Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 38

Fréttablaðið - 21.10.2017, Síða 38
Starri Freyr Jónsson starri@365.is Tónlistarmaðurinn Denique er ættaður frá Kanada en hefur dvalið á Íslandi síðustu þrjú sumur við að fínpússa tónlist sína og taka upp myndbönd af íslenskri náttúru sem m.a. birtast í nokkrum tónlistarmyndbanda hans. Fyrsta plata hans, Shape 1, kom út fyrir skömmu og er fáanleg á vefnum hans, www. denique.ca en þar má einnig horfa á tónlistarmyndbönd við lög plötunnar. „Ég hitti fyrir tilviljun framkvæmdastjóra íslensks fyrir­ tækis á bókasafni í Kanada. Eftir stutt spjall sagði ég við hann í gríni að ég væri til í að búa á Íslandi. Sú lína átti heldur betur eftir að hafa afleiðingar því hjónin buðu mér í heimsókn til Íslands sumarið 2015. Það sumar kynntist ég fullt af skemmtilegu og skapandi fólki sem hafði mikil áhrif á mig og verk mín. Því má segja að á þeim tíma hafi ég fundið út fyrir alvöru hver ég var og hvað ég vildi segja með sköpun minni.“ Hann lýsir tónlist sinni sem „alternative“ popptónlist með skandinavískum blæbrigðum. „Sándið á plötunni minni er ekki dæmigert poppsánd en tón­ listin er samt þannig að ég held að flestum eigi eftir að líka vel við hana.“ Er tvær persónur Denique vekur oft athygli fyrir skrautlegan klæðaburð en hann á sér þó aðra hlið. „Ég er í raun tvær persónur þegar kemur að klæðaburði. Annars vegar er ég poppstjarnan Denique sem hefur sterkan og áhugaverðan glamúr­ stíl. Hins vegar er ég mikið letiblóð sem klæðist eingöngu svörtu eða allt of stórum litfögrum bolum. Ég forðast að klæðast flíkum með vörumerkjum og áberandi munstri. Eina undantekningin sem ég geri er blómamynstur, ég elska blóm!“ Að sama skapi segist hann ekki vera jafn félagslyndur og úthverf týpa eins og margir halda. „Raunar er ég frekar ómannblendinn og eyði stórum hluta frítímans heima þar sem ég skipulegg næstu stóru skref í tengslum við tónlistarferil minn. Einnig kemur það mörgum á óvart að ég er mjög ástríðufullur hjólreiðamaður.“ Hræódýrar perlur Aðspurður hvenær tískuáhugi hans hafi kviknað segist hann ekki Það er nefnilega allt leyfilegt Denique vekur reglulega athygli fyrir skrautlegan klæðaburð. Hann er ættaður frá Kanada en hefur verið með annan fótinn hér síðustu þrjú sumur. Fyrsta plata hans kom nýlega út. „Sumir karlmenn kæðast skotapilsi en mér finnst að fleiri karlar ættu að kæðast síðum pilsum. Þau eru þægileg og skapa um leið fágaða heildarmynd sem er bæði flott en líka áhugaverð.“ MYNDIR/ERNIR vera viss. „Þegar ég hugsa til baka þá vaknaði ég ekki einn góðan veðurdag og hugsaði: „Nú ætla ég að hafa áhuga á tísku.“ Hins vegar man ég eftir að hafa valið mér föt á yngri árum sem gáfu mér ólíka orku hverju sinni. Dagsdaglega geng ég helst ekki í nýjum fötum heldur kaupi föt í verslunum sem selja notuð föt. Þar má finna margar hræódýrar perlur sem annars yrði jafnvel hent. Þegar ég vil klæðast einhverju frum­ legu finnst mér alltaf skemmtileg áskorun að nota óhefðbundna fylgihluti á borði við sterkt teip, álpappír, plast, víra, pappír, vefnaðarefni og fleira.“ Áttu uppáhaldshönnuð? Þótt ég skrúfi aðeins upp glamúrinn í tónlistarmyndböndum mínum þá veit ég í raun ótrúlega lítið um tískubransann og fylgist ekki nógu vel með honum. Ég fór þó á tvær tískusýningar í sumar og á annarri þeirra sá ég t.d. nýjustu línu uppá­ haldshönnuðar míns sem heitir Gabriel Drolet­MaGuire. Ég var mjög hrifinn af sýningunni en þar fléttaði hann snilldarlega saman línuna sína, tónlist, ljóð­ list, fyrirsætur og fleiri þætti. Það er ekki að ástæðu­ lausu sem hann er langt á undan sinni samtíð, aðeins 22 ára gamall. Hvernig fylgist þú helst með tísku? Ég fylgist í raun ekki með tískuiðnaðinum og nýjustu trendum. Ég læt innsæi mitt ráða þegar ég stíg inn í verslanir sem selja notuð föt. Það er umhverfisvæn leið til að versla og um leið hefur hver flík einhverja sögu að segja. Áttu þér uppáhalds- verslanir? Í Reykjavík er helst hægt að nefna gott úrval í Spúútnik en verðið þar er aðeins of hátt fyrir minn smekk. Verð í sambæri­ legum verslunum í Kanada er miklu lægra þar sem t.d. er hægt að kaupa notaða ullar­ peysu á 500 kr. Ég elska líka Hertex í Garðastræti en verðið þar er hins vegar frábært. Hver er uppáhalds- flíkin þín? Ég er með rúllu­ kragapeysur á heilanum og á a.m.k. sjö eða átta slíkar í ólíkum litum. Mér finnst að allir eigi að eiga a.m.k. fimm slíkar peysur. Bestu og verstu kaup? Ég á virki­ lega flottan vetrarjakka sem er eins og risastórt jólaullarteppi. Jakkinn kostaði einungis 2.000 kr. en ég keypti hann í Kanada. Margir hafa stoppað mig úti á götu og spurt út í hann enda stórkostlegur jakki og um leið bestu kaup mín. Varðandi verstu kaup þá læt ég innsæi mitt ráða eins og fyrr segir þegar ég kaupi föt. Fyrir vikið kaupi ég varla föt nema ég virkilega elski þau. Hins vegar man ég eftir því þegar ég var í framhaldsskóla og fannst góð hugmynd að lita hárið á mér dökkbrúnt. Þegar rótin fór að vaxa leit út eins og ég væri að fá skalla fimmtán ára gamall. Þetta voru ekki mínar bestu stundir. Notar þú fylgihluti? Mér finnst gaman að nota fylgihluti sem eru í raun ekki hefðbundnir fylgihlutir, t.d. plast, víra, óvenjuleg höfuðföt, málma, líkamsmálningu og fleira. Hjá mér er nefnilega allt leyfilegt. Hægt er að fylgjast með Denique, og hlusta á tónlist hans, á Spotify, www.denique.ca, facebook og Instagram(@deniqueleblanc). „Það er alltaf gaman að spila djarft í klæða- burði. Þessar buxur passa frábærlega vel með einhverju hlutlausu að ofan því þær eru jú aðalatriðið hér. Ég elska þessar buxur.“ „Í hlutverki popp- stjörnunnar er útlit mitt yfirleitt mjög kvenlegt en stundum finnst mér gaman að klæðast karlmannlegri fötum.” Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Peysur Kr. 9.900.- Str: S-XXL Fleiri gerðir MARAÞON NOW OG 11GB Á 3.990 KR.* *á mánuði 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . o K tÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -C 2 8 4 1 E 0 7 -C 1 4 8 1 E 0 7 -C 0 0 C 1 E 0 7 -B E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.