Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 3. nóvember 2017fréttir Já, ekki spurning. Ég var í Kvennalistanum hér áður fyrr og mér finnst þörf á því núna að byrja á þessu að nýju vegna síðustu kosninga. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir Finnst þér þörf á kvennaframboði?Spurning vikunnar Já. Mér finnst allt í lagi að skoða það. Gunnar Óli Markússon Nei. Það var búið að reyna það einu sinni og tókst ágæt- lega. Konur verða bara að vera virkari. Guðjón Pétur Jónsson Já. Ég vil fá fleiri kvenmenn inn á þing. Eva María Emilsdóttir Magnús Garðarsson Talið er að Magn- ús hafi blekkt endurskoðanda United Silicon með því að þykj- ast vera fulltrúi fyrirtækis frá Ítalíu sem sendi háa reikninga til íslenska félagsins. Verksmiðja United Silicon Félagið fór í greiðslustöðvun í ágústmánuði. Telja að Magnús hafi þóst vera ítalskur sérfræðingur Meint fjársvikaflétta Magnúsar Garðarssonar er ævintýraleg í meira lagi M agnús Garðarsson, fyrr­ verandi forstjóri og stofn­ andi United Silicon, var kærður af félaginu til hér­ aðssaksóknara um miðjan sept­ ember. Mánuði síðar kærði Arion banki Magnús fyrir sömu sakir. Forstjórinn fyrrverandi er grun­ aður um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals sem ná allt til ársins 2014. Talið er að hann hafi svikið út allt að hálfum milljarði króna á meðan hann sinnti trúnaðar­ störfum fyrir félagið. Samkvæmt heimildum DV kemur fram í kæru United Silicon að félagið telji að Magnús hafi í tölvupóstsamskipt­ um brugðið sér í líki ítalsks sér­ fræðings, Mark Giese, til þess að sannfæra endurskoðanda fyrir­ tækisins um að allt væri í himna­ lagi. Magnús neitar alfarið sök í málinu og segir að ásakanirn­ ar séu hluti af skítugum slag um eignarhald fyrirtækisins. Talinn hafa búið til nýtt félag á Ítalíu Hin meintu svik snerust um hjarta fyrirtækisins, svokallaðan ljós­ bogaofn, sem ítalska fyrirtækið Tenova Pyromet framleiddi. Til að byrja með hljóðaði samkomu­ lag United Silicon og Tenova upp á að kaupverðið væri ekki borg­ að að fullu heldur væri ákveðinn hluti látinn standa ógreiddur þar til allt virkaði eins og það átti að gera. United Silicon stóð þannig í skuld við framleiðandann en gat átt kröfu á móti. Samkvæmt heimildum DV er talið að Magnús hafi í krafti stöðu sinnar breytt greiðslufyrir­ komulaginu til Tenova Pyromet og ítalska fyrirtækið hafi síðan gefið út reikninga í samræmi við það. Talið er að Magnús hafi síð­ an komið því í kring að stofnað var félag á Kýpur sem síðan stofn­ aði félag á Ítalíu með afar áþekkt nafn og áðurnefndur framleið­ andi ofnsins. Það félag hóf síðan að senda United Silicon reikninga og er Magnúsi gefið að sök að hafa séð til þess að þessir reikningar væru greiddir. Þegar kom að endurskoðun United Silicon spurðist endur­ skoðandi fyrirtækisins fyrir um greiðslurnar og fékk upplýsingar um hverja ætti að hafa samband við hjá þessum tveimur ítölsku fé­ lögum. Ekki stóð á að fá upplýs­ ingar frá Tenova Pyromet en þegar finna þurfti tengilið á hitt ítalska félagið var leitað til Magnúsar. Magnús Garðarson/Mark Giese Samkvæmt heimildum DV hélt Magnús því fram að sá sem var í forsvari fyrir hið nýja félag væri Mark Giese, sérfræðingur hjá Tenova Pyromet. Giese átti tíð erindi til landsins vegna upp­ byggingarinnar United Silicon og tók meðal annars skóflustungu að verksmiðjunni ásamt Magnúsi og öðrum. Netfang Giese var því vel þekkt á skrifstofu United Silicion. Samkvæmt heimildum DV kemur fram í títtnefndri kæru United Silicon að Magnús hafi talið samstarfsmönnum sínum trú um að Giese væri kominn með nýtt netfang sem hann gaf þeim og endurskoðandanum upp. Í kjöl­ farið sendi endurskoðandi United Silicon fyrirspurn til tengiliðsins, sem hann taldi að væri áðurnefnd­ ur Mark, varðandi greiðslurnar og ekki stóð á svörum. Þau gáfu til kynna að allt stemmdi milli félag­ anna. Heimildir DV herma að í kærunni sé Magnúsi gefið að sök að hafa sjálfur séð um að svara fyrir hönd Mark Giese og séð um samskiptin við endurskoðand­ ann. Upp komst um hin meintu svik þegar rekstur verk­ smiðju United Sili­ con var kominn í kaldakol og fjárhagsleg endurskipulagning hafin. Í kjölfarið var Magnús ákærður og málið er nú í rannsókn. n Kristjón Kormákur Björn Þorfinnsson kristjon@dv.is / bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.