Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 38
38 menning Helgarblað 3. nóvember 2017 Vinsælast á Spotify Mest spilun 2. nóvember Metsölulisti Eymundsson Vikuna 22.–28. október 1 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 2 Mistur - Ragnar Jónasson 3 Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir 4 Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 5 Með lífið að veði - Yeonmi Park 6 Ekki vera sár - Kristín Steinsdóttir 7 Amma best - Gunnar Helgason 8 Aftur og aftur - Halldór Armand 9 Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan 10 Helgi: Minningar Helga Tómasson - Þorvaldur Kristinsson Vinsælast í bíó Helgina 27.–29. október 1 Thor: Ragnarok 2 Nut Job 2 / Hneturánið 2 3 Undir trénu 4 Geostorm 5 The Foreigner 6 My little Pony, the movie 7 Rökkur 8 Blade Runner 2049 9 Happy Death Day 10 The Lego Ninjago Movie 1 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör 2 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 3 B.O.B.A - JóiPé og Króli 4 Havana - Camila Cabello og Young Thug 5 Oh Shit - JóiPé og Króli 6 Ég vil það - Chase og JóiPé 7 Sagan af okkur - JóiPé, Króli, Helgi A og Helgi B 8 Too good at goodbyes - Sam Smith 9 New rules - Dua Lipa 10 Perfect - Ed Sheeran Þ egar Íslendingar vöknuðu 10. maí 1940 við þær fréttir að landið hafi verið her­ numið, voru líklega fyrstu viðbrögð flestra að spyrja: „Eru það Bandamenn eða nasistar?“ Í þeirri sögu sem við höfum lifað og þekkjum voru það Bretar sem stigu á land og hafði sú staðreynd ómæld áhrif á íslenskt þjóðfélag næstu ár og allar götur síðan. En hvað ef það hefðu verið nasistar? Þetta er spurningin sem Valur Gunnarsson veltir fyrir sér í þriðju skáldsögu sinni Örninn og Fálk­ inn. „Í huga samtímamanna var þetta raunveruleg hætta,“ útskýrir Valur fyrir blaðamanni. Í bókinni rekur hann atburðarás þýsks her­ náms, áhrif þess á framgang stríðs, borgarþróun og samfélagið, sam­ starf og andspyrnu heimamanna. Bókin er sett upp eins og endur­ minningabók Sigurðar Emils Jón­ assonar, ungs Reykvíkings og sveimhuga sem verður óvart vitni að mörgum helstu atburðum hernámsins, er að rúlla heim af fylleríi morguninn sem hermenn ganga á land, fær talsverða inn­ sýn í atburðarásina í krafti starfs síns sem „símadama“ hjá Lands­ símanum og flækist óvart inn ís­ lensku andspyrnuhreyfinguna þar sem hann endar í ævintýralegri háskaför sem hefur afdrifaríkar af­ leiðingar fyrir styrjöldina. Óslökkvandi áhugi á stríðinu Valur, sem hefur numið sagnfræði og starfað sem ritstjóri og blaða­ maður samhliða rithöfundarferl­ inum, segist hafa haft óslökkvandi áhuga á seinni heimsstyrjöldinni frá barnæsku. Hann ólst upp á ní­ unda áratugnum þegar strákar léku ennþá styrjaldarþjóðirnar í byssu­ og tindátaleikjum og lásu hinar vinsælu frönsku teiknimyndabæk­ ur frá útgáfunni Fjölva um ýmsar orrustur heimsstyrjaldarinnar. „Hugmyndin hefur verið mjög lengi að gerjast. Þegar þessar Fjölvabækur voru gefn­ ar út á íslensku skrifaði Þorsteinn Thorarensen yfirleitt inngang um Ísland í tengslum við þá atburði sem bókin fjallaði um. Í einni bók­ anna nefnir hann Íkarusáætlun­ ina sem Hitler lét gera í júlí 1940 um að ráðast á Ísland. Ég er líklega búinn að vera að pæla ómeðvitað í þessari bók frá því að ég las þetta. Eftir að hafa svo lesið allt of mikið um seinni heimsstyrjöldina í gegn­ um tíðina hefur maður svo ítrekað velt þessu fyrir sér; hvað hefði get­ að farið öðruvísi?“ segir Valur. „Þegar ég var staddur í Noregi 9. apríl 2015, þegar þeir voru að minnast 70 ára frá innrás Þjóð­ verja í Noreg, fannst mér vera kominn tími til að ráðast í þetta. Ég hafði alltaf verið að bíða eftir bók eins og þessari, en endaði á því að þurfa að skrifa hana sjálfur.“ Bókin er innblásin af hvað­ef­ sögum sem fjalla um það sem hefði getað gerst ef hinir ýmsu atburð­ ir í mannkynssögunni hefðu þró­ ast öðruvísi. Það er ekki síst seinni heimsstyrjöldin sem hefur orðið mönnum innblástur við slíkar pæl­ ingar og eru skáldsögur byggðar á þeim komnar langleiðina með að verða að sérstakri bókmenntagrein: Man in the high castle, Fatherland, Making history og The plot against America eru bara örfá dæmi. Raunhæfur möguleiki? Það er auðvitað ógerningur að svara því hvort eitthvað sem ekki varð að veruleika hafi geta orðið, en í bókinni sérðu að minnsta kosti fyr- ir þér atburðarás þar sem nasistar hefðu getað hertekið Ísland – var þetta sem sagt raunhæfur möguleiki á einhverjum tímapunkti? „Það var að minnsta kosti möguleiki í huga Hitlers enda lét hann gera þessa frægu Íkarus­ áætlun í júlí 1940, eftir að Bretar höfðu hernumið Ísland. Að lokum var ákveðið að framkvæma hana ekki því það var álitið að það yrði of harkalegt og Þjóðverjar hefðu líklega tapað landinu fljótt aftur, það væri of erfitt að halda því frá breska flotanum. En í þessari skáldsögu langaði mig hins vegar frekar að fást við fyrirbærið her­ nám frekar en bara stríðssögu og vildi þess vegna láta Þjóðverjana koma á undan Bretum. Í huga samtímamanna var þetta raun­ hæfur möguleiki og ein megin­ réttlætingin fyrir komu Breta. Þessi ótti sýnir sig til dæmis í því að þegar þýskir gyðingar sem voru á landinu fréttu að herinn væri kominn fóru þeir margir hverjir að fela sig í kjöllurum,“ segir Valur. „En til að þessi atburðarás væri virkilega raunhæf hefði þó eitt­ hvað annað þurft að fara öðruvísi fyrr í stríðinu. Það sem ég geri er að láta Norðmenn gefast upp eft­ Valur Gunnarsson veltir fyrir sér hvernig Íslendingar hefðu brugðist við hernámi nasista í skáldsögunni Örninn og Fálkinn Í Reykjavík Hitlers Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is Valur Gunnarsson Rithöfundurinn hefur sent frá sér sína fyrstu hvað-ef- sögulegu skáldsögu og segist strax vera farinn að leggja drögin að þeirri næstu. Mynd SiGtRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.