Fréttablaðið - 21.10.2017, Page 82
Darabuka er bikartromma og langþekktust hljóðfæra af þeirri tegund,“ svarar Áskell Másson, tónskáld og slagverksmaður,
aðspurður. „Bikartrommur eru ætt
aðar frá Tyrklandi og Austurlöndum
nær og þær hafa gífurlega mikla mögu
leika. Ég er búinn að æfa mig og þróa
ákveðna tækni á þær alveg frá barn
æsku og á nokkrar, ólíkar að gerð.“
Þótt Áskell hafi einbeitt sér að tón
smíðum undanfarna áratugi ætlar
hann að spila einleik á darabuka í
eigin verki sem Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands frumflytur á morgun
í Hofi. Það er konsertinn Capriccio.
Petri Sakari stjórnar. Áskell kveðst
hafa samið konsertinn til að kynna
hljóðfærið og möguleika þess. „Frekar
en útbúa kennslubók um darabuka
ákvað ég að skrifa konsertinn og festa
hann eins vel og hægt væri bæði á
hljóðrás og myndrás.“
Áskell er þekktur hér á landi og á
alþjóðavísu á sviði tónsmíða og slag
verkstónlistar. Hann hlakkar til stund
arinnar í Hofi á morgun. „Petri Sakari
hefur stjórnað mörgum af mínum
verkum með sinfóníuhljómsveitum
víða um heim og þekkir mig og mína
músík vel en ég hef aldrei spilað undir
hans stjórn,“ segir hann og nefnir að
auk bikartrommunnar verði leikið á
önnur einstök hljóðfæri í konsertinum
hans. Til dæmis trommu sem nefnist
tam og kemur líka frá MiðAusturlönd
um. „Hún er eins og stór tambúrína en
ekki með neinar bjöllur sem hristast
heldur heil og stór. Svo er alveg nýtt
hljóðfæri sem heitir aluphone, því
nóturnar eru úr áli og líta út eins og
lítil kramarhús. Hljómsveitin þurfti
að leigja það frá Danmörku og úr því
kemur alveg nýr hljómur til Íslands.
Það er spennandi,“ segir Áskell.
Tónleikarnir í Hofi bera yfirskriftina
Finlandia og Frón. Þeir eru haldnir
í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá
því Finnar fengu sjálfstæði og 60 ár
eru frá andláti tónskáldsins Sibeli
usar. Auk Capriccio verður flutt annað
verk eftir Áskel fyrir hlé, Frón, það er
byggt á íslenskum þjóðlögum. Eftir
hlé verða tvö verk eftir Sibelius, Sin
fónía nr. 7 og Finlandia. Tónleikarnir
verða hápunktur finnsku menningar
veislunnar í Hofi sem staðið hefur frá
16. október og áður en þeir hefjast
ávarpar finnski sendiherrann, Valtteri
Hirvonen, gesti.
Ekki kveðst Áskell tengjast Finn
landi að öðru leyti en því að verkin
hans hafi verið flutt þar og hann hafi
unnið með mörgum af þekktustu
hljómsveitarstjórum Finna, þeirra á
meðal Esa Pekka Salonen, Leif Seger
stam, Osmo Vänskä, Petri Sakari og
Susanna Mekki. Hann kveðst oft hafa
verið viðstaddur flutning verka sinna
erlendis áður fyrr, en sjaldnar í seinni
tíð nema um sinfónískt verk eða frum
flutning sé að ræða. gun@frettabladid.is
Leikur á einstakt
hljóðfæri í eigin verki
Fyrsti darabuka-konsert sögunnar, Capriccio, verður heimsfrumfluttur í Hofi á Akureyri
undir yfirskriftinni Finlandia og Frón á morgun af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,
undir stjórn Petri Sakari. Höfundurinn, Áskell Másson, sér sjálfur um einleikinn.
Áskell með darabuka bikartrommu. Hann er búinn að þróa ákveðna tækni á slík hljóð-
færi alveg frá barnæsku. Fréttablaðið/Eyþór Árnason
Ástkær eiginmaður, sonur, faðir,
tengdafaðir, bróðir og afi,
Gunnar Benediktsson
Stórakrika 2b, Mosfellsbæ,
lést aðfaranótt miðvikudagsins
11. október á hjartadeild Landspítalans.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 26. október kl. 13. Blóm og kransar eru
vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Umhyggju, félag langveikra barna.
Unnur Pétursdóttir
Halldóra Ármannsdóttir
Atli Örn Gunnarsson Lilja Oddsdóttir
Gunnar Snær Gunnarsson Helga Finnsdóttir
Eyþór Ingi Gunnarsson Svanlaug Birna Sverrisdóttir
Örvar Gunnarsson Helga Jóna Gylfadóttir Hansen
systkini og barnabörn.
Ástkær faðir minn,
tengdafaðir, afi og langafi,
Páll Ólason
húsgagnabólstrari
frá Siglufirði,
Lækjasmára 6, Kópavogi,
lést þriðjudaginn 10. október á hjartadeild
Landspítalans. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 23. október kl. 15.
Þuríður Pálsdóttir Knútur Kristinsson
Súsanna Kristín Knútsdóttir Auðunn Jónsson
Hólmfríður Knútsdóttir Ingólfur Finnbogason
Páll Óli Knútsson
Knútur Þór, Agnes Lind, Friðrik Óli, Soffía og Finnbogi.
Ástkær dóttir okkar, systir,
mágkona og frænka,
Magnea Guðmundsdóttir
Hólmgarði 2a, Keflavík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju,
þriðjudaginn 24. október kl. 13.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent
á Krabbameinsfélag Íslands.
Guðmundur Ingi Hildisson
Bjarnhildur Helga Lárusdóttir
Ragnheiður M. Guðmundsdóttir Ragnar Á. Eðvaldsson
Bjarnhildur H. Ragnarsdóttir Magnús I. Finnbogason
Þórunn M. Ragnarsdóttir Eðvald Á. Ragnarsson
Jóhanna D. Magnúsdóttir og Magnús I. Magnússon
Okkar elskaða
Guðlaug Jóhannsdóttir
frá Bakkakoti í Meðallandi, til
heimilis að Mánatúni 2, Reykjavík,
er látin. Hún verður kvödd frá
Háteigskirkju mánudaginn
23. október kl. 13.00.
Sigrún B. Björnsdóttir
Þuríður Pálsdóttir Páll Bjarni Kjartansson
Már Grétar Pálsson Sólveig Katrín Sveinsdóttir
Tinna, Orri Páll, Elvar Már, Sunna Dís, Ellen Ragna,
Máni Steinn, Einar Sveinn, Jóhann Páll, Bessi Huginn,
Úlfur Flóki og Hrafnhildur Elva.
Útfararstofa kirkjugarðanna
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undir-
búnings og framkvæmd útfarar
ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og
umhyggju að leiðarljósi
og af faglegum metnaði.
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r38 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða
hringja í síma 512 5000.
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
0
7
-5
5
E
4
1
E
0
7
-5
4
A
8
1
E
0
7
-5
3
6
C
1
E
0
7
-5
2
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K