að nauðga mér,“ segir Hildur Erla Gísladóttir. Hún var sextán ára gömul þegar sundþjálfarinn áreitti hana fyrst. Misnotkunin stóð yfir í tæpt ár og Hildur Erla, sem var komin í afrekshóp í íþróttinni, hætti að æfa sund. Hún var niðurbrotin eftir áreitni og kynferðislegt ofbeldi þjálfarans. „Ég sá ekki að ég gæti látið hann hætta, að ég gæti unnið hann.“ Hildur Erla Gísladóttir er flugfreyja og ljósmyndari en myndir hennar hafa meðal annars birst í Vogue. FrÉttablaðið/VilHElM sagði mér eftir á að þetta hafi verið hans leið til þess að byrja að brjóta mig niður og ná mér svo á sitt vald. Svo leið tíminn og ég var orðin algjört uppáhald hjá honum, hann reyndi ekki einu sinni að fela það. Hann var alltaf við mörkin hvað varðar samskipti, hann knúsaði og kyssti alla en fólki fannst þetta bara vera hans persónuleiki. En svo byrjaði hann að ganga lengra og lengra við mig.“ Þjálfarinn hafði náð að skapa aðstæð- ur þar sem hann var einn í bíl með Hildi Erlu á kvöldin. „Hann stoppar bílinn og segir mér að kyssa sig. Hann segist ekki ætla að keyra aftur af stað fyrr en ég geri það. Ég sagði honum að hætta og var hrædd. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Það leið ein- hver tími, mér fannst þetta vera svona hálftími, og hann verður bara reiður og pirraður. Á endanum kyssti ég hann en þá sagði hann að ég hefði ekki gert það nógu vel. Eftir þetta þá skutlaði hann mér alltaf síðast heim eftir æfingar, þó svo að það þýddi að hann þyrfti að fara krókaleið til að skutla hinum. Hann sagði alltaf bara við þær og aðra að hann þyrfti að tala við mig, hjálpa mér því að ég ætti svo rosalega erfitt og væri svo stressuð. Hann bjó það til, hann bjó til stressið í mér og í raunveruleikanum var hann ástæðan fyrir því að ég var stress- uð. Stressuð yfir hvað hann myndi gera og hvort hann myndi ganga lengra. Líka af því að ég var búin að reyna oft að biðja hann um að hætta og láta hann vita að ég vildi þetta ekki eða þá segja að ég væri þreytt eða bara eitthvað. Hann varð bara reiður ef ég gerði það sem hann sýndi svo bara með því að verða ákafari. Hann káfaði á mér allri, inn undir fötin, inn á nærbuxurnar. Hann bannaði mér að vera í blúndunærbuxum því honum fannst betra að koma við hinar.“ Þjálfarinn hélt áfram að brjóta gegn Hildi Erlu og versnaði áreitni hans með tímanum. „Þetta var alltaf í bílnum hans, hann byrjar að láta mig setjast ofan á sig og hallar sætinu aftur. Hann káfar á mér, snertir mig alla og kyssir mig. Hann stundi mikið og bað mig um að gera hitt og þetta. Hann var rosalega ógeðslegur með sítt grátt hár, mottu og hökutopp. Ég varð alltaf eldrauð í kringum munn- inn út af skegginu. Þetta gekk svona áfram í einhvern tíma.“ Eftir eina æfinguna slær þjálfarinn á afturenda Hildar Erlu fyrir utan sund- laugina þegar fleiri úr hópnum, meðal annars vinkona hennar og systir, voru rétt á undan henni. Enginn tók samt eftir neinu og Hildur Erla þorði ekki að segja neitt. lét hana ljúga „Hann lét mig alltaf segja mömmu og pabba einhverjar sögur um það af hverju ég hafði komið svona seint heim eftir æfingu. Hann var algjörlega kominn með þau á sitt band með því að segja þeim að ég væri svo stressuð og þyrfti á meiri aðstoð að halda en hinir krakk- arnir. Pabbi minn var meira að segja í stjórninni í sundinu og ég man að eitt skipti sem hann var með matarboð heima þá var þjálfarinn heima hjá mér. Hann labbaði fram hjá herberginu mínu, horfði þangað inn og glotti.“ Hildur Erla segir að hann hafi alltaf orðið ágengari og ágengari. Nokkur af verstu brotunum áttu sér svo stað Hann var alltaf að bíða þang- að til ég yrði 18 ára. Hann Hefði samt ef- laust ekki kallað það nauðgun … Hann sagði við mig á 17 ára af- mælinu mínu í ferðinni: „Just one more year.“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir sylviarut@365.is ↣ 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r32 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -5 0 F 4 1 E 0 7 -4 F B 8 1 E 0 7 -4 E 7 C 1 E 0 7 -4 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.