Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 56
Vikublað 3. nóvember 2017 8
Egill hefur á liðnum árum skapað sér sess sem einn dáðasti myndlistarmaður
þjóðarinnar. Hann var nokkuð
áberandi í fjölmiðlum fyrr á þessu
ári enda fulltrúi íslendinga á Fen
eyjatvíæringnum en svo kallast ein
stærsta, elsta og virtasta myndlist
arhátíð heims. Þangað hélt hann
með tröllin sín tvö, þau þau Ūgh
og Bõögâr, ímynduðu vinina sem
hann lætur framkalla listgjörninga
víða um heim. Nú hafa þau til að
mynda opnað skartgripaverslun í
Gallerí i8 og Egill hefur dvalist á
landinu undanfarnar vikur til að
styðja við bakið á þeim.
Listamaðurinn tekur höfðing
lega á móti blaðamanni þegar
hún hringir bjöllunni, síðdegis á
mildum mánudegi í lok október.
Hann býður til sætis í eldhúsinu,
sker niður súrdeigsbrauð og hrærir
í nýgerðu túnfisksalati. Á borðinu
standa bollar og diskar, bleikja,
smjör og ostur. Stemningin minnir
svolítið á síðustu öld. Ekkert undir
sautján sortum.
Íbúðin er framandi blanda af
vinnustofu, geymslurými og gam
aldags íslensku heimili. Myndar
legur stofuskápur, sem eitt sinn
prýddi heimili ömmu hans, Hlífar
Magnúsdóttur í Flatey á Breiðafirði,
skipar veigamikinn sess í stofunni
en á sparilegu parketinu eru
steypuklessur og ryk eftir leirgerð.
Í flestum herbergjum standa svo
leirmunir sem ýmist eru tilbúnir
eða að þorna. Af þessum ástæðum
er líka frekar heitt í kotinu.
„Íbúðin dugar mér alveg sem
vinnustofa. Að minnsta kosti eins
og er,“ útskýrir Egill sem eftir um
tuttugu ára dvöl í Berlín segist nú
geta hugsað sér að flytja aftur heim
enda mikið vatn sem rennur til
sjávar á tuttugu árum.
Ísland og allt hefur breyst
„Þegar ég flutti til Þýskalands árið
1998 var ég kominn með mikla
innilokunarkennd á Íslandi. Ég
hafði þá búið í París í eitt ár og
komið heim til að klára skólann.
Mér fannst þetta svo lítið samfélag
hérna. Lokað og stíft. Ég var líka
óhamingjusamur og hafði verið
lengi. Mig langaði til að komast í
burtu og sjá hvort ég gæti ekki rétt
úr mér sem persónuleiki,“ segir Eg
ill sem þá var tuttugu og fimm ára
en hann er fæddur í júní árið 1973.
„Ég er alinn upp á áttunda og
níunda áratugnum og flyt svo af
landi brott á þeim tíunda. Síðan
hefur auðvitað allt breyst. Ekki bara
ég sjálfur heldur Ísland líka og það
á mjög skömmum tíma. Flugsam
göngur urðu til dæmis greiðari
og ódýrari fljótlega eftir að ég
flutti, internetið auðveldaði manni
samskipti og þetta varð allt opnara
en ég hafði áður vanist. Nú eru til
dæmis nokkur bein flug til Berlínar
á dag en hér áður fyrr þurfti ég að
taka lest og rútu frá Kaupmanna
höfn til að koma mér yfir,“ segir
hann og hristir höfuðið.
Íslendingar fá áfallastreitu í arf frá
forfeðrunum
Egill segir heimþrána hafa byrjað
að toga í sig fyrir um sjö árum.
Hann lét undan þránni, kom til
Íslands og dvaldi hér samfellt í hálft
ár árið 2012. Á þessum mánuð
um segist hann hafa upplifað eins
konar endurfæðingu, hann sleit
langtímasambandi við brasilíska
unnustu og hellti sér í uppgjör við
sjálfan sig og fortíðina. Losaði sig
við áföll úr barnæsku og einhvern
óskilgreindan múrstein sem hann
hafði burðast með í höfðinu. Hann
Ísland er
eins og
mannætupottur
margrét H. gústaVsdóttir
margret@dv.is
Egill Sæbjörnsson er einn dáðasti myndlistarmaður
þjóðarinnar. Margrét H. Gústavsdóttir settist niður í
eldhúsinu hjá Agli og saman spjölluðu þau meðal
annars um áfallastreituna sem Íslendingar erfa frá
forfeðrunum, tröllin í sálinni og hvernig hann komst heim
í gegnum ástina.