Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 03.11.2017, Blaðsíða 57
Vikublað 3. nóvember 2017 9 segir að ekkert eitt áfall í barn- æsku hafi orsakað vanlíðan hans og þunglyndi, áföll geti gerst yfir langan tíma og séu oft mjög lúmsk. Svo bætir hann við að í raun sé ekki hægt að fæðast á þessu landi án þess að fá afleiðingar áfalla í fjölskylduarf. Hörð lífsbarátta for- feðra okkar hafi skapað þjóð sem hefur, að minnsta kosti fram til þessa, verið tilfinningalega lokuð, kaldhæðin og heft. Harkan hafi gert okkur að þeim sem við erum, hluti af því sé jákvætt en hluti til ama og vandræða og oft hefti þetta fólk í að fá að blómstra almennilega. „Sjálfur er ég úr Dýrafirðinum í báðar ættir. Ég man eftir því að hafa staðið uppi á fjalli og horft yfir stórgrýtið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Þegar maður stendur svona og horfir á þetta þá sér mað- ur hvernig veðrið hefur mótað um- hverfið, og ekki aðeins umhverfið heldur líka fólkið. Þetta harða um- hverfi og aðstæðurnar hafa mótað okkur að innan. Langafi minn úr Dýrafirði, Kristján Andrésson, missti til dæmis báða foreldra sína og allt bakland í barnæsku. Svo var hann kominn á fullan hlut á róðrarbát um unglingsbil. Hann varð síðar formaður á hákarlabát, sem er með því hrikalegra sem menn tóku sér fyrir hendur á 19. öld.“ Ísland eins og mannætupottur með þungum hlemmi ofan á „Svona lífsbarátta og áföll geta erfst margar kynslóðir fram og ef ekki er unnið úr þeim erfist þetta áfram. Við höfum enga stjórn á þeim verum og skrímslum. Skrímslin eru sár sem æpa og þurfa hjálp. Það lítur allt eðlilega út á yfirborðinu en undir krauma þau, oft í hundruð ára. Í minni fjölskyldu var alltaf mikil spenna sem hefur að mörgu leyti erfst á milli kynslóða. Ég held að margir á Íslandi deili svipaðri sögu enda erum við svo tengd. Eftir að hafa tekist á við áfallastaflann úr eigin lífi, og fyrri kynslóða, í gegn um EMDR-meðferð í Berlín finnst mér næstum því að allir ættu að fara í svona áfallameðferð því það er eiginlega ekki hægt að fæðast á Íslandi án þess að fá áföllin í arf,“ segir Egill hugsi og stendur upp frá eldhúsborðinu til að hella upp á kaffi. Hann sækir kaffipoka og filtera upp í hillu og lætur vatnið renna í könnuna. „Yfir dimmustu daga ársins get- ur þetta samfélag okkar verið eins og mannætupottur með þungum hlemmi ofan á – og svo sýður fólk- ið í vanlíðan ofan í þessum potti,“ segir hann. „Sumir glíma kannski við mikið þunglyndi án þess að átta sig á því, þeir hafa fengið það í arf. Frá fimmtán ára til fertugs leið mér eiginlega alltaf illa. Mér leið eins og ég væri með múrstein í hausnum en ég skildi aldrei af hverju, en eftir að ég fór að vinna í sjálfum mér þá hefur þessi múrsteinn horfið,“ segir Egill, kveikir á kaffivélinni og sest aftur við eldhúsborðið. Örvaði græðgina í lífið og kom heim í gegnum ástina Múrsteininn fjarlægði hann meðal annars með því að stunda tólf spora fundi hjá Al-Anon og Coda, vinna sporin, fara í svokalla Grindberg- tíma, EMDR-meðferð og sitthvað fleira. „Ég fór meira að segja í lista- þerapíu þar sem maður potar með lokuð augu með puttunum ofan í leir til að örva græðgina í lífið og tengjast barninu í sjálfum sér.“ Hann segir ástina líka hafa hjálpað sér að upplifa hlýrri strauma til fósturjarðarinnar en á þessum tíma hóf hann ástarsam- band við tónlistarkonuna Björk. Sambandið stóð í tvö ár en hann segir það hafa gefið sér mjög mikið. „Það var alveg ótrúlega gefandi að koma heim í gegnum íslenska konu. Hún var svo rosalega góð tenging fyrir mig að koma aftur í þetta samfélag. Kenndi mér meðal annars að fara úr heimi kaldhæðn- innar í heim hlýju og öryggis. Komast heim til mín. Heimilið verður nefnilega að vera staður þar sem maður getur verið berskjald- aður og viðkvæmur, staður þar sem viðkvæmasti kjarninn í manni fær skjól. Ég fékk að upplifa þetta á mjög góðan hátt með henni og í raun endurupplifa hvernig gott heimili er,“ segir hann og sötrar sopa af kaffinu. Ofbeldi sem lemur fólk innan frá Hann útskýrir pælingar sínar í kring- um hugtakið heim og heimili nánar. Segir heimili fornmanna til dæmis hafa verið við eldinn þar sem hópur- inn raðaði sér í kring og sótti öryggi og hlýju í margþættum skilningi. „Eftir átök dagsins var gott að setjast saman í kringum eldinn og fá öryggi úr hópnum. Koma heim. Öryggið er samt ekki endilega sjálf- gefið. Þrátt fyrir að allir búi undir sama þaki eru margir útskúfaðir úr eigin fjölskyldum af því það ríkir svo mikill tilfinningalegur kuldi og spenna innan þeirra. Þá er þetta svokallaða heimili ekki heimili, – af því heimili þarf að vera staður hlýju. Og ofbeldi á heimilum er ekki bara eitthvað líkamlegt, – rifrildi og skapvonska eru líka of- beldi, ofbeldi sem lemur fólk innan frá,“ segir hann og bætir við að hann sé mjög sáttur við uppgjörið sem hefur átt sér stað innra með honum. Það sé þó ekki alveg búið, þetta sé langt ferli. Frábært að þurfa ekki að bjóða kærustunni góðan dag á ensku „Eftir að hafa búið í öðru landi í tuttugu ár er ég ótrúlega þakk- látur fyrir að hafa fengið að sjá skýrum augum þessa skel sem ég er dregin upp úr hérna. Nú kann ég svo mikið betur að meta borgina, Esjuna, fólkið, göturnar, húsin … allt. Ég finn miklu sterkari tengingu en nokkurn tímann áður. Það eru líka svo margir þræðir sem fléttast saman í tilfinninguna um að tilheyra þessu landi, samfé- lagi og þjóð. Þessari einingu. Til dæmis veit maður hvernig ömmur og afar vina manns höfðu það í gamla daga. Maður gengur niður göturnar, horfir á húsin og getur með nokkuð góðu móti, giskað á hvað er að gerast þar inni. Í Þýskalandi hef ég alls ekki þessa sömu tengingu. Ég veit ekki hvað langömmur og afar vina minna voru að gera í gamla daga, eða hvernig líf þeirra var áður fyrr, en hér á Íslandi hefur maður svo sterka tilfinningu fyrir þessu og svo mörgu öðru. Þetta er allt spurn- ing um að tilheyra. Maður talar tungumálið og þekkir söguna og það er góð tilfinning. Ég vaknaði til dæmis í morgun og ætlaði fyrst að segja „good morning“ við kærustuna mína, – af því að ég er eitthvað svo vanur því að eiga útlenskar kærustur, en svo gat ég allt í einu sagt „góðan daginn“. Mér finnst það frábært,“ segir hann og skellir upp úr. Sjálfsfróun á Kjarvalsstöðum, uppreisn gegn konseptlist Listsköpun Egils hefur alla tíð snúist mikið um tenginguna á milli þess sem gerist innra með okkur og því sem við sjáum, upplifum og jafnvel uppskerum úr um- hverfinu. Raunveruleikinn innra með okkur sem endurspeglast í hinu ytra. Hann hefur jafnframt verið óhræddur við að nota eigið tilfinningalíf sem efnivið í verkin og jafnvel, eins og tröll, gengið fram af áhorfendum. Mörgum er minnisstæð sýning sem fór fram á Kjarvalsstöðum fyrir tæpum tuttugu árum en þar tók Egill þátt í samsýningu listamanna sem voru yngri en þrjátíu ára og eldri en sextíu. Framlag Egils snerist um sjálfsfróun. Á einum sýningarvegg hékk gríðarstór mynd af typpinu á honum og eftir að hafa fetað sig eftir löngum gangi enduðu sýningargest- ir fyrir framan sjónvarpsskjá þar sem við blöstu myndbandsupptökur af Agli stunda sjálfsfróun frá ýmsum vinklum. Meðal annars þar sem hann sat við glugga á vinnustofu sinni og horfði út á meðan hann reyndi að „losa um spennu“ – ef svo mætti að orði komast. Hann var ný útskrifaður úr Listaháskólanum og þetta var í raun fyrsta stóra tækifær- ið hans til að koma sér á framfæri í listaheiminum. Hann brosir við minningunni. Ísland er eins og mannætupottur „Ég lét mig bara gossa. Sveif fram af þessari bjargbrún um leið og ég hugsaði að ég gæti aldrei boðið mig fram sem forseta, hvað allar frænkurnar yrðu hrikalega hneykslaðar, ég yrði örugglega útskúfaður og svo framvegis. „Drakk ekkert áfengi, borðaði engan sykur, ekkert hveiti, ekkert ger, ekkert kjöt og engar dýraafurðir, stundaði ekkert kynlíf. Svo hætti ég þessu. m yn d ir b ry n ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.