Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 40

Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 40
Bjarki Þór Pálsson er atvinnu-maður í blönduðum bar-dagalistum og nýkrýndur Evrópumeistari hjá breska bar- dagasambandinu FightStar. Bjarki tryggði sér titilinn í London 7. októ- ber síðastliðinn með sigri gegn Quamer Hussain og er ósigraður eftir fjóra bardaga sem atvinnu- maður. Bjarki vonast til að vinna sig hratt upp í íþróttinni og keppa við þá allra bestu sem allra fyrst. Ást við fyrstu sýn Bjarki fann blandaðar bardagalistir fyrir tilviljun. „Ég var tiltölulega nýorðinn edrú og var mjög opinn fyrir því að finna eitthvert áhugamál til að halda mér uppteknum,“ segir hann. „Félagi minn var búinn að kaupa hóptíma í Mjölni og bauð mér með. Þetta var algjör tilviljun en ég fattaði eiginlega bara um leið og ég steig þarna inn að þetta væri það sem ég þurfti. Við getum kallað þetta ást við fyrstu sýn.“ „Fljótlega eftir að ég byrjaði að æfa flutti ég til Noregs,“ segir Bjarki. „Þar æfði ég af krafti. Ég lagði mest stund á frjálsa glímu og náði ansi góðum tökum á henni. Grunnurinn þaðan veitti mér smá sérstöðu þegar ég flutti aftur heim og byrjaði aftur í Mjölni.“ Fljótlega vatt áhuginn upp á sig og Bjarki fór að huga að því að keppa. „Þegar maður æfir svona eins og ég geri þá myndast bara hungur í að keppa,“ segir Bjarki. „Fyrr en varir er maður bara búinn að festa dagsetningu og farinn að gera sig kláran til að fara í búrið.“ Atvinnumennskan náttúru- legt framhald Skrefið yfir í atvinnumennskuna var svo mjög náttúrulegt framhald. „Ég háði tólf áhugamannabardaga og vann ellefu en tapaði einum,“ segir hann. „Ég tók líka þátt í Evrópu- meistaramóti áhugamanna og vann það og fannst ég bara vera tilbúinn, bæði andlega og líkamlega.“ Bjarki er menntaður húsasmiður og segir að ef hann hefði ekki kynnst blönduðum bardagalistum ynni hann líklega sem smiður. „Ég væri samt sennilega að æfa eitthvað skemmtilegt,“ segir hann. „Ég hef keppt í brasilísku jiu-jitsu, hnefa- leikum og kraftlyftingum, en þar varð ég Íslandsmeistari og setti Íslandsmet í réttstöðulyftu sem ég held að standi enn. Ég gæti alveg hugsað mér að keppa í einhverju öðru, en blandaðar bardagalistir eru íþróttin mín. Þar slær hjarta mitt og ég veit að þar get ég náð langt.“ Æfingar ekki það eina sem skiptir máli Bjarki æfir af miklum dugnaði. „Það er ekki óvanalegt að ég æfi í þrjár til fjórar klukkustundir á dag samanlagt,“ segir hann. „Svo eru aðrir angar af því að vera íþróttamaður sem ég hlúi líka að. Mataræði er mjög mikilvægt og ég ver talsverðum tíma í það. Ég hitti íþróttasálfræðing líka reglulega og er duglegur að líta inn á við og reyna að laga það sem þarf að laga þar. Svo ver ég miklum tíma í að fræðast og tileinka mér nýjar aðferðir. Ég hef til dæmis unnið mikið með öndun til að styrkja lungun og ná betri tökum á súrefnisinntöku. Þegar menn eru komnir í atvinnumennskuna þá eru allir andstæðingar góðir og þá byrja smáatriðin að skipta máli.“ Vill berjast meðal þeirra bestu „Enn sem komið er fæ ég afar lítið borgað fyrir að berjast, en ég finn á mér að það breytist fyrr en síðar,“ segir Bjarki. Hann vinnur því sem þjálfari og er með kostunaraðila sem auðvelda honum lífið með fjár- hagslegum stuðningi og vörum sem hann þyrfti annars að leggja út fyrir. „Ég er ánægður með árangurinn til þessa, en mig hungrar í miklu meira og tel mig hafa allt sem þarf til að fara á toppinn,“ segir hann. „Ég er nokkuð viss um að ég taki eina titilvörn hjá FightStar, en það eru þreifingar í gangi og vonandi gerist eitthvað á næstu vikum sem verður hægt að segja frá. Ég vil berjast á meðal þeirra bestu.“ Bjarki vonast til að taka einn bar- daga í viðbót fyrir lok ársins. „Það er verið að hnýta síðustu hnútana hvað það varðar,“ segir hann. „Það er ansi sennilegt að ég sé að fara að berjast einu sinni enn áður en árið er liðið.“ Ólýsanleg endorfínsprengja Bjarki segir að líf bardagamanns- ins sé ólíkt því sem flestir búa við. „Það er enginn níu til fimm taktur með fastar mánaðarlegar tekjur, skutbíll, tvö til fjögur börn og ferð til Tenerife á hverju sumri,“ segir hann. „Þetta krefst þess að ég búi við algjört óöryggi og það er ekkert sem tryggir að maður sé að vinna sér eitthvað í haginn með þessu. Stundum er ég svo þreyttur og laskaður að ég hef mig varla fram úr rúminu. En ég geri það samt,“ segir Bjarki. „Stundum spyr ég sjálfan mig af hverju ég er að þessu og ég kemst alltaf að sömu niðurstöðunni. Þetta er það sem ég elska og ég er ansi góður í þessu. Ég hugsa að þegar ég verð eldri og lít yfir farinn veg, sama hvernig ferill minn þróast, muni ég alltaf vera þakklátur fyrir að hafa gefið allt í þetta.“ En starfið hefur margar góðar hliðar. „Í þessum bransa ferðast maður mikið og kynnist frábæru fólki. Maður eignast góða vini og myndar einstök tengsl,“ segir Bjarki. „Ég er mjög þakklátur fyrir alla hjálpina og stuðninginn sem ég fæ til að elta drauminn minn. Fórnirnar sem fólkið í kringum mig hefur verið tilbúið að færa til að styðja mig í því sem ég geri er eitt- hvað sem ég get seint þakkað þeim að fullu.“ „En það allra skemmtilegasta er að sjálfsögðu endorfínsprengjan sem springur þegar hendinni á manni er lyft upp,“ segir Bjarki. „Þeirri tilfinningu er ekki hægt að lýsa.“ Taugastríð fyrir hvern bar- daga „Það er mikið taugastríð sem á sér stað síðasta klukkutímann áður en ég fer inn í búrið,“ segir Bjarki. „En ég er búinn að gera þetta ansi oft og er búinn að ná góðum tökum á undirbúningnum. Ég geri sérstakar öndunaræfingar, ég hugleiði og segi við sjálfan mig að ég ætli að gera mitt besta. Það tekur press- una af mér og ég veit að sama hver útkoman er þá er ég alltaf ég og á enn þá fjölskyldu og vini, sem er það sem skiptir máli. Það hjálpar til við að róa taugarnar og vera með skýran fókus. Allir bardagamenn eru með hnút í maganum alveg þangað til þeir labba í átt að búrinu. En þegar það er búið að kynna mig og inngangslagið mitt er komið í gang fyllist ég krafti og gleði og þegar búrið lokast er ég 100 prósent tilbúinn.“ Ekki níu til fimm taktur Bjarki Þór Pálsson er einn af efni- legustu bardagamönnum Íslands í blönduðum bardagalistum og vann nýlega sinn fyrsta titil. Bjarki Þór Pálsson er ein bjartasta von Íslendinga í blönduðum bardagalistum. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON Bjarki hefur fengið ómetanlegan stuðning. MYND/MIKE RUANE Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út þriðjudaginn 28. nóvember. Áhugasamir auglýsendur hafið samband við auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402 Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 1 . O K TÓ B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -B D 9 4 1 E 0 7 -B C 5 8 1 E 0 7 -B B 1 C 1 E 0 7 -B 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.